Ég reif málmdraslið undan rúminu og lét það standa upp við vegg. Hann Raggi sagði að það mynda örugglega vera þar forever, ekki gat ég látið þessi orð hans standa svo það fyrsta sem ég gerði í fyrra dag var að laga þessa málmgrind. Beyglaði hjólið til baka með handafli og hamar. Skelltu síðan rúminu á draslið og Volla! Í fína lagi með það.
Svaf um nóttina í því og allt gekk ljómandi vel. Síðan tyllti ég mér á endann á rúminu (Var EKKI að dansa) og rúmið tók dýfu. Sá að dekkið var aftur orðið skakkt. Var á leið í vinnu og nennti ekki að standa í þessu. Síðan þegar ég kom heim þá sá ég að það var ekki bara eitt dekk sem var skakkt, heldur 3 dekk af 6, þannig að þetta var ónýtt. Ég nennti samt ekki standa í þessu gær og svaf í skökku rúmi í alla nótt, en nú er ég búinn að rífa draslið í burtu.
En það er ákveðin kostur við þetta... núna get ég dansað í rúminu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli