Að hlakka til
Er ekki fáránlegt að hlakka til dagsetningarinnar 3. júlí, og helgina 7-9 júlí? Og hvað þá að vera rosa spenntur fyrir 14. ágúst?
Eins og ég sagði hérna fyrir stuttu þá mun fólk eyða mér úr símaskránni. Ég prentaði út vinnuáætlunina í gær og plastaði hana (stundum er gott að vinna í bókasafni). Hún lítur vægast sagt skemmtilega út. Ég á ekkert líf í sumar. Gjörsamlega ekkert. Mesta vinnutörnin er frá 13. júlí til 13. ágúst. Á þessum mánuði er ég að vinna ALLA helvítis dagana. Nema frá 28-31. júlí en þá verð ég staddur út í útlöndum.
Þannig að ef þessir fækkandi fjölda vina langar að hitta mig þá skulu þeir skila beiðni þess efni minnst tveimur vikur fyrir áætlaðan hitting. Helst ekki taka lengri tíma heldur en tvær klukkustundir fyrir hitting.
Nei, í alvöru, ég er ekkert að grínast með þetta.
En annars get ég hitt fólk á milli fjögur og sex flesta daga. Þá er ég á milli vinna. Helgarnar eru oftast lausar fyrir klukkan sex á daginn (en ekki allar, sérstaklega ekki verslunarmannahelgin). Talandi um það, þá verður farið í göngutúr upp í Reykjadal næsta sunnudag. Hvet ég alla til þess að mæta, með í þá skemmtilegu göngu. Ef það verður slæmt veður þá er alltaf hægt að setjast niður og spila catan eða gera eitthvað skemmtilegt saman. Síðan er helgin 18-19.ágúst. Langar að fara út á land þá.
Sjit.. ég hef aldrei nokkurn tíman þurft að skipuleggja mig svona. Kennir manni að segja ekki já þegar maður er spurður um aukavinnu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli