12 júní, 2006

Noregur og fleira

Noregur og fleiri punktar

Ég skrapp til Noregs um helgina. Fór með kærustunni og hitti bróður hennar. Langar að skrifa nánari lýsingu á staðhættum og atburðum.. en langar að láta nokkrar myndir fljóta með.. og þar sem ég er ekki með internettenginu þá get ég það ekki sem stendur.

Talandi um það.. ódýrast er að kaupa sér internet tenginu í gegnum BT-net. Er lesandi hér sem sér einhvern meinhug á því?

Fékk nokkuð góða hugmynd að ævintýri. Sem hefur nú barasta ekki gerst í svona.. 6 mánuði... ef ekki lengra síðan. Gæti meira að segja notað hana þegar Óli mætir á svæðið. Hann er búin að lýsa því yfir að hann vilji spila. Og hugmyndin er ekki vibbi! Sem er nú bara nokkuð góð breyting.. hugsa ég.

Kíkti á byrjunina á Audition og Ichi the killer... eftir Takashi Mike. Audition lýtur nokkuð vel út. En Ichi leit út fyrir að vera mynd þar sem manni muni líða illa við að horfa á... og örugglega hin líka... hvað lætur manni horfa á svona myndir?

Hver vill horfa á þær með mér?

Annars er ég búin að vera redda mér með á Roger Waters.. ekki beint redda þar sem það er ekki uppselt á þá.. en ég og pabbi vorum að hugsa um að skella okkur á tónleikana. En áður ég keypti mér miða þá hafði ég samband við þá vegna þess að pabbi er í hjólastól. Eftir að hafa talað við tvo aðila sem vissu ekki neitt þá var mér bent á að senda tölvupóst. Sem ég og gerði. Liðu tveir dagar og fékk þá svar. Svarið var á þá leið að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða væri á svæði A. Ég sendi strax svar til baka og benti á það að það væri uppselt á svæði A. Spurði hvort að það væri nóg að eiga miða á svæði B. Hef ekki enn fengið svar við þeirri fyrirspurn. Óljóst er hvernig þetta fer.

Getur einhver bent mér á góða kvöld og helgarvinnu?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli