30 nóvember, 2005

Kraumandi hugsanir

Að hugsa

Er að hugsa of mikið þessa dagana.

Harry Potter og Fönixreglan er bara nokkuð góð bók. Mun skemmtilegri í annað skiptið. En maður á að lesa hana strax á eftir eldbikarnum.

Er með mikin verk í vinstri únliðnum og það er að að valda mér miklum leiðindum. Ætli ég geti afsakað rafrausarleti með þessu?

Annars er ég búin að segja upp í báðum vinnum og brottför nálgast hratt.

Líður vel þessa dagana, en fæ lítin svefn og hugsa of mikið.

Ætti að hætta því.

28 nóvember, 2005

Helgin


Föstudagur, var mjög slappur fyrri hlut dags. Lá upp í rúmi með ógleði og vanlíðan. Veit ekki hvað var málið. Kannski draumurinn sem mig dreymdi (sjá neðar), kannski blóðtakan, kannski ælan sem ég sá í bíó.. kannski blanda af þessu þrennu.
Dreif mig samt í matarboð þar sem ég eldaði matin sjálfur. Það var nokkuð gaman.

Vaknaði svo snemma á laugardeginum og fór á Kjalarnes til þess að taka þátt í "Á flótta" leik. Var að leika skrifstofublók sem fór eftir reglum og síðan svartamarkaðsbraskara sem vann sem leiðsögumaður. Tafðist gríðarlega í þessum leik vegna myrkurs og kom seint í spileríið sem ég skipulagði sjálfur. Skamm skamm. Vona að drengirnir sem ég bauð hafi ekki orðið of fúlir og veri jákvæður þegar ég spyr hvort að þeir vilja koma spila aftur.

Sunnudagurinn var bara hangs dagur en fór svo um kvöldið á Sigurrósar tónleika. Sem náttúrulega voru snilld. Pirrandi fólk í kringum mann sem eyddi meiri tíma að horfa á tónleikana á skjá eða í gegnum linsuop heldur en að njóta þeirra en ekki er á allt kosið.


Draumurinn



Einn sjúkasti draumur sem mig hefur dreymt upplifði ég á aðfaranótt föstudags. Innihald hans var misknuarlaust dráp á hesti. Viðkvæmum sálum er bent að fara annað.

Ég og önnur stelpa (sem ég veit ekki hver er) vorum í mikilvægu en erfiðu verkefni. Okkur hafði verið sagt að það hefðu djöflar tekið sér bólfestu í hestastóði. Það þurfti að lífláta alla hestana. Ég og þessi stelpa teymdu einn hestin frá, hann var rólyndisgæðingur svona snögghærður, fallegur hestur (var grábrúnn á lit.. held ég). Við þurftum að ná hausnum af en höfðum engin almennileg verkfæri. Svo að ég tók heykvísl í hönd og stelpan hélt á malarskóflu. Ég rak heykvíslina í hálsin á honum og hélt honum kyrrum með miklum erfiðismunum á meðan stelpan vann í því að höggva af honum hausinn. Hún var fyrir ofan hann (af einhverjum orsökum) og stakk honum sífelt í hálsinn. Hjó sífelt en það var erfiðleikum háð að brjóta beinin í honum.

Eftir svona þrjú högg þá byrjaði blóðið að flæða. Það slettist í andlitið mitt en ég hugsaði sem minnst um það vegna þess að ég bar ábyrgð á því að halda honum kyrrum.

Ég vaknaði þegar hesturinn var að leggjast niður vegna þess að við höfðum brotið hrygginn hans.

Mér leið illa þegar ég vaknaði. Ógleði og ældi einhverju galli og öðru. Lá lengi upp í rúmi hugsandi um þennan draum. Hvaðan hann hafi komið, óraunveruleikann í honum (get ekki ýmindað mér að geta haldið hest á meðan það er verið að taka af honum hausinn með skóflu) og tilfinninguna sem var í mér í draumnum. Þetta var nefnilega ekki martröð. Mér leið eins og ég væri í vinnunni þegar ég hélt um heykvíslina og notaði krafta mína til að halda honum kyrrum.

Kvikmyndastöff

Þessi þurfti að fjúka með...



The Movie Of Your Life Is A Cult Classic



Quirky, offbeat, and even a little campy - your life appeals to a select few.

But if someone's obsessed with you, look out! Your fans are downright freaky.



Your best movie matches: Office Space, Showgirls, The Big Lebowski

24 nóvember, 2005

Blóðgjöf

Blóðgjöf

Ég ætlaði fyrst að skrifa einhver pistil þar sem væri lýst hetjudáði dulinnar hetju sem bjargar einhverjum ókunnugum frá bráðri hættu. Ætlaði að var með mynd af Batman með til þess að koma með sambærilega hetju og ég væri.

En síðan datt mér það í hug að þá væri ég að draga úr þessu. Það er alveg óþarfi að hæpa þetta upp. Þeir sem stunda blóðgjafir eru bara venjulegir menn og konur, skúrkar sem góðmenni. Af einhverjum orsökum þá hafa þeir ákveðið að gefa blóð.

Ég gaf 450 ml af blóði í dag. Af hverju? Vegna þess að ég sé enga ástæðu til þess að gera það ekki. Hvet alla sem geta að gera slíkt hið sama.

Útrás

Útrás

Hvað á ég að taka með mér?
Hvað á ég að skilja eftir?
Hvað á ég að gera við rúmið mitt?
Hvaða spunaspilsbækur eiga að fara með mér?
Hvernig á að ég geyma allt þetta dót (allar þessar bækur?)
Hvernig verður Prag?
Mun ég fá heimþrá?
Munu ættingjar og vinir koma í heimsókn?

Já ýmsar spurningar vakna.

18 nóvember, 2005

Punktar

Ábendingar og punktar


Nýjar myndar eru komnar á myndasíðuna. Eru frá keilumótinu í vinnunni. Ég stóð mig frekar illa en minn hópur vann verðlaun fyrir frumlegustu búningana.

www.urbandead.com er þrælskemmtilegur leikur á netinu.. en það er kannski soldið erfitt að komast í fílingin á honum. Endilega kikið á hann og látið mig vita í gegnum simplyjens@gmail.com, svo að ég geti aðstoðað.

Er búin að vinna annan leik í diplomacy. Við vorum þrír sem skiptu sigrinum á milli. En búin að tapa nokkrum, en það er leiðinlegt að tala um það.

Er að stjórna campaigni í Iron Kingdom.. og satt að segja þá held ég að þetta sé toppurinn.. hingað til. Alveg ótrúlegt hvað allt smellur saman.

James Grant er byrjaður aftur að skrifa um ævintýri Jay. Einn sjúkasti húmorinn i bransanum. Mæli með því

Tröllaspurningar

Þegar maður getur ekki skrifað um neitt....

Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?
Veit nú ekki hvort að ég sé samála þessu..

16 nóvember, 2005

Skriftir um blogg

Að geta ekki tjáð sig fullkomlega

Þessa dagana er ég ekki mikið að skrifa hérna á þessa rafraus. Aðallega er ástæðan sú að ég er að hugsa um hluti sem maður getur ekki skrifað um á opinberum vettvangi. Þá ætti maður í hættu á því að særa ýmsa aðila í kringum sig.

En ohh well... C´est la vie.

Er búin að finna hlaupahjólið mitt, hanskana mína og meira að segja húfuna mína. En kortaveskið hefur ekki komið í leitirnar. Ég er að halda í þá von að það sé ekki týnt og tröllum gefið. Ferlegt að þurfa punga út peningum fyrir ökuskirteini og solleiðis. Og síðan var ég með gatað afsláttar skirteini fyrir nonnabita! Mikil sorg að láta það hverfa.

En vona að það finnist.

14 nóvember, 2005

minnisleysi

Minnið mitt

Minnisleysi mitt náði nýjum hæðum þessa helgi. Ég týndi hönskunum mínum, kortaveskinu og núna í morgun áttaði ég mig á því að ég veit ekki hvar hlaupahjólið mitt er staðsett.

Hanskarnir mínir eru heima hjá foreldrum mínum. En ég gleymdi þeim þar rétt áður en ég fór í leikhúsið. Kortaveskið hvarf einhverstaðar á milli strætós og heimili systur minnar og ég hef ekki hugmynd hvar ég setti hlaupahjólið..

jæja.. eflaust búin að gleyma einhverju í vibót.

07 nóvember, 2005

Flutningar

Flutningar og drykkja

Ég var beðin um að hjálpa vini mínum að flytja á laugardaginn. Mér fannst það sjálfsagt mál. Oftast er maður tilbúin að aðstoða vini sína við svona mál.

Ég mæti um þrjú og fólk var mætt á svæðið. Þetta gekk mjög vel og verkið var lokið um sex (að mig minnir). Það eina sem ég fann að þessum flutningum var stærð flutningabílsins. Var of lítill og mikil hætta á skemmdum á mublunum. Síðan þarf að púsla miklu meira þegar sendibílinn er lítill.

Eftir flutningarnar var boðið upp á bjór og Pizzu. Var nokkuð sáttur við það. Ég og R- ið ákváðum að skella þessa upp í kæruleysi og detta í það. Vorum á leið heim til hans þegar Kiddi hringdi.. og bað okkur um aðstoð við að flytja.

Ég hugsa að R-ið hafi filterað aðeins upplýsingarnar áður en hann sagði mér frá þessu. Hann sagði "einn þvottavél eða svo". Við mættum þangað um hálf sjö og dvöldum þar í rúma tvo tíma. Það var uppþvottavél, þvottavél, þurrkari , risa sjónvarp, sófasett í þremur pörtum, rúm og skenkur. Þetta var dæmi um hvernig flutningar eiga ekki að vera. Við vorum bara þrír og frekar litlum bíl. Ef tveir hefðu verið í viðbót þá hefði þetta tekið mun styttri tíma og ég hefði ekki verið með marblett í dag.

En eftir flutningana þá enduðum við í partíi þar sem var tekið í singstar , fussball og farið í tíkalla drykkjuleikinn. Daginn eftir þá var ég að velta því fyrir mér hver í andskotanum kom þessari hefð með flutningar og bjór í gegn. Ég vaknaði þunnur og með geðveikar harðsperrur. Þá var ekki gaman að lifa.

02 nóvember, 2005

Víðar buxur

Buxurnar mínar.

Fyrir nokkru steig ég á vigtina og sá 94 kg. Horfði á þetta og fannst þetta vera nokkuð hátt. Fann líka að flestar buxur voru að verða of þröngar. Ég ákvað að gera eitthvað í því!

Og keypti mér stærri buxur. Nennti ekki að standa í neinu veseni með þetta. Langaði ekki og talaði mig inná það að ég hefði ekki tíma til þess að fara í ræktina.

Þessar buxur sem ég keypti hafa staðið sig vel. En nú er er komið babb í bátinn. Þær eru að verða of víðar.

Hef eitthvað verið að léttast á síðustu mánuðunum. Ég held að það sé hlaupahjólið eigi stóran hlut í þeirri þróun. Eflaust eru einhverjar aðrar sakir til staðar á þessu en ég ætla ekkert fara út í það hér.

En ég þarf eflaust að fara gera eitthvað í þessu.. kaupa mér aðrar þrengri buxur.. en er samt ánægður með þróunina.

01 nóvember, 2005

Fréttir

Fréttir

Ég er komin í þann pakka bara að telja upp hlutina sem eru að gerast fyrir mig dags daglega. Stundum er maður bara þurrausinn.

En já ég er búin að ákveða að hafa simplyjens@gmail.com. Leist vel á þá hugmynd sem hann Leifur kom með. Fær hann klapp á bakið fyrir vikið næst þegar ég hitti hann.
Msn-ið verður óbreytt xivar_77@hotmail.com.

Ég hafði samband við hjúkrunarfræðing vegna eyrnamergvandamálsins og hún sagði mér að nota eyrnapinna við að hreinsa út úr eyrunum en bara fara varlega. Ég fékk lánaðan eyrnapinna heima hjá mömmu og veiddi líka þennan ágæta hlunk úr hægra eyranu. En þá þarf ég ekki að hafa meiri áhyggjur af því. Lausn komin í eyrnamergsmálið!

Spilaði Twilight Imperium á sunnudaginn með Stefáni og fleirum. Spil sem var blanda af Game of thrones, diplomacy og axis and allies með catan borði. Það virkaði vel á mig en það voru tengingar í því spili og ég er alltaf skeptískur á teninga.

Serenity er á morgun...

Fór á Forðist okkur á laugardaginn (EKKI LESA NÆSTU SETNINGAR EF ÞÚ ERT VIÐKVÆM SÁL). Frábært leikrit. Það voru brotin öll mörk, talað um misnotkun á börnum, sjálfsmorð, heimilisofbeldi, morð, satanisma, einelti gagnvart fötluðum, ofl. ofl. Toppurinn (eða botninn) á leikritinu þegar sögð var setningin "pabbi, geturu bara ekki misnotað mig þegar friends er búin?" Ég hló mig vitlausan, en skammaðist mín oft.