22 október, 2008

Hvíld

Stelpurnar sem ég er með í hóp í leikskólanum fara í hvíld strax eftir hádegismat. Þetta er einn yndislegasti tíminn í skólanum. Það getur verið voða leiðinlegur og jafnvel erfiður tími og mjög þreytandi en það er eitt móment sem mér finnst yndislegt.

Þetta andartak þar sem þær sofna. Þetta móment, þegar þær lygna aftur augum og maður sér að andadrátturinn dýpkar aðeins. Að svefninn er að fara með þær. Ég finn fyrir vellíðan og verð eitthvað svo mjúkur þegar ég sé þetta andartak.

Merkilegt ekki satt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli