Mér verður eytt út úr símaskránni
Eins og alþjóð veit, þá náði ég mér í kvöld og helgarvinnu. Nánar tiltekið er sú vinna á fjölmiðlavaktinni. Þar var ég ráðin í ljósvakadeildina og sé um að afrita kvöld og helgarfréttir. Er búin að mæta nokkrum sinnum og líst bara nokkuð vel á starfið. Auðvitað er ég að komast inní það og er að gera helling af vitleysum og spyr þúsund spurninga. En það er nú bara eðlilegt.
Þegar ég var ráðin var spurt hvort að ég vildi taka nokkrar aukavaktir. Auðvitað sagði ég já, langar í pening og vildi auðvitað aðstoða við afleysingar. Fékk síðan vaktaplanið mitt í gær með drögum að aukavöktum. Jæja ég held að vinir og fjölskylda geti bara eytt mér úr símaskránni í sumar. Sérstaklega í endann júlí og byrjun ágúst, þá er ég upp á vaktinni á hverjum einasta degi. En þannig er lífið, stundum.
Það er nú langt síðan að ég hef unnið svona mikið. Ætli mesta vinnutarnir voru ekki þegar ég vann í SORPU og í vallargerði. En það er svo langt síðan. En ég held að þetta verði ágætt.
Þegar ég var ráðin á vaktina þá var sagt við mig að ég þetta væri mjög einfald starf. Maður þarf að vera nákvæmur, lærdómsfús, með góða heyrn og með stafsetningu á hreinu. Miðað við gagnrýnina sem ég hef fengið á stafsetninguna hérna þá var nokkuð augljóst að fólkið þarna hefur ekki verið að lesa síðuna mína. En þetta er eins og með margt annað í lífinu, lærðu eða hættu, maður þarf bara að taka sig á og bæta sig. Sem betur fer þá er ég að rita niður sem aðrir segja þannig að málfræðin þarf ekki að vera 100% en stafsetningin þarf að batna. Sértaklega n og nn reglurnar.
Ef að í haust ég fer að leita nýrri vinnu þá er nokkuð augljóst af hverju.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli