10 október, 2008

Hugrenningar varðandi kreppu

Var í baði áðan og hugsaði um síðustu daga. Ég finn að þessi bankaáfölll hafa snert mínar taugar. Hugsa of mikið um þetta og er ekki að einbeita mér af því sem máli skiptir (nám og framtíðin).

Ég fór að pæla, nú er svo komið að 3 bankar eru gjaldþrota, helling af peningum vegna hlutabréfa eru tapaðir og það lítur út fyrir að mörg fjárfestingafélög eru að verða gjaldþrota.

Þetta mun hafa slæm áhrif á efnahagslífið. Verðbólga rýkur upp, krónan er að falla gangvart öðrum gjaldmiðlum og það munu margir einstaklingar lenda í vandræðum með að borga sín lán.

Þetta er að gerast á flestum stöðum á hinum Vestræna heimi. Ég hef nú trú á því að flest lönd munu takast að rífa sig úr þessu og Ísland verði ekki gjaldþrota og skaðinn verði lágmarkaður.

En ef það gerist ekki? Ef þetta er bara byrjunin á storminum? Hvað gerum við þá?

Ég er með plan!

Þarf að þróa hana betur og íhuga hana vel. En ég er með áætlun.

Ætli ég hætti þá að hugsa um þetta?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli