26 júní, 2006

Draumlandið

Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason

Ég fór í þjóðdeild Háskólabókasafnsins á laugardaginn og náði mér í Draumalandið. Fannst þetta áhugaverð bók og eftir vinnu þá fór í niður í Mál og menningu og keypti mér bókina. Kláraði síðan hana í gær.

Þetta er áróðursrit en mjög gott sem slíkt. Hann grefur upp rosalegan skít um málflutning virkjunarsinna og kemur með mjög áhugaverða punkta um virkjanir og stóriðju. Þetta var svolítið eins og Micheal Moore lesning, en satt að segja þá fannst mér hann Andri vera það rökfastur að ég hef ekki enn getað fundið galla á málflutningi hans.

Ég googlaði bókina og fór að lesa umræðu um þessa bók, fór meira að segja á barnaland.is og malefni.com til þess að sjá hvort einhver væri að segja eitthvað með viti. Svo var ekki. Það eina sem ég fann var pistill eftir Þorstein Hilmarsson. Fínn pistill en galin er sá að það er bara gagnrýni á hann en ekkert málinu til stuðnings, engin dæmi engar heimildir. En ég sá að þessi póstur hefur haft áhrif, rakst oft á umræður þar sem var vitnað í hann. Ég sendi tölvupóst til Þorsteins og spurði hann hvort að gæti bent mér á einhverjar frekar lesningu.

En bókin, hún er skemmtileg lesning og það málefni sem hún tekst á við er þess virði að gefa sér þann tíma til að lesa bókina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli