Vinna
Jæja. Búin að landa kvöld og helgarvinnu. Það er að segja ef ég klúðra hlutunum ekki, er að fara í þjálfun og maður verður að standa sig þar.
Líst nokkuð vel á þessa vinnu. En þetta er alveg ótrúlegt.. mér finnst ég aldrei þurfa að hafa neitt fyrir því að fá vinnu.. ég hlýt að vera svona alger hóra.. tek bara öllu sem býðst.
Fór í atvinnuviðtal um daginn fyrir vinnu sem ég fékk ekki.. var líka ekkert rosa spenntur fyrir þeirri vinnu. Var búin að setja saman starfsferilinn minn og hann er nokkuð fjölbreyttur. En þegar ég fór yfir hann þá var nokkuð augljóst að ég er ekki að eltast við vinnuna. Kemur oftast í hendurnar á mér eða í gegnum sambönd.
Sorpa - pabbi reddaði henni.
Vallargerði - Biggi var að vinna þar og reddað mér henni.
Mannúð og menning - var í gegnum Rauða Krossinn þar sem ég þekkti alla.
Vörubíll - Hann Örn Ingvar reddaði mér henni.
Húsaskóli - það var hún mamma.
Talnatök - mamma vinar míns.
Síminn - Vargurinn reddaði því.
Félagsþjónstunan - það var GEB sem plöggaði því.
EC - það var Leifur.
Þjóðarbókhlaðan - það var pabbi.
Fékk Lánstraust í gegnum atvinnumiðlun. Finnst eins og það hafi bara dottið í hendurnar á mér.
BUGL var vinna þar sem ég sá atvinnuauglýsingu og sótti um. Fékk líka afskaplega skemmtilegt atvinnuviðtal þar "ertu oft að rífast?" "verðurðu oft þungur í skapi" o.s.frv.
Eina vinnan sem ég fór á staðinn til þess að sækja um og fékk hana var Klettaborg. Fór og talaði bara við leikskólastjórann og landaði þeirri vinnu. Þykir líka gríðarlega vænt um þann stað.
Ég var auðvitað valin í vinnu vegna þess að fólk leist ágætlega á mig og ég held að ég hafi staðið mig afskaplega vel í flestum af þeim vinnum sem ég hef tekið að mér. Held að frændur og vinir hafi aldrei valið mig sem starfskraft ef ég hefði verið einhvað fífl.
En jæja.. komin í kvöld og helgar vinnu.. hætti samt ekkert strax í hlöðunni.