21 júní, 2006

Eyrun

Eyrun

Fyrir nokkru þá fór ég að vera með verk í hægra eyranu. Eitthvað truflaði mig verulega. Ég fór til læknis á mánudaginn og hann sagði það að ég væri með hlustunarbólgu.

Ég spurði hann um eyrnamerginn og hann sagði klisjuna um að maður ætti ekki að hreinsa eyrun. Eyrnamergurinn myndi losa sig sjálfur. Ég sagði að ég væri að losa eyrnamerginn sjálfur og sagði söguna um að ég hefði sleppt því í smá tíma og þá hefði komið þvílíkur eyrnamergsöfnun og á endanum þá hefði ég fiskað það úr með eyrnapinna(sleppti að segja frá því að ég hafði tekið mynd af mergnum). Hann sagði að ég væri þá líklega einn af þeim sem þyrfti að koma og láta hreinsa úr sér eyrun reglulega. Sagði jafnframt að það væri hægt að hreinsa eyrun sjálfur með mikilli natni. Sagði jafnframt að ég væri ekki með vandamál við eyrnamerginn í eyrunum (sem var líka vegna þess að ég hafði hreinsað það út sjálfur). Sem þýðir að ég er rosalega duglegur við að gera þetta sjálfur. Ligga ligga lái.

Gallin er að þessi hlustunarbólga gæti verði út af því að ég sé að hreinsa eyrun mín með eyrnapinna. Jæja.

Ég fékk einhverja eyrnadropa, 3 dropar í eyrað þrisvar á dag. Hef notað þessa dropa. Ekki gengið mjög vel að hitta í bölvaða eyrað og sjá hve mikið eru þrír dropar. Þetta er líka soldið þykkur vökvi og rennur hægt (eins og þykkt rennandi hor, áferðin og hve fljótt hann lekur). Er líka soldið olíukenndur.

Auðvitað tókst mér að gleyma honum heima í dag. Sem varð til þess að ég gat rafrausast um það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli