29 ágúst, 2004

Ósanngirni?

Litla gula hænan.

Ég veit ekki hvort að þetta sé mitt perspektív eða eitthvað annað. En ég hef á tilfinningunni að ég sé að gera meira heldur en næsti maður í þessari eistlendingaferð. Ég hef á tilfinningunni að ég er að fá á mig alla ábyrgðina. Ég hef á tilfinningunni að ég sé að draga meginþungan á þessari ferð eistlendingana.

Það gæti bara verið að þetta sé mitt sjónarhorn og ég er ekki að sjá hlutina í réttu ljósi. Að skilningurinn minn sé skertur. Það gæti verið.

En tilfinninginn er ekkert að fara.

26 ágúst, 2004

Eistland frh.

Eistlendingarnir eru komnir

Þeir komu í gær. Seint í gærkvöldi. Ég kom tveimur fyrir hjá foreldrum og systur minni og tók þann þriðja heim til mín. Ég fékk einn dreng sem ég játa fúslega að er ekki mín týpa. Við náum bara ekki saman. Það er svona gjá á milli. Áhugamálin ólík, tónlistarsmekkur allt annar, hann spáir í allt öðrum hlutum en ég og er ekkert að fylgjast með útsýni. Alveg ferlegt. Fín drengur en bara ekki mín týpa.

Ég byrjaði að kenna þeim landnemaspilið og það virtist bara ganga þokkalega. Kláruðum ekki spilið þar sem dagskráinn var að kalla en þetta lítur bara þokkalega út.

24 ágúst, 2004

Eistenskir krakkar

Eistland

Á morgun koma 5 ungmenni frá Eistlandi hingað til þess að taka þátt í skyndihjálparkeppni. Ég, ásamt mörgum öðrum, er búin að vera síðustu daga að sjá til þess að allt muni ganga vel fyrir sig. Það eru í mörg horn að líta þegar maður tekur á móti svona hóp. Sem betur fer er þetta fámennur hópur.

Það má ekki gleyma því að mér líður eins og Rauða krossin hafi eignast alla síðustu viku af minu lífi. Rauða kross búðin, vakt á laugardaginn, fundur í dag, gær, laugardaginn og á morgun. Ég giska á það að eftir viku mun ég hafa svo mikið ógeð á öllu því sem tengist Rauða Krossinum að það hálfa væri nóg.

En þetta gefur víst manni eitthvað. Vonandi eitthvað skemmtilegt.

20 ágúst, 2004

Spilamótsævintýri

Hið frábæra spilamótsævintýri

Ég er búin að búa til mjög gott spilamótsævintýri. Meira að segja er ég búin að stjórna því tvisvar. Annar hópurinn var 3 tíma með ævintýrið en hinn var 6 tíma með það. En það er hægt að teygja þetta ævintýri lengur.

Nota Call of Cthulu: Dark ages kerfið og byggi ævintýrið að hluta til á "shadow over Innsmouth" e. H.P Lovecraft. En aðalinnblásturinn kemur frá íslendingasögum og sögum frá Hornströndum.

Ævintýrið gerist á Hornströndum 1030 á 9.mánuðum. Byrjar á því þegar einn sonur voldugs bónda fer að biðja um hönd konu sem hann er ástfanginn af. Faðir og afi hans fer með honum í þá feigðarför.

Dramatík í hágæðaflokki.

18 ágúst, 2004

Primo Levi

Áskapað þunglyndi

Ég les stundum bækur sem veldur mér miklu hugarangri. Oftast eru þetta sannar sögur, þar sem þær eru í flestum tilfellum mun verri heldur en skálskapur. Ég verð þungur... hugsa ekki um neitt annað en mannvonsku og óréttlæti. Fer að hugsa um að það væri bara fínt að rífa niður veggi siðmenningarinnar. Að lifa í þessari blekkingu er ekki fyrir mig... ég ætti að fara og reyna berjast á móti þessu óréttlæti heimsins. Öskra á fólk að heimurinn er óskiljanlegur. Þá upplifi ég kvíða, þyngsli, örvæntingu og reiði.

En ég er svo góður samfélagsþegn að ég geri ekkert slíkt.. bara upplifi tilfinningar. Nýjasta bókin sem ég er að lesa er eftir Primo Levi bókin heitir "If this is a man/ The truce". Bókin er saga hans frá tímanum sem hann varði í útrýmingarbúðum Nasista. Það er smá texti í bókinni sem gjörsamlega heillaði mig. Ég reyndi að þýða hann og tilraunin til þýðingar er hérna fyrir neðan. Þetta er rosalegur texti sem nær utan um það sem ég er að hugsa.

Samviskubitið sem hin réttláti maður finnur fyrir þegar annar maður fremur glæp, sektarkenndin sem kemur vegna þess að svona glæpur fyrirfinnst, að hann skuli hafa verið sýndur og skilin eftir í heiminum endanlega, og viljastyrkurinn fyrir hinu góða skuli reynast veikari eða hverfandi, og að það hafi ekki risið í vörn gagnvart hinu.

Þannig að fyrir okkur þá var frelsisstundin lítil og máttlaus, sálin var glöð yfir frelsinu en samt með sársaukafullri tilfinningu um hógværð, sem óskaði þess að við gætum þrifið samviskuna og þurrkað minnið af þessum viðbjóði sem lá á þeim; líka með örvæntingu, vegna þess að við fundum fyrir því að þetta ætti aldrei að gerast, nú myndi ekkert verða til í heiminum sem væri nógu gott eða hreint til þess að hreinsa burt fortíðina, og örin sem þessi svívirðing hefur ollið okkur myndi dvelja með okkur til dauðadags, og minningum þeirra sem sáu þetta, og í þeim stöðum sem þetta varð og þeim sögum sem við munum segja. Vegna þess, og þetta er hin ömurlegu forréttindi sem mín kynslóð og mitt fólk hefur, að engin er betri en við til þess að skilja umfang á svívirðingunnar, sem fer um eins og eldur í sinu. Það er bjánalegt að hugsa til þess að mannlegt réttlæti gæti hreinsað hana í burtu. Þetta er ótæmandi brunnur illsku; það brýtur niður líkama og sál aðilans sem er í henni, gerir þá kúgaða og veldur lítillækkun; það kemur til baka sem gríðarleg skömm fyrir kúgarana, með myndar hatur meðal þeirra sem upplifðu, umkringir þá á þúsund vegu, gegn vilja allra, sem hefndarþorsti, andlegri uppgjöf, sem þreyta, sem afneitun á öllum atburðinum.

Levi, Primo (1963). The Truce. Abacus, Bretlandi, bls 188-189.

16 ágúst, 2004

Batman

Batman

Ég horfði á Batman í gær. Fyrstu myndina og satt að segja þá var hún léleg. Það eina sem hélt henni uppi var Jack Nicholson sem jokerinn. Annars var þetta frekar slöpp mynd. Bruce Wayne var bara lúser, batman var stirður og Vicky var hörmuleg sem ástin í myndinni.

Batman er nefnilega svöl teiknimyndahetja. Það er eiginlega þrennt sem er frábært við hann. Hann hefur enga ofurnáttúrulega krafta, hann er þvílíkur testóböggull og ekki hræddur við neitt og hann er hálf geðsjúkur.

Frank Miller hefur gert honum góð skil í sögum eins og Batman: Year one, Dark Knight Strikes again og Dark Knight returns. Kevin Smith kom honum vel til skila í sögunni Quiver, Alan Moore skilar honum ágætlega í Swamp thing.

En síðan koma bíómyndirnar og hvað gerist þá???? Þá taka þeir batman eins og hann var í gömlu sjónvarpsþáttunum. Algert fífl. Segir bara helling af "one liners" og er stirður. Maður verður bara fúll og reiður þegar með horfir á þessar myndir. Sérstaklega hvernig þeir gera Lt. Gordon. Langar samt að sjá Batman Returns.. gæti verið að hún sé öðruvísi...

En síðan er nýja myndina að koma Batman: Begins og það litla sem ég hef lesið af henni lýtur vel út. Leikstjórinn er frábær og leikara liðið er rosalegt. Ég er bæði spenntur og kvíðin við að sjá þessa mynd.

12 ágúst, 2004

Breytingar til að öðlast betra líf

Breytingar til að öðlast betra líf

Ég hef verið að íhuga og ég hef komist að því að ég þarf að gera eftirfarandi breytingar á lífsmynstri mínu til að vera "fullkominn".

# Þarf að læra að þvo þvott í vask eða í á.
# þarf að venjast því að vera í sömu sokkum marga daga í röð.
# þarf að venjast því að borða hvaða mat sem er.
# Þarf að læra það að vera eignarlaus.
# Þarf að læra að minnsta kosti 4 auka tungumál, helst mun fleiri.
# Þarf að venjast köldum sturtum.
# Þarf að venjast því að lifa án kynlífs í langan tíma.
# Þarf að venja mig á það að nota tannþráð mjög reglulega.
# Þarf að komast af án tölvu, sjónvarps og netsins.
# Þarf að venjast öllum gerðum skordýra, hvort sem það er í matnum hjá mér eða skríðandi á mér sjálfum.
# Þarf að venjast því að vera einn í langan tíma.
# Þarf að læra það að lifa á lúsalaunum.
# Þarf að komast af án bóka... sjit mar...

Já þetta er bara hluti af þeim breytingum sem ég held að ég þurfi að gera. Frekar drastískar á köflum en hvað gerir maður ekki fyrir betra líf og drauma?

11 ágúst, 2004

Myndir úr ferðalaginu

Myndir úr ferðalaginu

Ég dvaldi í smá tíma í Ásbyrgi og fannst það vera einn flottasti staðurinn á Íslandi. Allaveg í topp 5.

Bróður minn tók helling af myndum, ég vil endilega leyfa ykkur að njóta þeirra.

Ein flottasta myndin sem hann tók er þessi hér , eins og sést á þessari mynd þá var ekki hið besta veðrið en myndin kom vel út.. að mínu áliti.

Síðan er hérna sönnun þess að ég fór upp á Esjuna! Ég sigraði hana... var ég ekki búin að segja frá því annars?

10 ágúst, 2004

Heimkoma

Komin Heim

Já ég er komin heim aftur, og með þungu hjarta þá er ég að skrifa þessar línur í vinnunni. Já komin aftur í vinnuna.

Ég skemmti mér gríðarlega vel í fríinu mínu fyrir utan það að mér leiddist á Mývatni. Fallegt svæði en naut þess ekki.

Vegna hvers? Jú ég var einn og fannst það bara ekki gaman. Ég bjóst við því að hitta einhvern sem maður gæti spjallað við. En það bara gerðist ekki. Hitti þýsk pör sem sögðu í sífellu "ja, ja, ja", frönsk hjón með 2 stráka sem töluðu litla Ensku. Þannig að ég naut ekki þess hluta af ferðinni.

Síðan var leiðinlegt að geta ekki upplifað ýmsar hluti með öðru fólki. Það er engin sem var a svæðinu þegar ég sá gosmynd salvadores Dalis eða engin sem sagði "Vaaaááá" með mér þegar ég sá Ásbyrgi í fyrsta skiptið. Það einhvern vegin dró úr gleðinni. Ekki mikið en dró smá úr henni.

Þannig að ég er ekki búin að sjá Öskju ennþá. En það kemur ferðalög eftir þetta ferðalag... vonandi.


07 ágúst, 2004

Nottingham

Nottingham

Þegar ég skrifa þessar línur er ég frekar þunnur. Við fórum í gær á pöbbarölt (sem byrjaði klukkan tvö) og kíktum á samtals fjóra pöbba. Síðan enduðum við á einum klúbb. Frekar skemmtilegt. En það er margt líkt hérna við djammmeningu Íslands. Strákarnir eru þeim mun grófari að reyna við stelpur (þannig að ég á aldrei neinn séns) en drykkjan og hegðunin er lík. Síðan endaði allt klukkan tvö og þá fóru allir heim. Það er auðvitað ólíkt Íslandi.

En í gær komst ég nánið samneytið við mjög skemmtilega verur. Ég var að flippa eitthvað og stökk í eitthvað beð sem við torgið. Eftir smá rölt þá tók ég eftir þeim þjótandi á milli blómana. Ég rölti um svæðið og tók eftir þeim nokkuð mikið. Síðan hafði einhver skilið eftir franskar og ég fór að reyna lokka þær út. Það tókst bara nokkuð vel. Eftir svona 20 mín þá voru þær búnar að hreinsa franskarnar í burtu. Alger snilld.

Síðan er ég búin að missa sveindóminn. Ég sá eldingar fyrir tveimur dögum. Það byrjaði að rigna frekar mikið og við heyrðum í þrumum. Ég hennti mér í regngallan, var bara í honum og boxer buxum, og rauk út. Eftir gott rölt þá fann ég fínan hól þar sem ég stóð og beið. Eftir smá tíma kom fyrsta eldinginn. Var svona á milli skýja. Þvílíkur kraftur og þvílík sjón. Sá síðan aðra stuttu seinna.

05 ágúst, 2004

Sumarfríið

London og England

Dvaldi í London í tvær nætur. Var fyrsta daginn bara að koma mér á hostelið. Fór auðvitað á pöbb og dvaldi þar. Svaf ágætlega.

Tókst svo að hitta félagana og dvaldi daginn með þeim. Fór á British museum og varð fyrir smá menningarsjokki. Fórum á rölt, leitum að KFC handa honum Ella en fundum það ekki, fórum á The pig and Dog og drukkum ale, fórum svo og hittum Russ - Félagan hans Óla.

Dvöldum á uppa pöbb og fundum svo jazztónleika. Snilldar tónleikar. Ég rölti heim frá staðnum, var svona í klukkutíma rölti.

Við leigðum bíl frá Thrifty og keyrðum til hans Styrmirs. Tókum smá krók og kíktum á Stonehenge og Avebury. Snilldar staðir báðir tveir. Vorum síðan smá tíma á leiðinni til Notthinghams en það var bara ágæt ferð. Nokkur væg hjartáföll vegna öfugs vegahelmings, en ekkert sem nokkrar töflur ættu að laga.

Komum síðan til Styrmis klukkan eitt og þar var sest niður í bjór. Styrmir býr bara nokkuð vel, en kvótið "þröngt mega sáttir sitja" á mjög vel við. Ég sofnaði um þrjú leytið en þeir voru að til klukkan sex. Rónar allir saman.

En þetta lítur bara mjög vel út.

02 ágúst, 2004

Sumarfri

Fleiri frettir af sumarfri.

(thetta er tvi midur skrifad i London svo ad thad eru engir islenskir stafir).

Ja thetta sumarfri verdur i minninu minu i langan tima og thad er ekki einu sinnu buid. A viku eftir.

I thessu sumarfrii hefur vinur mitt haett ollum samskiptum vid mig, eg hef gengid a Esjuna (ja eg gekk a Esjuna med Joa bro, tok um 100 min), for einn i bio (sa myndirnar crimson river 2 og eternal sunshine of the spotless mind, seinni myndin var storkostleg), horfdi mikid a video og keypti mida til London.

Thessi pistill er skrifadur i London og timinn minn er ad verda buin.. bless bless..