28 júlí, 2004

Gangan og fleira

Gangan mikla

Nokkrir dagar eru liðnir.  Ég er búin að ganga þessa leið milli dettifoss og Ásbyrgi.  30 km á tveimur dögum með allt á bakinu.  Það var frábært að gera þetta og mæli með þessari leið fyrir alla.

En þegar ég var búin að gana fyrri daginn þá tókst mér ekki að sofna vegna kvala.  Allur líkaminn kvartaði, höfuðverkur, iljarnar, hnén, bakið, axlirnar o.s.frv.  En eftir jógaslökun og íbúfen þá sofnaði ég og svaf vel.  Vaknaði endurnærður át núðlur og sardínur og gekk af stað með engar harðsperrur. 

Ásbyrgi var þess virði.  Ótrúlega flottur staður og ef þú hefur ekki séð hann þá er hann skylda.

Fékk heimsókn í Ásbyrgi frá varginum og Jóa bróa.  Vorum þar í góðu yfirlæti en mikilli rigningu á laugardaginn og fórum þess vegna að rúnta um sveitirnar.  Kíktum á Kópasker og Raufarhöfn (Hótel Norðurljós á raufarhöfn er snilllddd...).

Ég tók ákvörðun um að koma aftur heim.  Þessi ferð var bara ekki að gera sig þegar maður er einn.  Hitti engan til að spjalla við og var enginn þarna til að upplifa hlutina með manni.

Þannig að núna er ég búin að taka ákvörðun um að fara til London og hitta Óla, Ella og styrmir og hanga með þeim í nokkra daga.  Síðan er ég að hugsa um að fara til gamla settsins í sumarbústað eða til Eyja yfir verlsunarmannhelgina.  Ég býst við að sumarbústaðurinn hafi vinninginn. 

22 júlí, 2004

Dettifoss ásbyrgi

Dettifoss - Ásbyrgi

Fyrir tæpu ári þá sá ég Dettifoss í fyrsta skiptið. Þegar ég horfði á þennan magnaða foss og gljúfrið sem hann rann í þá hugsaði ég með mér að það væri öruglega frábært að labba þetta gljúfur. Mig minnir að ég hafi minnst það á við ferðafélaga minn og síðan var haldið áfram förinni.

Núna er ég að fara taka rútu til Dettifoss þar sem ég mun ganga þennan spöl. Óskið mér góð gengis.

Annars er ég búin að vera hérna tvær nætur á Mývatni. Fór í langan göngutúr í gær 13,1 km. Ég var svo fáranlega vitlaust að ég tók hálfan líter af vatni og eitt súkkulaði stykki með mér. Var síðan allan göngutúrinn að blóta sjálfum mér fyrir heimsku. Kom í tjaldið þreyttur og svangur. Sofnaði líka snemma í gær.

Rútan er að fara.... þannig að ég kveð að sinni.

19 júlí, 2004

Ferðalagið

Ferðalagið

Sauðárkrókur... Hera.. ein nótt.. Grettislaug... 2 nýja sjálendingar "Is the young people deppresed in Iceland"... Glaumbær.. vesturfarasafnið á Hofsósi... Hólar í Hjaltadal.. nágrannar frá austur evrópur CCCP... önnur nótt... sund.. rölt um svæðið.. góður göngustígar... kasta bolta á milli... Varmahlíð... skilin eftir... 25 mín að húkka far... aðrir nágrannar frá Hólum... eldra fólkið tekur ekki upp í puttaferðalanga (fordómar)... Akureyri... þriðja nóttin... Heiðdís... gisting að tjarnarlundi... klifra á svölum (milli þriggja svala)... hetjudáð... slappað af... Elísa Rut systir Palla... borðað... horft á video... vaknað farið í sturtu... engin góður svefnpoki... internetkaffi... sjit hvað það er dýrt.

14 júlí, 2004

Hálfur dagur

Ég

I wish I could... Muse i spilaranum. Háváði út... einhver að slípa... 12 bls af auglýstum uppboðum eru fyrir framan mig... Nóg verkefni yfir daginn... Enn að jafna mig eftir stungurnar í bakið.. þær svíða enn.. reyni að hrista það af mér... Falling away with you.. hækka aðeins í græjunum... Nothing will ever stay the same.. spila í kvöld.. feðgar.. hornströndum... blanda af víkingum og insmouth.. helvíti góð hugmynd.. Hysteria byrjar... þessi blanda af gíturum og trommur eru geðveikar.... langar að kaupa mér almennilegarn göngujakka.. 20-30 kall.. dýrt.. hef efni á því... eldri kona skokkar framhjá filadelfíu.. give me your heart and your soul... vinstri löppin er að pirra mig.. vil fá þessa sandala til að virka.. sjit ef innleggin er eitthvað fukked.. þá er ég hættur hjá Gísla og fer til Össurs.. Doooonnntt... and embrace the past... this live is to good to last... I am to young to care... tveir auglýstur á sömu eign... hvað er ég að hugsa.. þrjár vikur einn... ég lifi ekki viku án þess að tala við einhvern... sjit.. diskurinn er að klárast... veit ekkert hvað mig langar að hlusta á.. beðin um að lækka... eitthvað samtal við nýju stelpuna.. langar að syngja með... hún er svo hikandi í símanum.. ætli hún myndi vera sár ef hún læsi þetta... ohh well.. lítið hægt að gera í því... vesen með mál... Muse búin... Set starsailor í gang.. ekki eins flott... fólk er vitlaust og lýgur eins og það fengi borgað fyrir að... langar að finna beinin hans brotna... ætli ég brotni í ferðinni... helga bað um Coldplay.. búin að finna kt. á tveimur blaðsíðum... nýja stelpan fór að tala um kostnað á greiðsludreifingu... coldplay fer í gang.. Greiðsluþjónusta er sniðug.. en það geta verið leyndur kostnaður á bakvið... matarlyktin er að æra mig... horfi á flóann og dæsi... hálfur dagur... hálfur dagur... hálfur dagur... hálfur dagur... Clocks byrjar... lights go out... júhúú.. ahhh... júhúú....

13 júlí, 2004

The end of the world

It is the end of the world as we know it.

Stórborg. Ég, bróður minn, stórfjölskyldan, Óli Bergur, Jökull (drengur sem var á leikskólanum mínum), Örn Ingvar og fleiri.

erum að fara út úr borginni. Sjúkdómur herjar á mannkynið. Öll samskipti eru komin úr skorðum. Fólk flýr frá borginni í þúsundum, vilja ekki vera nálægt öðrum vegna smitshættu. Fólk hefur dáið á örfáum mínótum. Lík eru allsstaðar.

Búið að vera allsherjarringulreið. Við erum stödd í mjög háu háhýsi. Erum að undirbúa flóttan okkar út úr bænum. Ég er foringinn. Við þurfum að taka lyftu.. sem virkar, þótt ekkert annað geri það. Einhver drengur er rosalega hræddur við að taka lyftuna. Hann vill það ekki. Við þurfum að plata hann í hana og síðan þarf ég bara að halda í hann á leiðinni niður. Mikil hræðsla en einhvern veginn þá erum við ekki hrædd við hvort annað. Ég held að ég muni ekki smitast.

Draumur.

Blandað í þann draum var kaupferð þar sem ég keypti roleplaybók.. sem var ýkt sjaldgæf... eitthvað í sambandi við Birthright og eyjarnar.

12 júlí, 2004

Djamm

Djamm og annað um helgina

Það magnaðasta við helgina var djammið á laugardaginn. Alger snilld.

Ég sá í síðustu viku auglýsingu þar sem var verið að fjalla um Jagúar tónleika. En á auglýsingunni var engar upplýsingar. Bara dagsetning. Sagði Leif frá þessu og hann gekk í málið. Ég var búin að setja þetta til hliðar, bjóst ekki við að okkur tækist að redda þessu. En Leifur reddaði þessu. Þetta var víst eitthvað "invite only" og var fyrir einhvern lokaðan hóp. En hann talaði við einhvern, gekk í málið og vola! Þrír miðar komnir í hús.

Tónleikarnir voru í Ýmishúsinu. Var boðið upp á viðbjóðslegan fordrykk og síðan var Dj að spila. Jagúar kom síðan á sviðið.

Ég stökk á dansgólfið og lifði mig inní tónlistina. Í síðasta laginu þá hendi ég af mér skónum og var á sokkaleistunum. Fílaði mig mjög vel.

Það var líka snilldin við þessa tónleika. Það mátti ekki reykja í húsinu þannig að maður var ekki að kafna í reyknum og það var ekki glerbrot og viðbjóður á gólfinu.

Skemmti mér konunglega.

Bónus upplýsingar
# Spiderman 2 er snilld!!!!
# Jungle speed er mjög skemmtilegt spil.
# Búin að bæta við handklæði, plastpokum, hælsærisplástrum (kannski bara einu stykki first aid kit), tjalddýnu.
# er að spá í regnjakka, göngustafi, áttavita.
# er komin í Sandala.. er brilljant... fyrir utan það að ein púðinn í þeim er of stór. Laga það í dag.. vonandi.
# Brjálað að gera í vinnunni.. líka veikindi og frí hjá hinum og þessum

09 júlí, 2004

Dilbert

Dilbert er komin í guðatölu.

Eins og margir lesendur og vinir mínir kannast við þá tala/skrifa ég víst alveg hrikalega lélega íslensku (eða svo segja sumir). Ég hef reynt að bæta mig í þessu og að mínu áliti þá hefur mér tekist ágætlega til.

Ég hef satt að segja enga tilfinningu fyrir því hvað er að tala/skrifa ranga íslensku. Gjörsamlega enga. Þágufallssýki, leti og fleiri ástæður hafa verið nefndar.

En auðvitað reyni ég að réttlæta sjálfan mig á fullu og nefni ástæður eins og "tungumálið breytist, það er ekkert sem heitir rétt og röng íslenska" eða "ef þú skilur hvað ég er að segja.. skiptir einhverju máli hvernig ég segi það"

En auðvitað eru einhverjir sem mótmæla þessu harðlega. En síðan var ég að lesa moggann í gær og kíkti á Dilbert (sem allir ættu að gera). Í gær tók ég Dilbert í guðatölu.

Skannaði inn myndasöguna og setti hana inn á Kasmir. Linkur á vinstri hlið sem heitir Dilbert ef þið viljið skoða fjársjóðinn.

08 júlí, 2004

Ferðalagið

Ferðalagið

Mun stefna á að gera eftirfarandi hluti.

# Hjóla í kringum Mývatn.
# Labba frá Dettifossi upp í Ásbyrgi, á víst að vera tiltörulega létt þriggja daga ganga.
# Tjalda hjá Öskju.
# Kíkja á hellana í Kverkfjöllum.
# Dvelja í Seyðisfirði (Lonely planet guide mælir með því ;)
# Sjá Steinasafnið hennar Petru Sveinsdóttir í Stöðvarfirði.
# Dvelja í skógum. Veit eiginlega ekki af hverju.. langar það bara.
# Dvelja flest alla dagana (3 Vikur) í tjaldi.
# Fara hringinn, í fyrsta skiptið.

Það eru nokkrir hlutir sem ég er samt að hugsa um.
Búnaður - Er með: Tjald, bakpoka, svefnpoka, 2 buxur, sundbuxur, 3 nærbuxur, 3 bolir, 2 göngusokka, 5 venjulega sokka, Ullargammasíur og bol, regnbuxur, sjóarapeysu, létta flíspeysu, peysu, skyrtu, gönguskó, nál og tvinna, sjampó, tannbursta, tannkrem, bursta, teygjur, íbúfen, Prímus, pottar, eldspýtur, Sandala!!!,

Það sem mig vantar er: Regnjakka, húfu, kannski göngustafi og eflaust helling í viðbót.

Mun þetta duga? Hef ekki nóga mikla reynslu á þessu sviði til að vita það.

Aukalegt
1. Er gríðarlega langþreyttur, ætla að fara snemma að sofa í kvöld.
2. Placebo tónleikarnir voru góðir.
3. Hlakka til að sjá Spiderman 2.
4. Vil spila meira!

06 júlí, 2004

Túristabók

Túristabók

Ég rölti í bæinn í þreytunni minni og verslaði bók í mál og menningu. Lonely planet bók um Ísland. Þar sem ég mun túristast um Ísland þá er eins gott að vera vel búin.

Þessi bók er frá þessu ári og fjallar bara um Ísland, ekki eins og hin gamla sem fjallaði um Ísland, Grænland og Færeyjar. Nú fáum við almennilegar sess.

er að undirbúa ferðina miklu... lítur bara ágætlega út... en hef verið að velta því fyrir mér hvar ég ætti að vera um verslunarmannahelgina... hún er víst þarna í ferðalaginu mínu... einhverjar hugmyndir?

05 júlí, 2004

Helgin

Geggjuð helgi

Föstudagur: Spilað. Þurfti að stytta ævintýrið vegna þess að spilararnir höfðu svo gaman að þvi að tala við hvort annan. Hefði getað setið og gónt í loftið allt kvöldið. Mjög gaman að sjá menn taka upp gamla öfluga karaktera og spila úr þeim.

Laugardagur: L-12 búiðin, bíó og djamm. Fór í L-12 búðina og satt að segja þá er ég búin að taka búðina í algera sátt og finnst mjög gaman að vera á vakt. Maður lendir oft á skemmtilegu spjalli við kúnana (aðalega túristana). Fór svo í bíó á Shaun of the dead. Snilldar ræma sem allir aðdáendur Zombie mynda verða að sjá.
Síðan var skroppið á Gaukinn og horft á Jet black joe. Hangið góða stund í bænum á röltinu.

Sunnudagur:METALLICA. Mætti klukkan eitt í sjálfboðamiðstöðina. Var einhver tilgangslaus fundur þar. Klæddi mig í FLÍS-peysu (takið eftir... ég var í flíspeysu). það var síðan farið á staðinn og við settum okkur niður á svæði.
Tónleikarnir voru geggjaðir. Þegar þeir voru að taka þriðja uppklappið þá óskaði ég þess að hafa ekki farið á vakt heldur bara verið í þrengslunum. krafturinn í þeim var rosalegur.
En ég var á vakt og það þýðir ekkert að væla það. Það var nokkuð gaman að vera á vaktinni en það var heilmikið að gera. Gæslan í sjálfri Egilshöllinni var illa undirbúin og var til dæmis ekki með neitt vatn á svæðinu til þess að kæla þá fremstu. Hitinn var rosalegur, ástandið var þannig að maður sá uppgufuna af húð fólksins. Ég svitnaði eins og ég veit ekki hvað (enda í FLÍS-peysu). Ég var líka í rennunni sem var á milli a-b svæðisins og stóð þar allan tíman meðan Metallica var að spila og það fór frekar illa með lappirnar á mér. Mikið stress, mikill hiti, enn meiri hiti og mikið standerí. Vaktin var mjög löng, 12 tímar og ég átti ekki mikið eftir þegar tónleikarnir voru búnir (eins of flestir sem höfðu verið í gæslu).

Mánudagur: vinna. Lappirnar á mér eru að mótmæla rosalega. Ég er orkulaus með öllu, andlega og líkamlega þreyttur. Finn að líkaminn þarf hvíld.. mikla hvíld. Er í vinnunni og tel tímana þanga til að ég verð búin.. mun ekki taka armbeygjur í dag!

02 júlí, 2004

Fréttir

Fréttir af yours truly!

Sko

# Ég fer í sumarfrí eftir 13 daga
# Ég ætla fara á Hornstrandir... nánar tiltekið Jökulfjörð.
# Ég ætla ferðast um Ísland eftir það. Sjá Öskju, mývatn o.fl.
# Ég ætla taka þrjár vikur í þetta ferðalag mitt.
# Ég keypti mér tjald í gær sem á að vernda mig gagnvart rigningu og vindi.
# Ég hlakka geðveikt til
# Ég er samt soldið sorgmæddur yfir því að þegar ég er í ferðalaginu þá er Hallur að undirbúa sig til þess að fara til Danmerkur og við gætum spilað helling áður.
# Deitið gekk mjög vel, að mínu áliti, en stúlkan er að fara til Spánar í haust. Vill ekki binda sig niður rétt fyrir það. Kannast eitthvað við það.
# Ég er búin að sofa voðalega illa síðastliðnu nætur. Veit ekki af hverju.
# Ég gef Esju viku í viðbót áður en ég sigra hana.
# Ég er að lesa Hornstrendingabók og það sækist frekar illa.
# Ég hef fundið fyrir mikilli einmannatilfinningu upp á síðkastið.
# Mig langar að flytja til annars lands. Er að safna pening fyrir því.

Jæja þá er þessi upptalning búin.. ef það eru einhverjar spurningar þá endilega láta flakka.

01 júlí, 2004

Geðveiki

Geðveiki

Hafið þið einhvern tíman setið og hugsað um sjálf ykkur? Setið í strætó og allt í einu fattað að þið sjálf hafi verið kolgeggjuð einhvern tíman? Hugsað "Sjit.. mar.. djöfull var ég fukked upp"?

Ég lenti í því í morgun! Af einhverri ástæðu þá fór ég að hugsa um unglingavinnuna mína og spáði sérstaklega í eitt sumar. Annað árið mitt í unglingavinunni. Ég hugsaði smá tíma um það og fattaði að ég hafði verið snarruglaður það sumar.

Þegar ég hugsa til baka þá er eins og ég hafi fengið þá flugu í hausinn að það mun engin vaða yfir mig. Þetta var sumarið eftir 9.bekkinn, bekkurinn sem ég upplifði verst, þar sem eineltið fór upp í nýjar hæðir. Ætli ég hafi ekki fengið nóg?

Það sumar slóst ég við hana Jónu (vegna þess að ég hélt að hún hafi skyrpt á mig), Ásgeir (ekki ásgeir sem var með mér í bekk heldur ásgeir proffi sem var í hinum bekknum, óð í hann vegna þess að hann henti steinvölu í mig), Gumma í mojo (slóst ekki við hann heldur urraði og ógnaði honum með skóflu, ef mig minnar rétt), Litla leiðinlega strákinn (man ekkert hvað hann heitir.. en hann tók róluna sem ég sat í á meðan ég skrapp og náði í svalan minn. Sú slagsmál enduðu með því að verkstjórinn gekk á milli okkar).

Þessi Jóna fór víst í einhvern kraga vegna þessa atviks.

Þetta sumar var eitt af því versta sem ég man eftir. Eignaðist enga vini og var alltaf einn. Var alltaf reiður og reifst og skammaðist við öllu. hafði samviskubit yfir því öllu saman en vildi bara ekki bakka með neitt. Sagði aldrei fyrirgefðu.

Ég var algjör hneta.