Mr. Skallagrímsson
Fór á leikrit í gær. Hann Raggi kom með þá snilldar hugmynd að fara upp í Borgarnes og skella sér á leikritið Mr. Skallagrímsson með honum Benedikt Erlingssyni. Það var ákveðið að fara og hann Óli slóst í förina með okkur. Hiklaust mun ég mæla með þessu leikriti við hvern sem er. Skemmtilegt, fræðandi og í alla staði vel heppnað. Það er blóðugt og ofbeldisfullt með skemmtilegum lýsingum á víkingum.
Skemmti mér konunglega. Væri jafnvel til í að skella mér aftur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli