31 ágúst, 2005

Stundum á maður ekki að tala

Sumt skrifar maður ekki um á blogginu sínu.

Því miður... ætti ég kannski að gera eins og þessi sem hefur svona leynifærslu þar sem maður þarf að logga sig inn til að fá að lesa?

Væri kannski sniðug hugmynd.

Stjórnaði Þjóðarbókhlöðuslátruninni í annað skiptið í gær. Í þetta skiptið voru bara fjórir spilarar og þeim gekk ágætlega í ævintýrinu. Það voru allir á þriðja karakter þegar ævintýrið kláraðist. Fyrstur til að deyja var Bisness maðurinn, síðan komu Nördin, pizzadúddinn, Flotti fréttamaðurinn, bókasafnsfræðingurinn, glæpamaðurinn og gangsterinn drápust á sama tíma, löggan var sá síðasti til að deyja. Útivistartýpan, einstæða móðirin, verkamaðurinn og samsærishnetan komust lifandi frá þjóðarbókhlöðunni.

Djöfulli góður veruleikaflótti.

29 ágúst, 2005

Fréttir

Fréttir

Ég er eitthvað svo daufur þessa dagana að mér dettur ekkert í hug að skrifa um. Svo að ég ætla skella bara nokkrum fréttum inn.

Uzbekistan - er að bíða eftir Visa. Annars er þetta byrjað að líta betur út.. en það vantar margt upp á svo að þetta gangi upp. Síðan er Uzbekistan ekki beint að vera snögg að svara fyrirspurnum. En er orðin ágætlega spenntur fyrir þessu.

Helgin - kíkti í bæinn og leit á gaukinn þar sem kveðjupartí fyrir hann Ingó var í fullum gangi. Drakk þar nokkra bjóra með Ibbets, Kidda og Lofti. Skemmti mér konunglega og varð sauðdrukkinn. Endaði dauður upp í sófa hjá barnsmóðir Ibbets. Skreið í burtu þaðan á laugardaginn. Laugardagurinn var ein þynnka og það endaði með því að ég tapaði fyrir sameinuðu átaki Herbergisfélaga og Hlölla í Game of Thrones. Sunnudagurinn fór í annan dag þynnku og glápi á 24. Spilaði síðan Iron Kingdom um kvöldið.. eða við bjuggum til karaktera.

Framtíðin - ég er búin að ákveða að segja upp í vinnunni og fara gera eitthvað annað. Nákvæmlega hvað er ekki alveg komið á hreint.. en það er komin góð mynd á það.. mun segja meira frá því þegar það er komið alveg á hreint.

26 ágúst, 2005

Skilnaður

Vinnusaga

Var að fá símhringingu.. eldri kona.. fékk bréf frá mér.. leiðindamál... ábyrgðarmaður fyrir manninn sinn... sem sveik hana.. var í sambúð með annarri konu... síðan hrynur allt niður hjá henni... gift í 40 ár... tekjulaus.. búin að byggja líf sitt á manni sem síðan fer...

ég þurfti ekki á þessu að halda.. nú langar mig meira að gráta.

25 ágúst, 2005

Uzbekistan

Fréttir

Ég er vonandi að fara til Tashkent sem er höfuðborg Uzbekistans. Þar mun ég ferðast til fjalla og dvelja í viku...

nenni ekki að skrifa meira um það...

Hlaupahjólið virkar vel... fatta ekki af hverju ég er ekki löngu búin að fá mér það. En búin að komast að því að það eru engar götur sem eru sléttar.. þær eru annað hvort upp í móti eða niðrí móti.

Get kvartað helling útaf strætókerfinu.. en nenni því ekki.. of neikvætt....

langar bara ekki að segja meira sem stendur...

21 ágúst, 2005

Kristinn

Gamall félagi

Á föstudaginn fékk ég heimaboð til hans Ibbets. Ég sagði við hann í gegnum msn að mér leiddist og hann bauð mér heim til sín. Sem er sérstakt vegna þess að ég hef aldrei komið heim til hans og hvað þá hangið mikið með honum síðustu árin. Strákur sem ég hef þekkt síðan úr leikskóla... en ég ætlaði ekkert að tala um hann Ibbets.

Nei.. ég ætlaði að tala um hann Kristinn. Málið var að hann Kiddi kíkti á svæðið eftir smá tíma. Hann Kristinn var félagi minn úr Foldaskóla. Hann og Binni var örugglega ástæðan fyrir því að ég komst í gegnum þetta tímabil tiltölulega óskaddaður.

En ég "sá" hann Kidda aftur þarna á föstudaginn. Málið er að Kiddi var strákur sem ég leit upp til. Mér fannst hann alltaf vera flottur gaur, þrælgáfaður og sniðugur. Fannst hann alltaf vera gáfaðari en ég í barnaskóla. Ég var mikill bókaormur og hafði ekkert fyrir náminu mínu.. en einkunnirnar mínar voru alltaf lægri en hans. Hann var líka alltaf með einhverjar pælingar sambandi við vísindi og svoleiðis. Lesa greinar um stjörnufræði og eitthvað svoleiðis. Öfundaði hann oft vegna þess. (já öfundaði.. það er víst stór hluti af mínum leynda persónuleika)

Við fórum í mismunandi framhaldsskóla og misstum samband. Árin liðu og ég heyrði að hann hefði eiginlega misst samband við Binna (sem fór í sama skóla og hann) og væri hangandi með strákum sem ég hafði aldrei mikið álit á. Drekkandi mikið og í einhverju tjóni.. síðan frétti maður af því að hann flosnaði úr skóla og fór að vinna á hinum ýmsu stöðum. Flutti síðan út til Danmerkur og dvaldi þar eitthvað.

En já.. málið er að hann Kiddi féll af sínum fílabeinsturni. Hitti hann nokkrum sinnum og fannst hann vera bitur og pirrandi. Ætli málið hafi ekki verið að ég trúði að hann mundi ná langt.. og síðan var sú trú fyrir áfalli.

En síðan kynntist ég honum í gegnum netið fyrir nokkru og hef haft mjög gaman að fylgjast með honum og hans fjölskyldu. Hef stundum fengið þá tilfinningu að gamli Kiddi leynist þarna einhverstaðar á bakvið.

Síðan á föstudaginn þá hittumst við þrír og spjölluðum. Var mjög skemmtilegt. Þrátt fyrir að hann Kristinn dró upp myndavélina í gríð og erg og tróð henni upp í andlitið. Þar sá ég að gáfur hans hafa ekki farið neitt, húmorinn var ennþá til staðar. Hann hefur bara þroskast.. fundið sér ný áhugamál og tekur þau með trompi. Er strákur sem hefur náð nokkuð langt.

Fannst gaman að því. Ibbets.... hann hefur lítið breyst.

17 ágúst, 2005

Viskí röddinn

Veikindi og fleira

Ég hljóma eins og drengur sem er að ganga í gegnum mútur og er með vískirödd. Rosa fallegt. Er með einhvern skít í hálsinum. Sem er svo sem ekki slæmt en ég fæ alltaf í hnút í magann þegar ég hugsa um skít í hálsinn.

Fyrir nokkrum árum síðan þá fékk ég skít í hálsinn sem síðan varð að lungnabólgu í báðum lungum. Var rúmliggjandi í mánuð, drekkandi trópí. Gat eiginlega ekki drukkið neitt annað. Var síðan með ekkert þol í tæpt ár. Svo í dag þegar ég fæ skít í hálsinn þá er keypt hálstöflur og drukkið mikið af sítrónute með hunangi.

Það síðast sem mig langar að gera er að fá þetta rugl aftur. Hef aldrei liðið eins illa eins og þá, að mig minnir.

Þannig að ég var heima hjá mér í gær. Lá upp í rúmi til hádegis og horfði síðan á twelve monkeys, Bad taste, Meet the feebles og á Band of brothers. Góð nýting á tíma.

12 ágúst, 2005

Myndasíðan

Þræll hins illa.

Já þetta var svo gott tilboð...
var svo auðvelt...

þurfti bara að smella nokkrum sinnum...
þetta var allt tilbúið á nokkrum mínútum...
fyrirgefðu mér...

ég gat ekkert að þessu gert..
Það var engin að hjálpa mér...

Ég fékk mér myndasíðu frá Microsoft...

ég veit.. ég er aumur...

11 ágúst, 2005

U2 Tónleikar

Hérna til hliðar sést mynd af þessum frábæru tónleikum. Tónleikarniar voru nú ekki komnir í gang en þarna sést sviðið og smá hluti af mannfólkinu sem var stadd þarna.

10 ágúst, 2005

Hlaupahjól

Hlaupahjól


Það hefur verið mikið skrifað og kvartað undan strætókerfinu nýja og ég ætla nú ekki að bætast í þann hóp. Það er gallar á þessu og þeir eru aðallega vegna reynslu- og merkingarleysis.

En vegna strætókerfisins nýja þá keypti ég mér hlaupahjól. Við vorum þrjú í deildinni minni sem tókum strætó á morgnanna. Nú eru hinir starfsmennirnir búnir að kaupa sér bíl. Minns fannst það of dýrt og þess vegna var þetta ofaná.

Er búin að vera á því í tvo daga og þetta er mun erfiðara en ég bjóst við, en er samt algjör snilld. Núna mæti ég á réttum tíma í vinnuna, allt þessu tryllitæki að þakka. Ég veit nú ekki hvernig þetta fer þegar vetur gengur í garð.. en það er seinni tíma vandamál. Býst við því að geta notað þetta í rigningu, veit ekki með snjó og krapi.

En ef þið sjáið einhvern fullorðin gaur klukkan níu vera á hlaupahjóli með hommapoka nálægt miklatúni þá er það mjög líklega ég.

09 ágúst, 2005

Vesen

Daglegar fréttir

Einn herbergisfélagi minn er að fara til útlanda og hefur verið einokað þvottavélina síðustu fjóra daga. Sem er alveg ferlegt þar sem ég er á síðasta sokkaparinu mín og á engar buxur til skiptana. En hann er að fara í dag svo þá ætti þvottavélin að losna. Ég vona bara að hann vaski upp áður en hann fer.

Annars er ég búin að sofa voða lítið síðustu daga. Var lengi að sofna í nótt og nóttina þar áður var mér svo heitt að ég átti erfitt með að festa svefn. Er eitthvað stressaður þessa dagana.

Hundleiðist í vinnunni. Hef ekkert að gera og hangi á netinu stóran hluta af vinnutímanum. Stundum eru dagarnar bara svona.. en þetta er komið aðeins út í öfgar.

Er búin að vera spila Diplomacy á netinu. Tók við Rússlandi og ég hef aldrei lent í eins rosalegum skell. Fjórir tóku sig saman um að rústa mér. Þeir eru á góðri leið með það líka. En sá nokkra leiki sem ég hafði ekki séð áður. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.

Er enn hundfúll útaf þessu gay pride dóti það féllu nokkrir vinnufélagar mínir niður í virðingastiganum. Hvernig getur maður borið virðingu fyrir einhverjum sem er með svona skoðanir?

Búin að fá myndir af U2 tónleikunum og ætla skella þeim upp. Veit einhver um góða myndasíður?

Mun stjórna Iron Kingdom sessíóni á miðvikudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég stjórna út af viðskiptasjónarmiðum. Moving upp or down in the world?

08 ágúst, 2005

Frh af Gay pride

Frh. af gay pride

URRRRRRR...... var í matsalnum að hlusta. "frík shjów" "af hverju þurfa þeir að glenna sig svona mikið" "algengara að kvenmenn séu bæ heldur karlar" "G-strengir og viðbjóður" "athyglissýki" "þeir vilja falla inni hópinn og að þeir vilja að við tökum við þeim eins og þeir eru en af hverju þurfa þeir að klæða sig eins og mellur og í karlmansfötum" "Þeir skapa sér óvild með þessari göngu"

5 töluðu mjög illa um þetta nokkrir virtust vera á báðum áttum og við vorum þrjú sem malda í móinn. Þá var svarað "af hverju má manni ekki finnast þetta viðbjóður? Það er eins og það sé í tísku að vera hrifin af samkynhneigðum".

Ég er brjálaður. Þegar ég gekk út úr kaffistofunni þá titraði ég af geðshræringi. Ég vissi ekki hverju ég átti að svara. Ég sagði eitthvað um að þetta væri ganga sem væri að fagna fjölbreytileika mannkynsins og gleði yfir því að fólk horfir í augu við sjálft sig. Ég talaði um að samfélagið viðurkennir frekar konur sem bæjara heldur en karlmenn og að sjá konur kyssast er samfélagslega viðurkennt. En það var svo margt sem ég gat ekki svarað og var reiður yfir.

Ég reiður en samt ánægður að maður heyrir svona samtöl. Betra að það gerist þarna svo maður getur tekist á við það heldur en það sé gert á bakvið lokaðar dyr. Eða hvað?

Gay-pride

Gay Pride gangan

Ég var í L-12 búðinni á laugardaginn (sem var hundleiðinlegt) og eins og allir vita þá fór Gay Pride gangan af stað klukkan þrjú. Þegar gangan var byrjuð að fara fram hjá þá smitaðist ég af gleðinni sem var þarna í gangi. Lokaði búllunni og gekk með göngunni síðasta spölin. Var bakvið leðurhomma bílinn sem var næst síðasti bílinn í göngunni.

Frábær ganga. Fann fyrir alveg gríðarlegri gleði og skemmtun. Einhverri lífsgleði sem smitaðist. Veit eiginlega ekki af hverju. Af hverju eru þúsundir mans að fylgjast með þessari göngu. Gleðigangann heitir þessi atburður og ber nafn með réttu.

04 ágúst, 2005

Nokkrar mínútur í vinnunni.

Er í vinnunni og er komin með frábært verkefni.. þarf að skrá 34 blaðsíður af upplýsingum.. komin á blaðsíðu 5! Eins og þið sjáið þá er þetta ekki beint það skemmtilegasta verkefni.. þar sem ég er að blogga í stað þess að vinna.

Búin með blaðsíðu 5. Er að prófa nýja aðferð við að vinna þessi gögn.. í stað þess að skrifa allt upp þá er ég að copy pasta mikinn hluta af upplýsingunum. En ég held að það sé ekkert hraðvirkara.. kannski minkar það villur.

Jæja 6 bls. búnar. Matur er líka að fara byrja.. held að það sé pasta og súpa í matinn. Það er tónlist í gangi en hún er ekkert spes.. lagið núna er með Emilíönu Torrini en ég fór á tónleikana með henni.. heyri samt ekki hvaða lag þetta er. Síðan er sá sem er með d.j dótið með alltof mikinn áhuga á 80´s tónlist. Hún er samt fín stelpa. Eftir að ég er búin að skrá hverja blaðsíðu þá fer ég auðvitað og athuga hvort upplýsingarnar séu réttar. Ég vil helst sleppa við þær afleiðingar ef skráningin sé röng.. sem gerist nokkuð oft. Maður kannar auðvitað allar athugasemdir ef þær koma upp.. eiga oftast ekki við í þessum skráningum.

7. bls búin og bossinn kemur inn og þá er komið að mér að spísa.. fer samt yfir skjalið áður en ég fer í mat. Gerði ein lítil mistök sem voru leiðrétt strax. Engar athugasemdir í þetta skiptið. Jæja off æ gó í mat.

03 ágúst, 2005

Endir á sumarfríi

Sumarfríið búið

Í þessu sumarfríi gerðust eftirfarandi hlutir

Ég brann í andliti og á öxlum.
Ég fór til Jökulfjarðar, nánar tiltekið á Höfðaströnd.
Ég dvaldi á Suðavík.
Ég las 2 bækur eftir Micheal Connely, Harry Potter bókina, 11 mín ef Paulo Cuelo, Bók um skoska lögreglumanninn (r-eitthvað), byrjaði á Micheal Chricton bók en gafst eiginlega upp, á eftir 50 bls af nýju Nick Hornby bókinni,
Ég fór Gullna hringinn með finnanum og Árna
Ég dvaldi í sumarbústað og hoppaði á trampolíni.
Ég dvaldi í Kaupmannahöfn
Ég drakk mikin bjór þar.
Ég fór á U2 tónleika í Parken. SEM VORU GEGGJAÐIR.

En núna er allt þetta bara í fortíðinni... vinnan og rútínan er komin aftur.