18 október, 2008

Flutningur

Ég er fluttur í nýja íbúð.. ef íbúð skyldi kalla. Þetta eru tvö herbergi sem eru tengd saman með gangi og á þessum gangi er klósett og lítið eldhús. Þessi íbúð var svona "tveggja" einstaklinga herbergi. Þar sem tveir einstaklingar voru með herbergi og síðan sameiginlegt klósett og baðherbergi.

Held að það henti mér ágætlega. Útsýnið er ekki skemmtilegt. Sést bara næsta blokk, sem er mannlaus. Get ekki einu sinni reynt að gægjast á nágranna.

Margir hafa spurt mig hvers vegna ég er að flytja. Ég hef fá svör og þau svör sem ég hef eru svolítið asnaleg. En ætli kjarninn sé ekki sá að ég var hættur að hafa gaman að þessu. Fannst of mikill tími hjá mér fara í leiðindi og þá var kominn tími til að hætta.

Nú er ég liggjandi upp í rúmi og hlustandi á Nick Cave. Þetta gekk rosafljótt fyrir sér, þessir flutningar og það ætti að vera léttur leikur að koma íbúðinni í stand.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli