09 október, 2008

Deiglann

Þetta er búin að vera rosa hasar vika. Fékk atvinnutilboð sem ég er enn að spá í, hugsa stöðugt um það. Síðan er bankarnir að fara á hausinn og það eru mjög sérstakar tilfinningar sem vakna upp vegna þess.

Ég er síðan að fara flytja. Búinn að fá nýja íbúð en það hefur einhvern veginn alveg setið á hakanum. Ætti að vera pakka og undirbúa flutningar.

Eða ég ætti að vera lesa námsbækur. En hvorugt af því er að gerast. Frekar ligg ég hér í rúminu mínu og hugsa og velti vöngum.

En koma dagar, koma ráð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli