26 febrúar, 2004

Sumarið

Jæja lesendur góðir. Eftir ykkar góður ráð hérna um daginn um hvað ég hætti að gera þá ákvað að ég að spyrja ykkur hvað ég ætti að gera í sumar.

Ég vaknaði upp í gær og það var bjart. Klukkan átta í gær morgun. Myrkrið og drunginn hættur og komin björt sól í staðinn.

Þannig að ég var fúll vegna þess að vorið er að koma (versti tími ársins) en síðan glaður vegna þess að sumrið er á næsta leyti.

hvað á ég að gera í sumar? Það er margir kostir sem ég get komið að og eins og ég sagði þá langar mig að spyrja ykkur hvað ykkur líst best á.

1. Halda áfram að vinna í Lánstrausti, taka mánaðarfrí og ferðast um Ísland.
2. Hætta eða fara í frí i allt sumar og vinna við mannúð og menningu. Síðan finna sér einhverja íhlaupavinnu og mæta síðan í lánstraust um haustið eða ekki.
3. Fara til útlanda á vegum (man ekki... sjit mar.... ætlaði að fara til Finnlands í fyrra. Mánaðar sjálfboðavinna fer með 2 krakka til útlanda á sumarbúðir).
4. Fara til Austuríkis vegna þessa. Gæti verið mjög áhugavert.

Hvernig líst ykkur á?

23 febrúar, 2004

Að halda hvíldardaginn heilagann

Ég gerði ekkert í gær! Ég vaknaði eldsnemma (um hálf tíu leytið). Lá upp í rúmi og hugsaði um Catan þar sem ég hafði eytt laugardagskvöldinu í að spila það spil. Það mættu sjö manns í heimsókn og við spiluðum catan frá sex til tvö um nóttina. Hörkufjör og það var alveg augljóst hver væri langbestur í þessu spili... nú auðvitað herra undirritaður! Með fjóra sigra.

En já.. ég var að tala um sunnudaginn. Ég skreiddist á lappir og tók til eftir mannfögnuðinn kvöldið áður, vaskaði upp og svoleiðis. Þreif síðan klósettið og strauk yfir gólfið með mopp. Hendi síðan í þvottavél og skipti um á rúminu.

Þetta tók nú ekki langan tíma og síðan hendi ég sjálfum mér í bað. Kveikti á kertum og lét þau loga á man ég dvaldi í heitu baði. Auðvitað með ferðatölvuna með mér svo ég væri ekki alveg aðskyldur frá umheiminum. Rakaði mig og fór í hrein nærföt. Síðan henti ég mér undir teppi og sat þar allan daginn. Borðaði eitt skyr og átt snakk. Horfði á Invader Zim og 24, seríu eitt. Spjallaði á netinu og tók því bara rólega.

Klæddi mig ekki allan daginn og eldaði ekkert. Svona á að halda hvíldardaginn heilagann!

20 febrúar, 2004

Bíó

Ég fór á Big Fish í gær og skemmti mér konunglega yfir henni. Fín mynd, Tim Burton er fyrirgefið fyrir hryllinginn sem heitir Planet of the Apes.

En í gær þá flakkaði ég um veraldarvefinn og sá nokkrar myndir sem mig langar að sjá.

The passion of the Christ... Sá trailerinn og fékk þessa þvílíku gæsahúð. Möst að fara á sunnudegi.. snemma.

The Incredibles... allt með Pixar... þarf eitthvað að segja meira?

The day after tomorow. Trailerinn var flottur! Alltaf verið hrifin af Dennis Quaid.

The missing Virkar mjög vel á mig.

The Punisher. Var ekkert sérstaklega hrifin af henni þegar ég sá trailerinn... en eftir að hafa lesið þetta þa fékk ég efasemdir um fyrri dóm minn.

The Village. Er mað fordóma gagnvart þessari mynd. Held að hún sé góð.

Spiderman 2. Fílaðii fyrri myndina og er comic fan...

The Alamo Veit nú ekki alveg með þessa... en öruglega þess virði tékka á.

The dawn of the dead Er alger sökker fyrir svona trailerum. en býst samt við að hún verði hörmung. Skella sér á hana!

The Jersay girl A kevin Smith flick. hann hefur aldrei gert slæma mynd!

18 febrúar, 2004

Drama

Er maður nokkuð vondur ef maður hefur ekki samúð með fólki sem er í þvílíku drama og finnst það jafnvel fyndið?

Það sem er í gangi á sér langa forsögu, tengist atburðum varðandi samskipti (eða samskiptaleysi) milli fólks sem starfar saman að líknarmálum. Nú er svo komið að það var sprenging, hótanir um að ganga úr starfinu og hótanir um að ákveðin hlutur verður lagður niður ef fólk gengur út úr starfi.

Voða miklar tilfinningar í gangi. Mikið af hugsunum orðum ofl. Ég stekk auðvitað inní málin og reyni að koma með lausnir á vandamálinu, koma með eitthvað sem er á jákvæðum nótum. Einhverja gleði í málið.

En það eina sem mig langar að gera er að skella upp úr og hlæja að allri þessari vitleysu.

16 febrúar, 2004

Að búa einn (frá byrjun)

Ég hef búið einn og verið í sambúð. En alltaf þegar ég hef flutt inní íbúð þá hef ég komið inní rótgróna íbúð. Allt hefur verið til. Það hefur ekki verið þurft að versla hreinsunarefni eða kaupa nauðsynjar.. nema þegar þær klárast.

En núna vantar mig þetta allt. Sykur, matarolíur, glerúði, borðtuskur, uppþvottaefni, klósetthreinsi, salernispappír, snýtubréf, handklæði, sængurföt, þvottaklemmur, krydd, salt og pipar, þvottalög, uppþvottalög, ofnhreinsi, uppþvottabursta, pönnu, og eflaust helling af öðrum hlutum sem ég mun uppgötva þegar mig vantar þá hluti.

En þetta er mjög spennandi tími fyrir mig!

13 febrúar, 2004

helvítis SVEPPA AÐFERÐ

Sveppa aðferð dauðans. Hata það... sparka í það fólk sem hegðar sér svona. Ætti vera hægt að láta hýða það á almenningsvettvangi.

Er að verða fjúkandi pirraður en þar sem það gengur ekki þá ætla ég að ná jafnvægi andlega í jóga!

Ósk um bata

Ég kem hér með kveðju um góðan og snöggan bata til Ollu.
Nýr sími.

Ég verslaði mér nýjan síma og keypti mér grænt kort. Nú vantar mér bara dagbók og hommapoka og þá er ég góður. Væri samt gaman að fá aftur pokann minn.

En maður grætur ekki það sem er horfið.

Ég verð nú að játa að ég tek þessu mjög vel. Þetta var tjón upp á nokkurra tugi þúsunda og ég yppti bara öxlum. Sá mest eftir pennanum og því að þetta var fyrsta skiptið sem ég fór í jakanum út.

Ég kem sjálfum mér alltaf á óvart!

12 febrúar, 2004

Jarðaför Steingríms Guðmundssonar

Hvenær á maður að fara í jarðaför? Það er haldin jarðaför í dag. Hann Steingrímur, eða Elli eins og hann var stundum kallaður, er að leggjast til hinstu hvílu í dag. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga um hvort ég ætti að fara í jarðaförina hans.

Steingrímur var vinur pabba. Ef ég hefði hitt hann úti á götu þá hefði ég heilsað upp á hann og spjallað eitthvað við hann. Spurt hann um hagi hans og fleira.

Ég á ljóslifandi minningu um hann og þáverandi sambýliskonu hans. Við fórum einhvern tíman í heimsókn þegar ég var lítill og ég man eftir útliti íbúðarinnar og hvernig þetta allt fullorðna fólk var að tala saman (foreldrar mínir og þau).

Ég vissi ekki mikið um hann Steingrím. Vissi að hann var að pæla í tónlist (eins og flestir þeir sem pabbi þekkir) og hefur unnið hitt og þetta í gegnum tíðina. Hann átti góða konu, sem hann bjó með í langan tíma. En það slitnaði víst upp úr því og það næsta sem ég veit þá er hann komin til Thailands og með Thailanska konu.

"Einn af þeim.... " hugsaði ég. En síðan kom Steingrímur til landsins og engin kona með honum... huh??? Frétti af honum þar sem hann fór á sjóinn og var þar í nokkra mánuði og fór svo aftur til Thailands til konu sinnar. Þar var hann víst að byggja upp svepparækt og komin með hús. Hringdi oft í pabba og þeir spjölluðu í nokkra stund.

En ég hef hugsað með mér af hverju ætti ég að fara í jarðaförina hans? Ég þekkti hann ekkert. Mér þótti ekkert vænt um hann.. þannig séð. Ég hef farið í tvær jarðafarir á ævi minni og í bæði skiptin var það bara eðlilegt að ég skyldi mæta. Í fyrra skiptið var það til að fylgja bekkjarfélaga mínum úr Foldaskóla til hinstu hvílu og í seinna þá var það náinn fjölskyldumeðlimur þáverandi sambýliskonu minni. Eðlilegt að maður mæti.

En núna er það ekki... en þá ver maður að velta því fyrir sér af hverju jarðafarir eru. Er það vegna þess að sál þeirra sem er farin sjái hvað hann átti marga vini? Eða er það til þess að ættingjarnir sjái það? Er það vegna þess að maður geti sagt að maður hafi samúð með þeim sem eru skildir eftir? Eða er það til þess að þeir sem mæti geti kvatt hann á sinn hátt?

Eru jarðafarir ekki til þess að þeir sem þekktu hann geti hist og kvatt þann sem er farin, allir með sínar minningar um hann. Allir eru með mismunandi minningar, hugsanir og tilfinningar tengdum gagnvart þessum einstaklingi. Gefa öllu tækifæri á því að klára og leggja til hvílu þær minningar. Af þeim ástæðum ætla ég að mæta í jarðaförina.

09 febrúar, 2004


Löng Helgi

Föstudagur: Tónleikar með Rasmus með Ragga. Farið á bæjarrölt. Dansað á efri hæð Victors . Í nýja jakkanum. Klukkan 6 var uppgvötað að hommapokinn og jakkinn var horfin. Lyklar... ekki til staðar... sími... ekki til staðar. Dansað á einhverjum öðrum stað, beint á móti Gauknum. Horft á 30 karlmann leika fæðingu. Farið heim. Hringt í neyðaropnum. Beðið. Opnað fyrir mann klukkan hálf átta.

Laugardagur: Skipt um föt. Beðið í 10 mín. Halli kemur. Erla kemur klukkan 8:15. Keyrt til Alviðru. Blindhríð á hellisheiði. Sofnað í bíl. Vaknað... horft út og sjá ekkert. Sofna aftur. Námskeið. Skyndihjálp II. Fyrirlestrar. Dottandi yfir þeim. Sofna í klukkutíma. Missi af hádegismat. Er vel vakandi eftir svefn. Verklegar æfingar. Halda Nonna niðri vegna árásarhneigðar. Spilað Catan . Vinna tvisvar af tveimur spilum. Borðað kvöldmat. Spjall. Spila meira Catan . Verkleg æfing um kvöld. Úti í hlöðu. Unglingi sem var að fikta með sprengjur. Sprakk of fljótt. Brunnin í andliti og er með maga verki. Losthætta. Ofkæling. Bretti á undan hálskraga. Rétt greining. Spjallað eftir á. Haldið áfram með Catan . Sofið.

Sunnudagur: Vaknað. Drukkið maltöl og kex (morgunmatur). Fyrirlestur um sjúkdóma og fæðingar. Hádegismatur. Súpa og brauð. Próf. 19 rétt af 25 (7,6). Þrifið og pakkað saman. Farið heim. Koma ADSL í gang. Ekki að virka. Leifur í heimsókn. Hugsa um karakter (kaupmaður, lygari, gráðugur, getur selt ófrískri konu með ofnæmi fyrir kattarhárum hund, kettlingafullan kött og hest, berst með lásaboga og sverði). Marky og Raggi koma. Spilað Catan . Vinn seinna spilið. Allir fara. Íbúðin á hvolfi. Sofa.

Dagbókin, rauða kortið, Síminn minn, Símanúmerin mín (um 200), lyklarnir að póstkassanum, eiginhandaráritunin sem ég fékk frá söngvara Rasmus, Eistlands penninn minn, ökuskírteinið , Vegabréfið, trefjatöflurnar, hálstöflurnar, spilastokkurinn og eflaust eitthvað fleira. Sparijakkinn minn sem ég keypti mér sem ég var í í fyrsta skiptið.

Ef ég næ þeim karakter þá mun ég sparka í hann!


06 febrúar, 2004

Að vera fullorðin.
Lífsreynslusaga! Jíbííí.... :p

Ég hef aldrei upplifað mig sem fullorðin. Alltaf horft á mig sem barn. Ábyrgðarlaus, stefnulaus, bara lifa fyrir núið.

En í dag... þá finnst mér ég hafa fullorðnast um svona 50%.

Fyrir nokkrum dögum síðan kom frænka mín í vinnunna. Ég fékk hroll alveg niður í maga og bað til Guðs um að hún væri ekki að fara biðja um skránna sína. Hún dvaldi stutt við og bað ekki um neina skrá og fór svo.

Síðan í gær þá fékk ég símhringingu frá henni þar sem hún sagði mér að hún væri kannski að fá vinnu þarna og var að velta fyrir sér hvernig mórallin væri þarna, hvernig andrúmsloftið er. Ég sagði mitt álit á því og við spjölluðum smá saman.

Síðan í dag þá mætti hún í vinnuna. Hún er systir föður míns. Kona sem ég þekki svo sem lítið... bara verið frænka mín. Móðir stráks sem ég lék mér mikið við og sá strákur var einn af uppáhald vinum mínum þegar ég var lítill. hann á líka þann heiður að hafa gefið mér ör sem dvelur á augabrún minni.

Hún er núna mætt á sama vinnustað og ég. Hún á að heita jafningi minn (vinnulega séð). Er í annarri deild og allt það en ég þarf að umgangast hana dags daglega hérna í vinnunni. Þetta tel ég vera skref í áttina að fullorðnast eða kannski skrefið í að stækka mína grímu sem ég nota á hverjum degi... eða kannski þver öfugt.

05 febrúar, 2004

Fegurð framundan


Síðustu dagar hafa verið rólegri heldur en síðasta mánuð. Nú er ég byrjaður að hafa smá tíma á kvöldin. Get jafnvel farið að sofa á skikkanlegum tíma.

Ég hætti í Símanum... en byrjaði í Jóga í staðinn. En það er alveg að virka... er klukkutími og maður hefur tíma eftir á til að gera eitthvað.

Hef ekkert látið sjá mig hjá Buslinu.

L-12 er alveg farið að virka. Búin að skipuleggja allan febrúar mánuð og ég þarf eitthvað lítið að mæta.. jíbíííí. En aftur á móti er stjórnin fataflokkunar að taka eitthvað brjálæðiskast. eitthvað trick ass... er ekki alveg að tengja mig við grúvið þeirra.

Síðan hef ég eitthvað lítið spilað síðustu daga... og það er eitthvað sem þarf að vinna í. Annars fæ ég eitthvað brjálæðiskast á næstunni.

En bara láta ykkur vita.. ég er líka nafli alheimsins og allt snýst í kringum mig!

03 febrúar, 2004

Draugar og myrkfælni

Þegar ég var lítill þá var ég frekar myrkfælinn. Bara það sem myndi kallast eðlilegt, var með gott ímyndunarafl og það litla sem ég sá í bíómyndum og las kom og bankaði upp á þegar ég var einn og það var myrkur. Bað alltaf um að það yrði kveikt á ljósinu í ganginum o.s.frv.

En maður myndi búast við að þessi hræðsla myndi nú minnka, jafnvel hverfa eftir því sem maður yrði eldri. Hún er ekki eins áberandi, en hún er til staðar og jafnvel enn sterkari en þegar ég var barn. Síðan er maður miklu varnarlausari núna en áður. Áður fyrr gat maður skriðið upp í hjá foreldrum (eða þegar hin systkinin voru á undan, þá gat maður útbúið bedda hliðin á rúminu). En nú er maður fullorðin og það er engin sem verndar mann. maður er varnarlaus.

Síðan má ekki gleyma þeirri skemmtilegri staðreynd að það er ekkert að óttast nema myrkrið sjálft.... draugar.. puff... þvílík vitleysa. Á daginn er þetta mjög auðvelt að halda í svona hugsun... en þegar maður er þreyttur, illa fyrir kallaður, nývaknaður... þá kemur þetta svo sterkt upp í manni. Þegar myrkrið þrengir að manni.

Það sem ég óttast eru draugar og næsta manneskja. Draugar... trúi ég á drauga... neee.... við skulum bara orða þetta þannig "ég neita ekki tilvist drauga". Ég get alveg ímyndað mér sálir séu til og þá drauga.

Ég er líka viss á því að ef ég sé einhvern tíman draug, draug sem vekur mig um miðja nótt eða eitthvað þvíumlíkt, þá mun ég enda inn á kleppi. Annað hvort með starfarklofa eða bara einfaldlega bilaður.

Síðan óttast maður næstu manneskju... er hún morðingi... langar henni að stökkva á mann og éta úr manni lifrina?

En á daginn þá óttast ég ekki svona hluti... þeir eru kjánalegir og ég er bjáni að hugsa svona daginn áður. En ég vakna samt á nóttinni með þá tilfinningu að einhver er inní íbúðinni.

02 febrúar, 2004

Að vakna upp öskrandi

Það er sjaldan sem það gerist. Að ég vakni upp öskrandi. En sá atburður varð í nótt.

Einföld martröð. Einhver er komin inní nýju íbúðina. Íbúinn. Ég er sofandi og veit ekki af því. Vakna við að einhver er að opna svefnherbergishurðina. Ég lít upp og sé að húnninn fer niður og hurðin opnast smá og einhver kíkir inn. Síðan er manneskja standi við rúmið. Horfandi á mig. Sést ekki í andlitið, horfir bara.

Ég öskra og vakna upp við það. Vek sjálfan mig með öskrinu. Lít í kringum mig.. hurðin lokuð og engin standandi. En ég er í sömu stellingu og sný mér eins og í draumnum. Það er eins og ég hafi verið með opin augun og hugurinn hafi bara bætt inní persónunni og að hurðin hafi opnast.

Var snöggur að sofna aftur.