Ég pakkaði meirihlutann af bókunum mínum í gær. Tókst að fá nokkra kassa og nýtti það. Er búinn að kíkja á nýju íbúðina og líst ágætlega á. Það hefði verið betra að fá íbúð hinum megin við ganginn þar sem útsýnið er mun betra. En maður fær ekki allt sem maður biður um, ekki það að ég hafi beðið um það.. en það er allt annað mál.
Það er enn allt á bið varðandi atvinnutilboðið, ég er búinn að biðja um nákvæmar upplýsingar varðandi laun og annað. Hafði hugsað mér að segja af eða á í þessari viku en það er ólíklegt að svo verði.
Hef ekki enn fundið fyrir kreppunni.. fyrir utan umræðu og fréttaflutning. Er kominn með mjög ákveðnar skoðanir á því hverjir bera ábyrgð á þessari stöðu og það er ekki hann Dabbi kóngur, þótt að ég sé nú ekki mikill aðdáandi hans. Aðrir aðilar bera mun meiri ábyrgð (og það er ekki útrásarkóngar). Kannski ég fjalli nánar um það síðar.
Jú.. ég er með einhvern pening í peningamarkaðssjóð í SPRON og sá sjóður er frosinn. Ekki miklar fjárhæðir þar samt, svo ég sef rólega. Ef allt hrinur og ég tapa þeim peningi þá mun ég lítið taka eftir því.
Í vinnunni gengur allt vel, ég finn samt að ég er annars hugar. Atvinnutilboðið og kreppan tekur mikla orku frá mér og ég á erfitt með að einbeita mér. Verð einhvern veginn að komast úr þeim sporum.
Er nú að skrifa þennan póst á Imac í tölvuveri Háskóla Íslands. Þurfti að komast í Microsoft project. Leiðinlegt forrit sem virkar ekki fyrir Mac Os. En það er window inná þessari Imac. Nennti ekki að vesenast með þetta forrit og þurfa að kaupa eitthvað viðbótarforrit svo það virkaði.
En nú er komið nóg af bulli.. Ætla halda áfram með verkefnið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli