Hann Kristinn er einn af þessum strákum sem ég þekki sem ég hlakka alltaf til að hitta. Hann er líka einn af þeim sem ég vona að ég hafi alltaf meira samband við, en veit ekki hvernig ég ætti að biðja um meiri samskipti. En ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um hann er að hann hefur verið að skrifa marga pistla á rafrausinu sínu um feminista og nauðganir.
Hann byrjaði að skrifa pistil sem heitir “bloggæsingur femistans” (http://www.andmenning.com/?p=8541). Ástæðan fyrir honum voru skrif Hildi Lilliendahl (http://kaninka.net/snilldur/?p=1716) um frétt sem Heimir Már Pétursson skrifaði. Síðan hefur þetta vafið upp á sig og eru pistlarnir hans Kristins um þetta mál orðnir 10 talsins og hefur umræðan farið um víðan völl, á bland.is, á menn.is o.fl. Það hafa líka komnir ófáir pistlar á facebook.
En já fyrsti pósturinn sem hann Kristinn sendi frá sér var fjallaði um í stuttu máli að honum fannst Hildur hafa farið óvarlega í yfirlýsingum (hún sagði að Heimir Már væri nauðgaravinur) og að þessar yfirlýsingar sem hún sýndi væri ekki til þess fallið að hjálpa til við málstaðinn. Það var innihaldið hjá honum.
En hann skreytti þann pistil með setningum eins og “Það er það sem fréttaritari fjallar um og til þess að lesa úr því einhverja vanvirðingu við konur þarf maður að setja sig í alveg sérstakan gír sem Hildur og stöllur virðast einmitt vera í”, “Það er áhugavert að fólk skuli geta sett upp gleraugu sem skæla svo merkingu tiltölulega venjulegs fréttaflutnings að hann verður að fólskulegri árás á réttlætiskennd þess”.
Síðan segir hann “Spurningin nú er hinsvegar hvort Hildur og stöllur telja mig vera blindaða karlrembu sem veitir óþarflega miklu púðri í að réttlæta umrædd orð fréttaritarans, eða hvort þær átta sig á því að ég er ekki öfgamaður hvað þetta snertir og að það eru þær sem eru aðeins búnar að tapa áttum í femínisma sínum.”
Með þessu skýtur hans sig aðeins í fótinn. Hann sýnir smá hroka með því að fjalla um Hildi og stöllur (ég hélt að hún hafði skrifað þennan pistil í sínu nafni en ekki í nafni neins hóps), hann talar niður til hennar með því að segja að hún sé í sérstökum gír, með gleraugu og endar pistillinn með því að segja að annað hvort játi hún það að hún sé að tapa áttum eða að hún muni túlka hans skrif sem karlrembuskrif.
Hún Hildur, og fleiri, fara síðan í umræður við hann og fer umræðan um víðan völl. Hann segir oft að hann sé ekkert á móti henni Hildi og baráttunni um jafnrétti. Hann er bara einfaldlega að segja að öfgar séu slæmir og koma þessu málefni ekki til góðs. Öfgarnar sem hann ræðir um er það að túlka hlutina einstrengingslega og geta ekki sagt að það séu aðrar túlkanir á málunum heldur en Hildur og félagar gefa sér.
Ég gæti vitnað í Hildi og bent á að hún hafi sagt að aðrar túlkanir séu til staðar.
En ég ætla ekki að gera það. Mig langar ekki að fjalla um þá umræðu sem spratt út úr þessari byrjun heldur langar mig að fjalla um kjarnann.
Hver er kjarni málsins? Hún Hildur túlkaði orð Heimir Márs á ákveðin hátt og hann Kristinn er ósammála hennar túlkun og rökræðir það mál og segir að hennar túlkun sé ekki endilega sú rétta.
En þetta er spurning um túlkun. Ekkert annað, túlkun hennar og hans á orðum fréttamanns. Allt annað er bara dót sem er búið að safnast saman um þessa umræðu.
Nú skulum við skoða túlkanir hans og hennar. Hún segir að fréttamaðurinn hafi gerst sekur um að gera lítið úr fórnarlambinu með því að nota orðalag eins og „vandræðum með samskipti“ og segja „þetta var mikið áfall fyrir feril Strauss-Kahn“. Kristinn segir að það séu góð og gildar ástæður fyrir að segja þessa hluti og það sé oftúlkun að segja að Heimir hafi verið að gera lítið úr fórnarlambinu.
Og nú standa þessar tvær túlkanir hlið við hlið og hver er sú rétta? Auðvitað er engin sú rétta. HIldur og Kristinn eru að tala um sama hlutinn frá sitthvorum staðnum. Hún er að tala sem fórnarlamb kynferðisofbeldis (sjá Samantekt á kvennréttindaumræðu síðustu daga, innlegg nr. 16) og Kristinn er að rökræða orðanotkun og hvort að það eigi að túlka ákveðna hluti á ákveðin máta.
Þarna er einn af kjörnum málsins. Hún Hildur talaði um sína upplifun, hún talaði ekki fyrir hönd allra feminista, eða hönd allra einstaklinga sem hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi. Hún las greinina og upplifði lítillækkun. Hún skrifaði síðan harðorða grein um þá upplifun, sína upplifun.
Það mætti færa rök fyrir því hún hefði ekki átt að nota svona sterk orð, nauðgaravinur. Mætti alveg færa rök bæði með og á móti en staðreyndin er sú að Heimir skrifaði grein sem særði einn lesenda hennar.
Kristinn kom með rök á móti því en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá skaut hann sig í fótinn með því að setja smá hroka í hlutina. Þessi litli hroki varð til þess að allt þetta fór af stað og nú er komið illindi í málin.
En hvers vegna er þetta svona viðkvæmt? Jú vegna þess að það er verið að tala um raunverulegt vandamál. Einn þriðji af mannkyninu upplifir kynferðislegt ofbeldi. Fórnarlömb ofbeldisins finnst síðan samfélagið hunsa það, gera lítið úr því og lætur því fyllast skömm á ofbeldi sem það bar enga ábyrgð á.
Ég tel að Hildur hafi verið reið, en þetta var réttlátt reiði. Jú það er hægt að túlka orð hans Heimis öðruvís en hún gerði en það skiptir ekki máli þar sem hún talaði út frá sinni upplifun með nafnið sitt undir.
Hann Kristinn reynir að rökræða hlutina og ég skil hann að vissu leyti en hún var ekkert að rökræða, hún var einfaldlega að segja sína skoðun og frá sinni upplifun. Menn máttu svo vera sammála eða ósammála.
06 júní, 2011
10 apríl, 2011
Icesave og framtíðin
Jæja núna lítur út eins og ég bjóst við. Meiri hluti Íslendinga kaus að segja Nei við samningu um Icesave. Ég kaus já eftir mikla íhugun en ég vonaðist eftir að það yrði sagt nei.
Ég veit, svolítill geðklofi þar en ég skal reyna að útskýra.
Ég sagði já vegna þess að samviskan mín bauð ekki upp á annað. Ég taldi að Íslendingar beri ábyrgð á því að hollenskir og breskir skattgreiðendur töpuðu helling af pening vegna þess að þeir lögðu sína peninga inná íslenska reikninga. Ég taldi (og tel enn) að Íslendingar beri ábyrgð á þessu vegna þess að þeir leyfðu þessu að gerast, það voru íslenskir aðilar sem stunduðu þessa rányrkju með aðstoð íslenskra stjórnvalda. Og við, hinn íslenski almúgi, berum ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum.
En ég vonaði að það yrði sagt nei vegna þess að hlutirnir þurfa að breytast. Það er ríkisábyrgð á innistæðum banka. Íslenskir skattgreiðendur upplifðu hrun allra banka en gátu samt gengið að sínum fjármunum í flestum tilfellum. Það var dælt milljörðum í bankanna til að leyfa hjólum samfélagsins gangandi. Ímyndið ykkur ef íslenska ríkið hefði ekki gert þetta, engin hefði getað notað debetkort, engir posar virka, enginn fær greidd laun, fyrirtæki hefðu ekki getað náð í fjármuni sína. Eruð þið að ná þessu?
Svona er okkar samfélag, bankar eru órjúfanlegur hluti af nútímasamfélagi. Ég tala nú ekki um að bankalán o.s.frv.
En síðustu ár, um það bil 20 ár, þá hafa bankar orðið eitthvað annað heldur en mikilvæg grunnstoð samfélagsins. Þeir hafa eignast sitt líf og orðið að peningaverksmiðjum. Þeir stunda fjárfestingar í miklum móð og skapa pening úr peningum. Þeir lána hvor öðrum gríðarlegar fjárhæðir og geta síðan fengið meiri peningin vegna lánanna sem þeir hafa sett út. Þeir hafa orðið að spilavítum þar sem menn tala um áhættur og því meiri áhætta því meiri gróði.
Og nú erum við að súpa seyðið af þessu, bankar sem fengu frelsi hlupu út um allan heim og lánuðum hvor öðrum, keyptu hlutabréf í sjálfum sér til að halda uppi verði, og stunduðu ótrúlega ósiði.. þeir féllu. Við fengum reikninginn og Icesave er bara lítill hluti af því, hundruðir milljarðar voru settir í banka, seðlabanka, tryggingafyrirtækja o.s.frv.
Þetta verður að stöðva. Nú eru Íslendingar búnir að segja nei við IceSave. Nú þurfa dómsmál að fara í gang. Dómsmál sem ganga út á grundvallaratriði. Satt að segja þá ganga dómsmálið út á eina klausu í EES samningum, sem að mínu áliti er skýr. En er hún réttlætanleg og ef hún er ekki réttlætanleg... hvað þá?
Það er rétt sem Eva Joly, og þessi Micheal hvaðsemhannheitir prófessor í USA segja.. fjármálakerfið er rotið og það þarf að breyta því. Að segja nei er kannski hluti af því. Spennandi möguleiki.
En ég gat ekki sagt nei í þessum kosningum vegna þess við tókum þátt í bullinu og ég get ekki með góðri samvisku sagt við breta og hollendinga "farið í rassgat, ég er sáttur við að geta gengið að sparnaðinum mínum, en þið megið eta það sem úti frýs"
Ég veit, svolítill geðklofi þar en ég skal reyna að útskýra.
Ég sagði já vegna þess að samviskan mín bauð ekki upp á annað. Ég taldi að Íslendingar beri ábyrgð á því að hollenskir og breskir skattgreiðendur töpuðu helling af pening vegna þess að þeir lögðu sína peninga inná íslenska reikninga. Ég taldi (og tel enn) að Íslendingar beri ábyrgð á þessu vegna þess að þeir leyfðu þessu að gerast, það voru íslenskir aðilar sem stunduðu þessa rányrkju með aðstoð íslenskra stjórnvalda. Og við, hinn íslenski almúgi, berum ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum.
En ég vonaði að það yrði sagt nei vegna þess að hlutirnir þurfa að breytast. Það er ríkisábyrgð á innistæðum banka. Íslenskir skattgreiðendur upplifðu hrun allra banka en gátu samt gengið að sínum fjármunum í flestum tilfellum. Það var dælt milljörðum í bankanna til að leyfa hjólum samfélagsins gangandi. Ímyndið ykkur ef íslenska ríkið hefði ekki gert þetta, engin hefði getað notað debetkort, engir posar virka, enginn fær greidd laun, fyrirtæki hefðu ekki getað náð í fjármuni sína. Eruð þið að ná þessu?
Svona er okkar samfélag, bankar eru órjúfanlegur hluti af nútímasamfélagi. Ég tala nú ekki um að bankalán o.s.frv.
En síðustu ár, um það bil 20 ár, þá hafa bankar orðið eitthvað annað heldur en mikilvæg grunnstoð samfélagsins. Þeir hafa eignast sitt líf og orðið að peningaverksmiðjum. Þeir stunda fjárfestingar í miklum móð og skapa pening úr peningum. Þeir lána hvor öðrum gríðarlegar fjárhæðir og geta síðan fengið meiri peningin vegna lánanna sem þeir hafa sett út. Þeir hafa orðið að spilavítum þar sem menn tala um áhættur og því meiri áhætta því meiri gróði.
Og nú erum við að súpa seyðið af þessu, bankar sem fengu frelsi hlupu út um allan heim og lánuðum hvor öðrum, keyptu hlutabréf í sjálfum sér til að halda uppi verði, og stunduðu ótrúlega ósiði.. þeir féllu. Við fengum reikninginn og Icesave er bara lítill hluti af því, hundruðir milljarðar voru settir í banka, seðlabanka, tryggingafyrirtækja o.s.frv.
Þetta verður að stöðva. Nú eru Íslendingar búnir að segja nei við IceSave. Nú þurfa dómsmál að fara í gang. Dómsmál sem ganga út á grundvallaratriði. Satt að segja þá ganga dómsmálið út á eina klausu í EES samningum, sem að mínu áliti er skýr. En er hún réttlætanleg og ef hún er ekki réttlætanleg... hvað þá?
Það er rétt sem Eva Joly, og þessi Micheal hvaðsemhannheitir prófessor í USA segja.. fjármálakerfið er rotið og það þarf að breyta því. Að segja nei er kannski hluti af því. Spennandi möguleiki.
En ég gat ekki sagt nei í þessum kosningum vegna þess við tókum þátt í bullinu og ég get ekki með góðri samvisku sagt við breta og hollendinga "farið í rassgat, ég er sáttur við að geta gengið að sparnaðinum mínum, en þið megið eta það sem úti frýs"
05 apríl, 2011
Bretar og Hollendingar þora ekki í mál við okkur (IceSave 2)
Já þeir þora víst ekki í mál við okkur og þess vegna vilja þeir fara samningsleiðina.
Vilja ekki allir fara samningsleiðina? Ef hann Jón skuldaði mér pening þá væri ekki fyrsta sem ég myndi gera að hringja í lögfræðingin eða í lögregluna. Ég myndi hafa samband við hann og spyrja einfaldlega "hey, ég lánaði þér pening, ætlarðu ekki að borga?" ef hann myndi svara með "ja.. ég á sko ekki peningin og sko..." þá myndi eflaust fara af stað umræður um hvenær hann myndi borga, hvenær hann fengi pening, jafnvel um innborgun o.s.frv.
Það er engin spurning um að breskir og hollenskir peningar fóru í íslenskan banka. Þeir eru einfaldlega að biðja um að fá þá peninga til baka. Og vegna þess að tryggingasjóðir hafa oftast tryggt banka þá er íslenska ríkið næsta skref ef tryggingasjóðurinn getur ekki borgað.
Einfalt og rökrétt, tengist ekkert hugrekki eða málsókn. Ef samningurinn fellur þá byrjar möguleikinn á málsókn og að þeir þori ekki í slaginn við okkur? Af hverju ættu þeir ekki að þora því? Vegna þessa að Bretar settu hryðjuverkalög á okkur og það var til þess að Kaupþing féll komi þeim í koll (getur einhver sagt að án þess að bresta í óstjórnlegan hlátur að fall Kaupþings hafi verið Bretum að kenna, hann var löngu fallinn, hann vildi bara ekki viðurkenna það). Er það vegna þess að ef við myndum sigra að þá myndi allir bankar Evrópu riða til falls vegna þess að það yrði dómsmál um að tryggingasjóður er ekki tryggður af ríkissjóði? Ööö.. varla þar sem það er eflaust valdi hverrar þjóðar að styrkja tryggingasjóð (eins og Íslendingar hafa gert).
Svo að.. rök fallinn (að mínu áliti)
Vilja ekki allir fara samningsleiðina? Ef hann Jón skuldaði mér pening þá væri ekki fyrsta sem ég myndi gera að hringja í lögfræðingin eða í lögregluna. Ég myndi hafa samband við hann og spyrja einfaldlega "hey, ég lánaði þér pening, ætlarðu ekki að borga?" ef hann myndi svara með "ja.. ég á sko ekki peningin og sko..." þá myndi eflaust fara af stað umræður um hvenær hann myndi borga, hvenær hann fengi pening, jafnvel um innborgun o.s.frv.
Það er engin spurning um að breskir og hollenskir peningar fóru í íslenskan banka. Þeir eru einfaldlega að biðja um að fá þá peninga til baka. Og vegna þess að tryggingasjóðir hafa oftast tryggt banka þá er íslenska ríkið næsta skref ef tryggingasjóðurinn getur ekki borgað.
Einfalt og rökrétt, tengist ekkert hugrekki eða málsókn. Ef samningurinn fellur þá byrjar möguleikinn á málsókn og að þeir þori ekki í slaginn við okkur? Af hverju ættu þeir ekki að þora því? Vegna þessa að Bretar settu hryðjuverkalög á okkur og það var til þess að Kaupþing féll komi þeim í koll (getur einhver sagt að án þess að bresta í óstjórnlegan hlátur að fall Kaupþings hafi verið Bretum að kenna, hann var löngu fallinn, hann vildi bara ekki viðurkenna það). Er það vegna þess að ef við myndum sigra að þá myndi allir bankar Evrópu riða til falls vegna þess að það yrði dómsmál um að tryggingasjóður er ekki tryggður af ríkissjóði? Ööö.. varla þar sem það er eflaust valdi hverrar þjóðar að styrkja tryggingasjóð (eins og Íslendingar hafa gert).
Svo að.. rök fallinn (að mínu áliti)
Við berum ekki ábyrgð á einkaskuldum (Ice Save 1)
Þessi rök heyrum við af og til hjá þeim sem vilja segja Nei, þeir meina að Ice Save sé séu skuldir sem einkaaðili hefur gert og við, Íslendingar, eigum ekkert að taka ábyrgð á þeim. Hann Pétur Jóhann útskýrði Ice Save á skemmtilegan hátt þar sem þessi rök voru notuð.
En gallinn er að við erum búinn að ábyrgjast einkaskuldir fyrir löngu. Man einhver eftir því að þegar Landsbankinn féll að einhver ráðherra kom fram opinberlega og sagði að ríkissjóður myndi tryggja innistæðurnar. Volla.. Íslendingar bera ábyrgð á einkaskuldum. Jú því bankarnir báru ábyrgð á því að það voru ekki til peningar lengur í tryggingasjóðnum né í sjóðum bankanna. Þetta hefði bara átt að fara í kröfulistann til bankanna.
En auðvitað mun ríkið tryggja innistæður banka. Grundvöllur fyrir efnahagslegri velferð þjóða eru bankar og það hefði örugglega verið mikil óánægja ef ríkissjóður hefði sagt að þeir myndu ekki tryggja innistæður.
Þannig að rökin um að við eigum ekki að bera ábyrgð á einkaskuldum eru bull vegna þess að það eru ímörg dæmi um hið gagnstæða.
En nú eru einhverjir sem eru að hugsa "en þetta er ekki það sama". Ok... þá skulum við breyta rökunum "við berum ekki ábyrgð á einkaskuldum" í "Við berum ekki ábyrgð á einkaskuldum ef erlendir aðilar eru skuldunautar og íslendingar eru skuldarar"... sem hljómar ekki eins vel.
Innan úr kuldanum
Já ég er kominn úr útlegð og af fáranlegri ástæðu.
Það er ekki vegna þess að mig langar að segja frá fæðing sonar míns eða deila þeirri reynslu með lesendum. Það er ekki vegna þess að mig langar að segja ykkur frá því hvernig líf mitt gengur fyrir sig eða eitthvað þannig.
Nei...
Það er Ice save.. ömurleg ástæða.
En málið er bara þannig að ég er orðinn pirraður á þessari umræðu. Ég er að vera þreyttur á rökleysu og bulli.
Það er verið að nota rök á báða boga sem einfaldlega standast ekki nánari skoðun og ég er hissa á því hvers vegna það er ekki búið að segja það. Þannig að ég ætla skrifa nokkra pósta um Ice save og reyna þar með að mynda mér skoðun hvað ég mun kjósa.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)