13 júní, 2006

Busl og oryrki.net

Oryrki.net

Fyrir nokkrum árum síðan þá tók ég þátt í BUSL hópnum. Kynntist þar frábæru fólki og suma kalla ég vini mína ennþá í dag.

En þessi hópur var eiginlega félagsmiðstöð fyrir hreyfihamlaða unglinga. Vettvangur þar sem unglingar geta hitt jafningja sína og gert eitthvað skrall með þeim. Veturinn byrjaði alltaf með því að það var sest niður með þeim og þau komu með hugmyndir um hvað ætti að gera um veturinn. Síðan var unnið úr þeim hugmyndunum og gert dagskrá. Jet-ski, vélsleðaferð, ferð til Danmerkur, tívolí, elda saman, video kvöld, fjáröflun o.s.frv.

En síðan fékk maður leið á þessu starfi og fór að hugsa um eitthvað annað. Komin tími á mig til þess.

En það sem er frábært við þetta tímabil að nú eru þessu sömu unglingar, og ég var að hanga með, orðnir fullorðnir. Ekki bara það heldur eru þeir að gera hluti sem ég dáist að.

Þessu sömu strákar eru á bakvið síðuna oryrki.net, þar fara þeir á kostum við að brjóta upp þá ímynd sem við höfum af hreyfihömluðum og fötluðum. Þeir gera stólpagrín að sjálfum sér.. að aumingjastimpluninni sem er á fólki í hjólastól og öryrkjum. Mæli með síðunni þeirra og kíkið á myndböndin, mér fannst sprite myndbandið og Gyrðir Sigurðsson alger snilld.

Já þeir eru að gera fína hluti. Ég er bara nokkuð stoltur af þeim. Hugsa líka að ég eigi einhvern smáhlut í þessu, ég lýg því að sjálfum mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli