Hvert skal stefna í framtíðinni? Þetta er spurning sem hefur ásótt mig frá 2001, ef ekki fyrr. Hvað á ég að gera við líf mitt, hvað á ég að vinna við o.s.frv.
Nú er ég búinn með námið og næsta skref liggur fyrir. Hvað, hvað, liggur fyrir framan mig, hvaða óravegur náttmyrkursins mun taka við mér. Óvissan er fylgifiskur dagsins. Baráttan í straumi lífsins, straumur feykir mér áfram, er ég viljalaust verkfæri sem fer þar sem straumurinn ber mig? Er valið mitt, eru valkostirnir ljósir?
Ó mér auman.
29 júní, 2007
23 júní, 2007
Þjóðarbókhlaðan
Þegar ég var í námi þá fór ég aldrei á Þjóðarbókhlöðuna. Það var þungt loft, það var ærandi þögn þarna inni svo öll hljóð margfölduðust o.s.frv. Var frekar í Árnagarða eða Odda að læra, nú eða bara heima hjá mér.
En í dag þá finnst mér þessi bygging æðisleg. Ég hef kynnst húsinu mjög vel þetta ár sem ég hef unnið hérna og finnst hún skemmtileg. Jú hún er með sína stóru galla, lyfturnar, þurra loftið o.fl. En hún er eitthvað svo stabíl og falleg. Stór kubbur í með síki í kringum sig.
Í gegnum hlöðuna er ég búinn að kynnast sjálfum mér mun betur en áður. Ég hef hlúð að tveimur fuglum, öðrum til líf og hinum til dauða. Ég hef fengið sjálfstraust í það að smíða og gera við hluti t.a.m hurðir, glugga, borð.
Þjóðarbókhlaðan er yndisleg bygging.
En í dag þá finnst mér þessi bygging æðisleg. Ég hef kynnst húsinu mjög vel þetta ár sem ég hef unnið hérna og finnst hún skemmtileg. Jú hún er með sína stóru galla, lyfturnar, þurra loftið o.fl. En hún er eitthvað svo stabíl og falleg. Stór kubbur í með síki í kringum sig.
Í gegnum hlöðuna er ég búinn að kynnast sjálfum mér mun betur en áður. Ég hef hlúð að tveimur fuglum, öðrum til líf og hinum til dauða. Ég hef fengið sjálfstraust í það að smíða og gera við hluti t.a.m hurðir, glugga, borð.
Þjóðarbókhlaðan er yndisleg bygging.
22 júní, 2007
Bindi
Rosalega var Páll Magnússon með flott bindi í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.
Varð bara að láta ykkur vita.
Varð bara að láta ykkur vita.
19 júní, 2007
Útskrift
Ég fór í gær og sótti útskriftargögnin mín á skrifstofu félagsvísindadeildar. Ég fór ekki í sjálfa útskriftina, hafði ekki tíma né nennu til þess að taka á móti plagginu í laugardagshöll.
Annars er ég fámáll þessa dagana. Hver dagur er eins og sá næsti og það er ekkert að gerast. Vinna, spilerí og meiri vinna, ég er orðinn hundleiður á allri þessari vinnu. En er ekkert að losna úr þessu á næstunni, því miður.
En koma tímar, koma ráð.
Annars er ég fámáll þessa dagana. Hver dagur er eins og sá næsti og það er ekkert að gerast. Vinna, spilerí og meiri vinna, ég er orðinn hundleiður á allri þessari vinnu. En er ekkert að losna úr þessu á næstunni, því miður.
En koma tímar, koma ráð.
08 júní, 2007
Útlit
Fyrir nokkrum dögum þá leit ég í spegilinn og ég minnti sjálfan mig á sjónvarpsþætti um löggur frá 1980. Smá lubba (bítlahár) og skegg (bulldozer). Búinn að fitna um nokkur kíló og útlitið orðið hirðulaust og ég lúinn. Búinn að minnka notkun rakakremsins og rakspírans. Gerist þetta ekki eftir nokkurn tíma? Maður verður hirðulaus um útlit þegar maður er búinn að vera í sambandi í einhvern tíma. Síðan má ekki gleyma því að í nokkrar vikur þá var ég bara að hugsa um einn hlut og það var ritgerðin. Allt annað fór forgörðum.
En jæja það er ekki nógu gott. Ég hef lært það að ef maður er ánægður með útlit sitt þá er líklegra að maður sé ánægður með allt annað. Ánægður með útlit=meira sjálfsálit.
Þannig að skeggið fór í gær og vonandi kemst ég í klippingu seinna í dag (kemur í ljós hvort að það takist).
En jæja það er ekki nógu gott. Ég hef lært það að ef maður er ánægður með útlit sitt þá er líklegra að maður sé ánægður með allt annað. Ánægður með útlit=meira sjálfsálit.
Þannig að skeggið fór í gær og vonandi kemst ég í klippingu seinna í dag (kemur í ljós hvort að það takist).
07 júní, 2007
Misnotkun
Þar sem ég er að vinna í fyrirtæki sem sérhæfir sig í að taka alla fjölmiðlaumfjöllun saman þá nálgaðist ég það sem ég sagði nákvæmlega í viðtalinu á Íslandi í dag.
Rosalega er maður hégómagjarn....
Jens Ívar: Mér finnst það fegurð og hamingja. Mér finnst það alveg yndislegt að geta labbað hérna inn, sérstaklega í Ölstofuna sko, sérstaklega þar sem þeir eru búnir að vera að kvarta svo mikið, og geta labbað hérna inn og andað að sér fersku lofti, keypt sér bjór og drukkið hann án þess að þurfa að kafna og deyja.
Þarf að laga þetta sko.. engin spurning.
Rosalega er maður hégómagjarn....
Jens Ívar: Mér finnst það fegurð og hamingja. Mér finnst það alveg yndislegt að geta labbað hérna inn, sérstaklega í Ölstofuna sko, sérstaklega þar sem þeir eru búnir að vera að kvarta svo mikið, og geta labbað hérna inn og andað að sér fersku lofti, keypt sér bjór og drukkið hann án þess að þurfa að kafna og deyja.
Þarf að laga þetta sko.. engin spurning.
06 júní, 2007
15 Mínútur, 2 farnar, 13 eftir
Á föstudaginn síðasta þá skrapp ég niður í bæ til þess að upplifa bæinn reyklausan. Mig langaði að fara á tónleika á Grand Rokk en fólkið sem ég hitti var ekkert of spennt. Vorum fyrst á Boston og síðan var haldið á Ölstofuna og drukkið bjór og með því. Var með Halli, Ragga og Leif lungað úr kvöldinu en hitti Binna, Halla dökk og einhverja fleiri. Ég var auðvitað rosa spenntur yfir reyklausadæminu og vegna gríðarlegs athyglissýki þá tókst að troða mér í sjónvarpið.
Birt var samtal í Íslandi í dag á sunnudaginn síðastliðin (er á 13.25 mínútu í "úti að reykja").
En á föstudaginn þá leit ég í spegil um morguninn og upplifði sjálfan mig eins og sjónvarpsstjörnu í bandarískum lögguþætti árið 1980. Með bítla lubba og smá skegg. Er enn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í klippingu og raka burt þennan hýjung.
Birt var samtal í Íslandi í dag á sunnudaginn síðastliðin (er á 13.25 mínútu í "úti að reykja").
En á föstudaginn þá leit ég í spegil um morguninn og upplifði sjálfan mig eins og sjónvarpsstjörnu í bandarískum lögguþætti árið 1980. Með bítla lubba og smá skegg. Er enn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í klippingu og raka burt þennan hýjung.
04 júní, 2007
Steggjun
Á laugardaginn síðasta var hann Bjössi steggjaður. Hann er að fara og gifta sig næsta laugardag og settumst við félagarnir niður og skipulögðum smá geim fyrir manninn.
Ákváðum að hafa þetta steggjun þar sem væri lögð áherslu á gleði og samveru. Hann var sóttur um hádegi þar sem hann var að tefja fyrir konunni sinni vegna þess að það átti að gæsa hana. Við sóttum hann og rukum með hann strax niðrí bæ á snyrtistofu þar sem fæturnir á honum voru snyrtir. Svo var stefnan tekin á Subway þar sem hann fékk risabát, ég var ekkert voðalega sáttur við þennan lið dagsins þar sem maturinn dugði einfaldlega ekki til en það var bætt úr því með kaupum á nokkrum auka bátum.
Þá var skotist í keiluhöllina þar sem honum var troðið í búning af "eigin" ósk og voru teknir 10 leikir af þythokkí þar sem hann Bjössi fór á kostum og sigraði okkur 8-2. Síðan var honum hent á etthvað danstæki þar sem hann spriklaði eins og hann ætti lífið að leysa. Lagði sig gersamlega allan fram.
Síðan var tekin stefna á Miklatún þar sem það var farið í skotbolta og sto. Strákarnir reyndu að hunsa tilmælin mín um hvernig ætti að standa að þessum leikjum en eftir smá deilur þá hlýddu drengirnir. Mér tókst auðvitað að útata buxunum mínum í mikla grasgrænu en það var alveg þess virði.
Eftir nokkra stund var farið til Ella á Vatnsenda þar sem hljómsveitin hans var að æfa. Fékk Björninn að taka "fjöllin hafa vakað" við miklar undirtektir. Eftir nokkra stund þar var farið í heitan pott og sturtu í Orkuverinu þar sem mér tókst að meiða mig nokkuð vel... síðan var skroppið í heimahús þar sem 250 gramma hamborgarar með öllu, bjór og póker var stefna kvöldsins.
Við spiluðum texas holdup og flestir af okkur höfðum aldrei spilað þetta. Þúsund kall frá hverjum og einum var í pottinum og vorum við 13 talsins. Eftir 3 tíma spil stóð steggurinn upp með næstum allan pottinn (hann Halli þurfti að fara snemma og tók sinn 1500 kall með sér).
Þetta var góð stund með skemmtilegu fólk. Eini gallinn var að við höfðum ekki skipulagt hvernig Björninn myndi komast heim. En vona að það hafi ekki verið mikil hneisa.
Ákváðum að hafa þetta steggjun þar sem væri lögð áherslu á gleði og samveru. Hann var sóttur um hádegi þar sem hann var að tefja fyrir konunni sinni vegna þess að það átti að gæsa hana. Við sóttum hann og rukum með hann strax niðrí bæ á snyrtistofu þar sem fæturnir á honum voru snyrtir. Svo var stefnan tekin á Subway þar sem hann fékk risabát, ég var ekkert voðalega sáttur við þennan lið dagsins þar sem maturinn dugði einfaldlega ekki til en það var bætt úr því með kaupum á nokkrum auka bátum.
Þá var skotist í keiluhöllina þar sem honum var troðið í búning af "eigin" ósk og voru teknir 10 leikir af þythokkí þar sem hann Bjössi fór á kostum og sigraði okkur 8-2. Síðan var honum hent á etthvað danstæki þar sem hann spriklaði eins og hann ætti lífið að leysa. Lagði sig gersamlega allan fram.
Síðan var tekin stefna á Miklatún þar sem það var farið í skotbolta og sto. Strákarnir reyndu að hunsa tilmælin mín um hvernig ætti að standa að þessum leikjum en eftir smá deilur þá hlýddu drengirnir. Mér tókst auðvitað að útata buxunum mínum í mikla grasgrænu en það var alveg þess virði.
Eftir nokkra stund var farið til Ella á Vatnsenda þar sem hljómsveitin hans var að æfa. Fékk Björninn að taka "fjöllin hafa vakað" við miklar undirtektir. Eftir nokkra stund þar var farið í heitan pott og sturtu í Orkuverinu þar sem mér tókst að meiða mig nokkuð vel... síðan var skroppið í heimahús þar sem 250 gramma hamborgarar með öllu, bjór og póker var stefna kvöldsins.
Við spiluðum texas holdup og flestir af okkur höfðum aldrei spilað þetta. Þúsund kall frá hverjum og einum var í pottinum og vorum við 13 talsins. Eftir 3 tíma spil stóð steggurinn upp með næstum allan pottinn (hann Halli þurfti að fara snemma og tók sinn 1500 kall með sér).
Þetta var góð stund með skemmtilegu fólk. Eini gallinn var að við höfðum ekki skipulagt hvernig Björninn myndi komast heim. En vona að það hafi ekki verið mikil hneisa.
01 júní, 2007
Vinna og reykingarbann
Aksjón dagsins var að það stíflaðist niðurfall á þriðju hæð, kjarna 2. Píparinn kom og hamaðist í klukkustund en allt kom fyrir ekki. Það var helt einhverjum stíflubana í niðurfallið, algjöran fjanda.
En núna, eftir að klukkan slær níu og ég losna héðan úr Þjóbó þá ætla ég að halda niður í bæ og athuga hvernig lífið er í reykingarbanni. Ég hef lengi ætlað að skrifa um þetta reykingabann en einhvern veginn þá hefur mér ekki gefist tími (lesist sem leti og ritgerð).
Ég fagna þessu reykingarbanni. Núna get ég loksins notið þess að fara á tónleika, djamma o.s.frv. án þess að vera deyja úr reykeitrun. Ég hef ekki getað að fara að dansa almennilega á Íslandi í langan tíma (held að það hafi verið Jagúar tónleikar í Ýmir húsinu sem ég fór á fyrir löngu síðan, þar stóð Leifur sig vel). Núna er komið reykingarbann og þá getur maður farið drukkið bjór og andað!
Og þið sem kallið þetta kúgun og þvíumlíkt. Piff.. farið í rassgat.
En núna, eftir að klukkan slær níu og ég losna héðan úr Þjóbó þá ætla ég að halda niður í bæ og athuga hvernig lífið er í reykingarbanni. Ég hef lengi ætlað að skrifa um þetta reykingabann en einhvern veginn þá hefur mér ekki gefist tími (lesist sem leti og ritgerð).
Ég fagna þessu reykingarbanni. Núna get ég loksins notið þess að fara á tónleika, djamma o.s.frv. án þess að vera deyja úr reykeitrun. Ég hef ekki getað að fara að dansa almennilega á Íslandi í langan tíma (held að það hafi verið Jagúar tónleikar í Ýmir húsinu sem ég fór á fyrir löngu síðan, þar stóð Leifur sig vel). Núna er komið reykingarbann og þá getur maður farið drukkið bjór og andað!
Og þið sem kallið þetta kúgun og þvíumlíkt. Piff.. farið í rassgat.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)