29 september, 2005

Fréttir

Fréttir

Búin að tala við yfirmanninn. Þarf að vinna uppsagnarfrestin. En það er allavega komið. Ég er að hætta í þessari vinnu. Mun taka smá tíma til að það verði að raunveruleika, en það mun líða fljótt.

Það er skrýtið að nota ekki eyrnapinna til að þrífa á sér eyrun. Ef einhver sér eyrnamerg gægjast út úr eyranu á mér þá bið ég þann aðila um að benda mér á það. Vil ekki vera þekktur sem aðilin sem er ógeðslegur um eyrun.

Hvort á ég að fara á tónleika eða í bíó á föstudaginn?

Annars er dagskrá helgarinnar að verða ljós. Námskeið á föstudaginn og síðan bíó um kvöldið, fundur á laugardaginn, hjálpa Gissuri að mála á eftirmiðdaginn, laugardagskvöldið er óljóst enn sem stendur, sunnudagur fer í það að spila.

En annars er bara allt í fínu.. ekki búin að sofa vel síðustu daga en vonandi fer það batnandi.

28 september, 2005

Bugl

Bugl

Ég vann, eins og flestir vita, á unglingageðdeild landspítalans. Það var ég í rúmt ár, frá júní 2000 til september 2001 (gæti munað einu ári til eða frá). Þetta tímabil markaði tímamót í minni lífssögu.

Þetta var rosaleg reynsla. Á þessum stað var frábær starfsandi, góður yfirmaður, frábærir krakkar. Ég fékk að sjá með mínum eigin augum hvað það í raun þýðir að greinast með geðsjúkdóm.

En aðalreynslan var ég sjálfur. Fékk að kynnast mínum mörkum og hvað það í raun þýddi fyrir mig þegar ég fór yfir þau mörk. Ég fékk að kynnast í hverju ég var góður í sambandi við mannleg samskipti. Var mikið hrósað fyrir starf mitt og ég fyllist oft stolti yfir því.

En þetta var erfitt starf sem í raun var ómögulegt að skilja eftir í vinnunni. Maður var alltaf með þetta í bakgrunninum. Maður fann til með þeim sem voru mjög veikir. Ég fann fyrir að það var ákveðið úræðaleysi með ákveðin flokk af geðsjúkdómum. Fékk að kynnast sjálfsmorðtilraunum, hegðunarbrenglunum, unglingum sem voru svo miklir snillingar að þeir réðu engan vegin við það, maníuköstum, ofbeldi, átröskunum o.fl.

Ég brann upp í þessari vinnu. Síðustu mánuðina þá vaknaði ég upp með kvíðahnút í maganum því ég átti að mæta í vinnuna. Mig dreymdi illa og var með mál ákveðin sjúklings í huganum sem ég kynntist mjög vel og þótti mjög vænt um.

Ég var ánægður en samt ekki, þegar ég hætti.. eftir á að hyggja held ég að það hafi verið mistök að hætta. Ég hefði átt að leysa úr mínum málum áður en ég hætti... stokka upp ákveðna hluti.. leita mér aðstoðar með mín tilfinningamál.

Allir starfsmenn áttu að fá handleiðslu einu sinni í mánuði. Því miður þá komst ég sjaldan á þá fundi vegna þess að þeir stönguðust við mitt nám. Ég vann þarna um helgar og á kvöldin og handleiðslan var á daginn. Þegar ég mér leið sem verst þá hugsaði ég ekkert um að tala við neinn.. ég hélt að ég myndi bara þola þetta og þetta myndi batna þegar ég hætti.

En það gerði það ekki.. varð óþolinmóður við börn, nennti ekki að hlusta á unglinga tala saman í strætó o.s.frv. Næsta ár eftir að ég hætti þar var ekki gott.. ég eyddi mestum af mínum tíma í afþreyingu og rugl.. skólin og þáverandi sambúð fór halloka.

En þetta var samt þess virði. Það líður varla sá dagur sem ég hugsa ekki um drenginn minn og samstarfsmenn.

En það er frekar ólíklegt að ég muni leitast eftir því að fá starf þar í framtíðinni.

26 september, 2005

Helgin

Helgin

Hún var góð.

Á föstudaginn fór á námskeið í balkandönsum, erfitt en skemmtilegt. Kíkti síðan á tónleika Baggalúts á grandrokk. Skemmti mér konunglega.
Tók þátt í íslandsmeistaramóti í Catan. Gekk ekkert sérstaklega vel en skemmti mér konunglega. Fór um kvöldið að spila Iron Kingdom. Skemmti mér konunlega þar líka.
Fór síðan í bíó á sunnudaginn á the 40 year old virgin, auðvitað með skemmtilegum félagsskap og skemmti mér konunglega. Kíkti síðan í heimsókn til Ella og horfði á Kung-fu Hustle, þrælskemmtileg mynd og skemmti mér konunglega yfir henni.

þannig að í heildina þá var þetta konungleg helgi. En nú er ég búin með mánaðarskammt af því að skemmta sér konunglega.

er líka voða þungur í dag. Fílan lekur af mér.. mæli ekki með því að fólk reyni að hafa samband við mig í dag.

23 september, 2005

Spunaspil

Það sem mig langar að stjórna þessa dagana

Hef nú ekki talað um Spunaspil hérna á þessari síðu í langan tíma.. besta að bæta úr því.

Ég er komin á undarlegan stað í minni spunaspils sköpun. Flestar hugmyndirnar mínar og það sem mig langar mest að stjórna er eitthvað ævintýri sem gerist þegar samfélagið hrinur.

Ég veit eiginlega ekki af hverju mig langar að kanna þessa hugmyndafræði nánar.

En hugmyndirnar eru til dæmis þessar

* hópur af vinum er staddur í ferðalagi í BNA þegar allt rafmagn fer. Það er að segja símar virka ekki, ljós og fleira. En það sem gengur vegna rafhlaðna virkar. Hvað gera persónurnar.. ókunnugar í landi þar sem allt fer að leysast upp í ringulreið.
*Fólk í mannúðarstörfum statt í mið-afríku þegar borgarastyrjöld skellur á með engri fyrirhöfn. Næst ekkert samband við umheiminn og allt er í tómu tjóni.
*Fólk að skemmta sér í miðborg stórborgar þegar Zombie plága byrjar.

En þetta er það sem ég hugsa um af og til.. skemmtiferðaskip þar sem rafmagnið fer og Zombie plága byrjar..

Svona eru flestar af mínum hugmyndum þessa dagana.

22 september, 2005

Klukk

Klukk


Var víst klukkaður af tveimur aðilum.. voðaleg tíska er þetta. Jæja best að gera sína pligt. Upplýsingar um sjálfan sig.

1. Ég auglýsi hér með hann Péturs Ásgeirssonar. Það má sjá nokkrar þeirra í kaffihúsinu 10 dropum á laugaveginum, þessa dagana. Fínn drengur sem hefur ágæta auga fyrir ljósmyndum.
2. Ég var búin að vera með leið á hárinu í mörg ár, áður en það fauk. Leit á þetta sem hækjuna mína og það var erfitt að sleppa henni.
3.Ég fíla það að vera íslendingur. Er stoltur af sögu landsins og finnst fegurðin sem er hér á landi ótrúleg.
4. Ég þjáist af miklum hégóma
5. Ég var með risastóra vörtu undir hælnum í mörg ár þegar ég var lítill. Held að hún hafi horfið þegar ég var svona 16 ára.

21 september, 2005

hugsanir eftir ferð

Hugsanir eftir ferð


28 ára gamall maður óskar eftir framtíðarsýn. Er í góðri stöðu í fyrirtæki, er búin með nám en samt ekki búin, er með góðar tekjur og engar skuldir, er með útrásarþörf en þorir samt ekki út, á stórt bókasafn, er í tómu tjóni vegna stelpumála...

Svona var þetta fyrir nokkrum vikum. Kvíðin, hræðslan og pirringurinn í kringum líf mitt tók á sig stökk og náði nýjum hæðum. Síðan fór Sivar í ferð til Uzbekistan sem mistókst og tíman var eytt í sjálfsíhugun, lestur, rölt og spjall. 8 dagar af rólegum stundum í burtu frá öllu (en samt ekki).

Á leiðinni heim þá leið mér vel. Var komin með framtíðarsýn. Hún er ekki í smáatriðum eða mjög stór en hún er eftirfarandi.

1. Segja upp vinnunum.
2. Flytja til útlanda.
3. Fara til Mið-asíu í september á næsta ári (þeir sem vilja koma með, vinsamlegast hafa samband).

20 september, 2005

Eftir útlönd

Komin heim


Kom heim í gær.. eftir að hafa misst af flugi..

Var fín ferð.. kom til baka mjög ánægður og glaður.

En já... henti einhverju inná morgun, nenni því ekki núna..

Mig langar í íslenskt gos.

11 september, 2005

Uzbekistan nr. 2

Uzbekistan

Jæja her er staddur i Danaveldi. Eins og gloggir menn taka eftir tha ætti eg ad vera i Uzbekistan thegar thessi ord eru skrifud.

Eg var stodvadur i Kastrup vegna thess ad eg var ekki med visa. Eftir ad hafa hringt til Uzbekistan, Russlands (til ad tala vid flugfelagid), Island og Kazakstan og hækkad simareikning um ad minnsta kosti 5000 kr, tha var nidurstadan su ad eg atti ad mæta nidur a flugvoll og tala vid flugfelagid. Eg gerdi thad.

Nidurstadan var su ad eg matti fara en fyrsta flugid var a thridjudaginn.

Thannig ad eg mun ekki fara til Uzbekistan. Eg sit nu a internetcafe og er ad spa hvad eg ad gera af mer. Held ad eg verdi afram herna uti og reyni ad finna mer eitthvad ad gera. En thad kemur bara i ljos.

bid ad heilsa.

08 september, 2005

Uzbekistan

Uzbekistan

Þetta er nú bara sögu í einhverjan farsa. Núna er klukkan tvö þegar ég rita þennan pistil. Samkvæmt áætlun þá á ég að fara til Köben á morgun og svo til Uzbe á laugardaginn.

En ég er ekki enn búin að fá svar hvort ég fari eður ei. Það er búið að vera endalaust vesen með Vegabréfsáritun en það er loks komið á hreint. Nú er það ekki sem stoppar.. nú er það bólusetningin.

Fyrir einhverju síðan (innan við viku) hringdi konan í mig og spurði hvort að ég væri bólusettur.. ég svaraði að ég væri ekki viss og ég hefði verið að flakka nálægt þessum svæðum. Hún pantaði tíma fyrir mig hjá lækni.. sem var í dag. Ég fór til hans og ræddi við hann. Hann gat ekki séð hvort að ég hafi verið bólusettur, fór svo á síðuna cdc og kíkti á uzbekistan. Þar sá hann að það væri ekki nauðsynlegt að bólusetja mig en sá að það væri mælt með því að bólusetja sig gangvart þessu helsta (lifrabólgu a - b, mænusótt, barnaveiki o.s.frv.) en gallin væri að maður þarf að bólusetja sig minnst tveimur vikur fyrir, helst 4-6 vikur fyrir brottför.

Þannig að læknirinn ráðlagði mér að fara ekki. Ég gaf skít í hans ákvörðun og talaði við konuna og sagði að ég hefði verið á þessum slóðum og þar sem Eistland er sett í sama flokk og Uz og ég hefði ekki verið krafður bólusetningar þegar ég fór þangað þá fannst mér óþarfi að stoppa mig vegna þess. Hún sagði að hún gæti ekki tekið þá ákvörðun og hafði samband við Framkvæmdarstjórann. Hún sagði Nei.

Ég hafði samband við hana og útskýrði mitt mál og sagði að þar sem það væri ekki nauðsynlegt að fara í bólusetningu en væri mælti með henni og þar sem ég hafði farið áður á vegum RKÍ til Eistlands þá fannst mér þetta vera eitthvað furðulegt. Hún ætlaði að tala við einhvern mann um þetta. Einhvern fyrverandi formann RKÍ. Það var klukkan ellefu....

Gæti skallað einhvern.....


Klukkan er 14:47 og niðurstaða er komin

Ég er á leiðinni út!!!!!

07 september, 2005

Tónlist

Tónlist
Ímyndað samtal

Hvernig tónlist hlustar þú á?
Ég er hóra sem hlustar á tónlist sem gefur mér gæsahúð.
.....
Já sko. Mér er skítsama um hvort að það sé popp, klassík, rapp, teknó og hvað allt þetta drasl heitir.. ef ég fæ gæsahúð þá er tónlistin seld.
En....
Þess vegna eru diskar eins og Nelly Furtado (eða hvernig sem maður stafar þetta) og system of a down til í mínu safni.
En...
David Bowie (þá nýju diskarnir, fíla ekki gamla draslið), allt með U2, nighwish, Bubbi, Mike Oldfield (hann á líka heiðurinn á þessari gæsahúðunarstimpli), Sigurrós, Damien Rice, Nick Cave....
Svo að þú ert bara svona vinsældarpoppgaur?
Jamm.. ég hugsa það. Ég reyni að kíkja í kringum mig en oftast þá veit ég ekki af hverju ég á að leita og nenni ekki að standa í því að finna það.

Jamm þar fáið þið það.

06 september, 2005

Athugasemdir

Athugasemdir

Ég fékk meiri viðbrögð við póstinum mínum um nærbuxur (hér að neðan) en ég bjóst við. Ég átta mig samt ekki af hverju. Ég var að tala um mál sem kemur eflaust upp hjá mörgum. Lélegar nærbuxur. En þar sem ég skrifaði frekar opinskátt um þetta málefni, var ekki að fara fögrum orðum yfir málefnið, tala beint út.

Það er soldið sérstakt að maður getur ekki talað beint út um efni sem allir þekkja án þess að fólk fái smá sjokk. Hægðir eru til dæmis gott dæmi. Allir þekkja hægðir, góðar og slæmar. En samt má bara ræða um þetta undir rós. En þetta er samt efni sem allir þekkja. Allir hafa kynnst.

Þetta er frekar sérstakt...

og nei.. ég ætla ekki láta þessa síðu snúast um hægðir og þvagleka. Var bara að velta þessu fyrir mér og ákvað að láta ykkur fá smá innsýn inní þær hugsanir.

Uzbekistan er enn í tómu tjóni...

02 september, 2005

Mannveran er dýr

Við erum dýr

Þegar siðmenning fellur þá brýst dýrið út í okkur. Við drepum, stelum, nauðgum ef við höldum að við komumst upp með það.

Við erum ekki siðmenntuð fyrir 5 aura. Við erum dýr sem erum alltaf að leita að bráð. Sem betur fer lifum við í samfélagi þar sem við höldum svoleiðis hegðun er ekki leyfð.. en um leið og það hverfur.. þá brýst dýrið út. Sjálfselskan og eiginhagsmunir ráða þá deginum.

Sjáið bara New Orleans, hegðun fólks í bruna, horfið á sjálfa ykkur. Sættið ykkur við þetta. Og þakkið fyrir að þið lifið í blekkingu samfélagsins.

muahahahaahahaahahahaha..

01 september, 2005

Nærbuxur

Nærbuxur

Sumar nærbuxur eru bara ekki að gera sig. Ég er í einum slíkum sem ég eignaðist fyrir nokkru. Það er eitthvað að þeim. Ég get eiginlega ekki nákvæmlega sagt hvað það er. Hef á tilfinninguna að það sé sniðið á buxunum. Þær eru víðar.. en ekki um mittið.. það er í lagi.. það eru skálmarnar.. sem þýðir að buxurnar renna frekar hátt upp og limurinn kíkir niður.. sem er svo sem í lagi þar sem ég er í venjulegum buxum yfir og það tekur engin eftir því.

En það er hvimleitt þegar maður fær þvagleka.. ekki mikinn.. ekki nógu gamall fyrir það. En smá.. ég er líka í svona útivistarbuxum, þunnum og léttum og bleytan sést strax í gegn.

Nærbuxurnar eiga að taka við þessu. Til þess eru þær. En neeeeiii.. ekki þessar.. þær eru bara skrýtnar og þvælast um allt. Sitja aldrei á réttum stað.

Það hefur samt verið sagt að ég sé sexý í þeim.. þess vegna hafa þær ekki endað í ruslinu. En ég hugsa að ég reyni að gleyma hégómanum og setji þær neðarlega í skúffuna. Svo þetta vandamál komi ekki oftar upp.