30 desember, 2002

Ég hef satt að segja ekki mikin áhuga á pólítik. Mér finnst hún mjög óáhugaverð að næstum öllu leyti. Þetta er auðvitað mjög mikilvægur málaflokkur og maður á að nýta sér kosningaréttin sinn.

En í dag þá sé ég hlutina sem ég vil ekki hafa í pólítik í svo skýru og greinagóðu ljósi að það hálfa væri nóg. Ég hef alltaf líkað ágætlega við Ingibjörgu Sólrúnu. Líkað málaflutning hennar og hennar störf. En nú í dag missti ég allt mitt álit á henni. Hún sagði af sér sem borgastjóri til þess að komast í þingframboð. Jú auðvitað er það hennar réttur að vera þingmaður og fara fram þar og hún á ekki að láta kúga sig til þess að gera eitt né neitt. EN... hún var búin að segja "ég verð borgastjóri næstu 4 árin" og hún sveik það. Jú hún kemur með helling af afsökunum og ástæðum en grundvallaratriðið er samt það að hún er ekki borgarstjóri næstu fjögur árin eins og hún sagði. Hún var ekki einu sinni borgarstjóri í eitt ár!

Hún lofaði þessu og hún átti að standa við það! Fórna þessu þingframboði fyrir sitt loforð og sína kjósendur! En nei, það var ekki gert!

Hún fær ekki mitt atkvæði í vor!

27 desember, 2002

Jólagjafir!

Ég fékk jólagjafir frá hinum og þessum þessi jól. Ég fékk "Röddina" e. Arnald Indriðason frá gamla settinu, "City of bones" e. Micheal Connely frá bróa og dóttir hans, Sokka og pönnukökupönnu frá systu og famílíunni hennar (pönnukökupönnu????? wtf???), vetlinga og flístrefil frá föðurforeldrum (gleymdi vetlingunum í strætó í dag.... dæmigert), lampa frá frændfólki mínu (ég hef eiginlega ekki hugmynd um afhverju þau gefa mér gjafir... gömul hefð??? þau eru hætt að gefa systkinum mínum... en þau eiga börn... hmm... hætti ég að fá gjafir frá þeim þegar ég eignast barn? hmm....), stafrænan diktafón frá austurríkisfaranum mikla, ( ) með sigurrós og "learning curve" e. Brian Micheal Bendis frá varginum (hún er nú meiri hnetan...).

Er auðvitað mjög sáttur við að fá allar þessar gjafir og þakka kærlega fyrir mig!

23 desember, 2002

Jólin eru að koma.

En ég ætla ekki að tala um þau... eru ekki allir komnir með leið á þeim hvort sem er! En ég var að taka til í herberginu mínu og var að taka upp úr kössunum sem voru búnir að sitja þar í nokkra mánuði. Þar tók ég upp myndirnar mínar. Myndir sem ég vil hengja upp á vegg til að dást að. En ég varð fyrir frekar miklu áfalli.

Það voru þrjár myndir sem ég tók upp. En var teiknuð mynd af mér sem ég fékk í tvítugsafmælisgjöf frá Hafdísi. Ein var svona grafíti mynd af "Che" sem hann Vergo gaf mér eftir einhverja ferð sína og svo voru tvær Jesú myndir. Ein sem ég keypti í kolaportinu fyrir mörgum árum og hin keypti ég út á spáni ´98. 2 Jesú myndir og mynd af byltingarleiðtoga.

Afhverju vil ég hafa þær myndir uppi? Ég er ekki trúaður og ég trúi því ekki heldur að ofbeldi leysi einhvern vanda. Svo afhverju? Ég velti þessu fyrir mér í smá tíma og komst að því að það eru sterkar ástæður fyrir því að ég vil hafa þessa kappa upp á vegg. Ég var búin að gleyma þessum ástæðum! Þessir menn eru stórkostlegar persónur. Þeir trúðu báðir á einhvern málstað það mikið að þeir voru tilbúinir að láta lífið fyrir hann. Hugsið ykkur, að vita það að það er Guð til (og hann er faðir þinn) eða að vita að það er hægt að bæta heiminn og gera allt í sínu valdi til þess að bæta hann. Hve mörg ykkar hafa fengið þá tilfinningu að það sé einhver málstaður til sem er þess virði að láta lífið fyrir. Nú er ekki að tala um að deyja fyrir börnin sína eða eitthvað svoleiðis. Málstað!

Ég mundi vilja að ég trúði það mikið á einhvern málstað að ég væri tilbúin að hverfa og láta málstaðinn taka bólfestu í þessum líkama. En ég er bara of mikill efasemdamaður (eins og flestir í nútímasamfélagi) til þess að gera það. Mér finnst engin málstaður vera svo fullkomin að ég er tilbúin að fórna einhverju miklu fyrir hann. En þetta er draumur... þess vegna er ég með myndir af mönnum upp á vegg.

Gleðileg Jól.

19 desember, 2002

Er bara alveg andlaus í dag. Hef eiginlega ekkert að segja. Það er skrýtið, því oft er ég fullur af hugmyndum um hvað ég vil skrifa en er auðvitað ekki við tölvu akkúrat þá. Þannig að ég gleymi þeim innblástri og núna er ég bara með ekki neina hugmynd um hvað ég á að skrifa....

þannig að ég ætla bara ekkert að skrifa!

18 desember, 2002

Framhald af því að taka lögin í sínar eigin hendur

Afbrotamenn eru handeknir, yfirheyrðir og síðan sleppt. Það er síðan réttað yfir þeim og dæmt í málunum, eftir smá tíma eru þeir setti í fangelsi. Er þetta dómskerfi eitthvað sem við viljum hafa? Þar sem skilaboðin koma ekki strax.. þar sem afbrotamenn ganga lausir vegna þess að það er ekki nógu mikið pláss í fangelsum. Hvernig væri að við mundum koma okkur upp eigin lögreglu!

Sem mundu vernda þá sem þurftu vernd, sem mundu elta þá uppi sem brjótast inní bíla með því að athuga fingraför, síðan væri hægt að refsa þeim strax!

Jú jú.. .svona kerfi væri hægt að misnota.. en allt er hægt að misnota. Þannig að það er ekki nógu góð ástæða. Við jafnvel gætum búið til okkar eigin lögkerfi. Velja einhverja menn til þess að horfa á sönnunargögnin og ákveða hvort þessi maður sé sekur eða saklaus. Síðan væri hægt að koma með refsikerfi, ákveðin mörg högg sem þessi fær fyrir að brjótast inní bíl, borga sekt osfvr.

En þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að lögregla var búin til að samfélaginu! En nú í dag er þetta bara orðið einhvern vegin ekki nógu gott og frekar slappt kerfi. Kannski þurfum við bara að setja lögin aftur í hendurnar á Fólkinu, svo það geti varið sig sjálft!

17 desember, 2002

Um að taka lögin í sínar eigin hendur

Fyrir nokkrum mánuðum kom maður fram í fjölmiðlum og lýsti yfir því að hann vildi ekki vera hræddur við handrukkara og dóplýð. Hann sagði frá því að dóttur hans hafði lent í klónum á fikniefnasölum og hefðu sent handrukkara á hana. Þeir höfðu komið til mál við hann og hótað honum. En hann lagðist ekki niður heldur ætlar hann að berjast á móti þessu. Hann er búin að stofna samtökin "á móti Hyski".

Fyrir nokkrum árum var hýsillinn minn staddur í N-Írlandi og þar heyrði hann um að stundum tæki para-military hóparnir sér stundum lögin í sínar eigin hendur og refsaði glæpamönnum, notuðu oft það að skjóta menn í hnéskeljarnar. Þessir hópar "the new Ulster army" og "the Irish republican army" gerðu þetta ekki á móti hvor öðrum heldur á móti dópsölum, níðingum o.s.frv. Hýsillin minn varð fyrir smá áfalli og hugsaði "gerist þetta á þessum tíma og á vestrænum löndum". Já hann hugsað að mennirnir ættu nú að vera siðmenntaðri heldur en þetta og að taka lögin í sínar eigin hendur væri eitthvað sem gerðist bara í bíómyndum og í fortíðinni.

En það er ekki bara svo einfalt. Hýsillin minn heldur að heimurinn sé voðalega góður og sætur, löggur bregðast rétt og skjótt við og dómskerfið er fljótt að bregðast við svona málum og halda þeim sem eru hættulegir samfélaginu í burtu frá því. En það virðist ekki vera svo. Afhverju finna menn eins og Guðmundur Sesar hjá sér þörf til þess að stofna samtök um persónulega vernd gagnvart hinu svokölluðu "hyski"?

Ætli það sé ekki útaf því að samfélagið virðist hafa brugðist skyldu sinni við að gæta öryggis borgararna. Fyrir nokkru var brotist inní bíl föður hýsilins minns og rænt þar klink buddu með um 200 kr í. Ekki var það nú mikill stuldur. En til þess að ná í þessa buddu þurfti ræninginn að brjóta rúðu í bílnum, það var þeim mun meira tjón. Þegar löggan kom og tók niður skýrslu þá var það augljóst að löggan taldi þetta vera vonlaust að finna þjófinn. Þeir taka skýrlsu um málið og hvað var stolið, síðan er athugað seinna meir hvort þýfið finnst einhverstaðar. En þegar er verið að tala um klink og buddu þá er ekki mikil von þar. Tryggingafélögin borga auðvitað ekki neitt. þannig að tjónið leggast algjörlega á föðurinn.

Síðan var ég að heyra um mál þar sem það var brotist inn um kvöld, brotið stofugluggan með stórum steini, ruðst inn, rótað til, tekið einhverja smáhluti og síðan reynt að rogast út með sjónvarpið. Nágranni kom á svæðið og þá rauk auðvitað þjófurinn af stað og sleppti sjónvarpinu. Hann fannst síðan stuttu seinna, út úr dópaður og vitlaus. Var búin að henda öllu dótinu frá sér, losa sig við það. Hann svaf vímuna úr sér, það var tekin skýrsla af honum og síðan var honum sleppt.

Þegar maður heyrir um þetta þá verður maður fúll. Afhverju þarf heiðarlegt, vinnusamt fólk að þjást fyrir einhverja fáa einstaklinga. Þegar handrukkarar koma á svæðið og hóta, þá er hægt að kæra þá. En málið tekur óratíma í réttarkerfinu og það er erfitt að sanna svona mál og hvað þá að fá dóm út úr því. Síðan má ekki gleyma því að ef dómur skellir á þá tekur langan tíma að fá pláss fyrir einstaklingin í hengingarhúsunum. Er þá eitthvað undarlegt að fólk skuli vilja fá þessu breytt?

Þegar ég heyrði um þessi samtök þá sá ég fyrir mér hóp af fólki sem mundi koma hvort öðru til hjálpar þegar handrukkarar bönkuðu upp á, ég sá fyrir mér að eitt símtal í einn mann þá mundi nokkrum mínótum seinna koma hópur af fólki, jafnvel vopnað hafnaboltakylfum, og hrekti handrukarana á brott. Mundi koma með þau skilaboð að við mundum ekki láta hræðast.

Mun halda áfram með þessa hugsun á morgun.

16 desember, 2002

Bílar

Á föstudaginn var ég að keyra 6-gíra bíl! Víííí... Renault Traffic, gulan, með geislaspilarar, rafmagn í rúðum, fjarstýringu og fl. Kraftmikill og þýður. Það var ánægjulegt að keyra hann og ég hugsa að hann stytti rúntinn minn um minnsta kosti 20 mín.

En það er ekki ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta. Yfirmaður minn sem lét mig fá bílinn sagði nokkrum sinnum "Farðu varlega með bensíngjöfina, hann er kraftmikill og maður er enga stund að fara yfir hundraðið". Hann minntist líka á að nokkrir hafi flaskað á þessu og verið teknir fyrir of hraðan akstur. En þegar hann var að tala um þetta þá vissi ég allan tíman að ég mundi ekki flaska á þessu. Ég vissi að ég myndi aldrei fara yfir hundrað þótt ég væri á miklubrautinni og það væri engin umferð í kringum mig.

En ástæðan er ekkert sú að ég sé ekkert góður bílstjóri, þvert á móti! Ég horfi á sjálfan mig sem mjög slæman bílstjóra. Ég verð stundum svo viðundan að ég fer að gera eitthvað allt annað en að fylgjast með umferðinni. Sem hefur ollið því að minn maður hefur lend þó nokkrum sinnum í umferðarslysum. Síðan er ég byrjaður að ýminda mér bílsslys, í öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum.

Spáið í því líka að við leggjum okkar líf í "hendurnar" nokkur hundruð kílóa jánrhlunki og þessi járnhlunkur fer hraðar en nokkurt dýr á jarðarhveli. það er svo margt sem getur ferið úrskeiðis... það getur hvellsprungið á dekkinu, gírarnir geta bilað, bremsurnar geta hætt að virka, ljósinn geta dottið úr sambandi osfrv. En auðvitað segja allir "við gerum betri bíla sem bila ekki svona auðveldlega". En það er aftur á móti galli og kostur þar sem betri bílar þýða meiri hraði!

En það versta við bílana er auðvitað fólkið sem stýrir þessum járnhlunkum sem þjóta eftir svörtum, bikuðum leiðum, hægjandi á sér og aukahraðan... allt eftir viðurkenndum samfélagslegum reglum. Já Fólkið. Fólkið getur sofnað við stýrið, horft á sólsetrið og gleymt sér, ekki horft nógu vel í kringum áður en það beygir eða keyrir af stað. Augnabliksgleymska eða heimska getur kostað einhvern lífið. Smá augnablik sem einhver horfir í vitlausa átt eða er að flýta sér of mikið og járnhlunkarnir rekast saman. Eða þeir rekast á mjúka líkama okkar og limlesta þá.

Er það einhver furða að ég sé soldið bílhræddur?

13 desember, 2002

Það er nú aðeins minni hamingja í dag. Ég er með höfuðverk og búin að vera með hann í tvo daga. Ég hugsa að ég þurfi einhvern vegin að koma í veg fyrir geislunina frá tölvunni minni.

En já. Ég fór á Sigurrós í gær og sat á einum besta stað í háskólabíói. Á fremsta bekk, næstum því fyrir miðju. Sigurrósar menn voru frábærir og þetta var frábært spil hjá þeim, ég saknaði að heyra ekki í Steindóri en það er bara útaf því að mér finnst sambland hljómsveitarinnar og hans mjög vel gert.

En af þessum tvennum tónleikum sem ég hef farið á þá munu tónleikarnir á þriðjudaginn standa upp úr. Já ég hafði aldrei séð hann áður en hef farið á sigurrós áður. En vel hepnaðir tónleikar! Mundi alveg vilja skella mér á þá í kvöld og sitja aftarlega eða í miðjunni þá. Sjá allt ljósasjóvið og myndina sem var sýnd í bakgrunninum. En þar sem ég er að vinna og það er uppselt á tónleikana þá er það ekki möguleiki! Búhúhú....

En svona er lífið... því miður... að við þurfum stundum að sætta okkur við það að fá aldrei allt sem við viljum.

11 desember, 2002

Hamingja

Já ég er búin að vera hamingjusamur í dag! Tónleikarnir í gær voru guðdómlegir, maður sá að tónlistamennirnir voru í góðu fíling og skemmtu sér vel. Tónlistin sem þeir spiluðu náðu vel til mín og maður þekkti mörg lög sem þeir tóku. það var sem skemmtilegt að þeir léku sér með lögin, breyttu þeim, bættu við texta osfrv. Þeir voru klappaði tvisvar upp og tóku 5 lög í fyrr skiptið og 3 í seinna. Spilagleði einkenndi þá fannst mér.

Að mínu áliti voru hámark tónleikana þegar þeir tóku "Stager Lee" (Veit nú ekki hvort þetta sé rétta nafnið á laginu, þeir sem hafa heyrt lagið vita hvað ég meina). Það var í mjög breyttum búningi og það var bætt við einu erindi í lagið. "And the devil walked in and said "I have come her to take you down, Mr Stager Lee. And the Devil Walked in and Said "I have Come her to take you down, Mr Stager Lee" Þessi setning var margendurtekin og síðan kom enda setning "And this was the last word that this Devil said because Stager Lee put four big holes in to his Motherfucking head". Snilld!

En þessi tónleikar hefðu mátt vera á skárri stað! Þetta var hræðilegur tónleikasalur, ég býst við að þeir sem sátu á danssviðinu hafi verið ánægðir en málið er að allir aðrir staðir voru ekkert sérstakir. Ég var á efri hæðinni og þurfti að horfa á hnakkan á einhverju tattóveruðu vöðvabúnti og svitastorkið bakið á einhverjum drukknum útlendingi. Sá í samt smá í hljómsveitina. Hljomgæðin voru ágæt.

Vill fá almennilega tónleikahöll! Sem tekur fullt af fólki í sæti!

Þessi tónleikar eru í topp fimm af þeim tónleikum sem ég hef farið á! Vona að þeir komi aftur... fljótt.

10 desember, 2002

Framhald af síðasta pósti

Stundum finnst mér heimurinn rosalega vondur. Mér finnst það sem gerist í honum vera mest megnis óþarfi og bull. Þegar það gerist þá líður mér ekkert sérstaklega vel (I wonder why?). En þá kemur hlutverkaspilið! Já alltaf þegar mér líður frekar ill þá fer ég að hugsa um roleplay og fer að ýminda mér einhverja sögu eða persónur sem eru að gera eitthvað.

Í gær þá lendi í svona "down" kasti og varð eitthvað pirraður. Fór í smá göngutúr og fór að hugsa um ákveðið ævintýri sem mig langar til að stjórna, ævintýri þar sem heimurinn ljóti ætlar að gleipa allt það góða sem er til í honum en svo koma hetjurnar (spilararnir) og sýna að alveg sama hvað hið illa, vonda gerir, það mun alltaf vera til staðar fólk sem er tilbúið að fórna sér fyrir að halda hinu góða inni. Sá fyrir mér bardagasenur (hugsa sér, vera í einhverju dapurleika og eina sem bjargar er ofbeldissenur) og hetjudáðir. Og það reddaði málunum! Ég las áfram bókina "The Sheep farmers daughter" e. Elisabeth Moon og sofnaði frekar ánægður.

Dreymdi síðan eitthvað bölvað bull. En var ekkert voðalega þreyttur eftir á.

Ég er líka að fara á Nick Cave tónleika!
Fréttir (inní þesum pósti kemur líka fram "heimurinn er vondur" osfrv)

Hafið þið horft á fréttir? Ekki bara horft heldur reynt að setja ykkur í spor þeirra sem er verið að fjalla um? Reyna að komast að því hvernig tilfiinning það er að vera í palestínu og óttast hermenn Ísraels og stríðið sem er það? Eða vera í spor Ísraelsmanns sem hefur varan á sér vegna þess að næsti maður getur ákveðið að standa upp og sprengja sig í loft upp og þig með? Eða velt ykkur upp úr því hvernig það er að vera misnotaður af stjúpföður sínum í 6 ár?

Maður fjarlægir sig frá fréttum, segir "ástandið í botni miðjarjarhafs" og "þetta eru bilaðir kallar sem gera þetta" osfrv. Þetta er of mikið af þjáningum til þess að við getum tekið þær inná okkur. Ef við myndum gera það þá mundu allir gráta fyrir framan sjónvarpið alltaf þegar fréttir koma upp, gráta yfir týndum barndóm, látnum ættingjum, osfrv.

Heimurinn er fullur af þjáningum og þær þjáningar fáum við "filteraðar" í gegnum fréttir. Hryllingur heimsins sést alltaf klukkan 7 á hverjum degi en við sjáum það ekki, vegna þess að það er of erfitt. En kannski væri heimurinn betri ef við mundum alltaf gráta yfir fréttunum, ef við mundum finna fyrir þeim sárskauka sem meðbræður og sysitr finna fyrir.

kannki mundi heimurinn vera heilsteyptur ef við mundum ekki varpa þessum tilfinningum frá okkur. Kannski með því að meðtaka sársaukann sem heimurinn veldur og við völdum hvort öðru þá væri kannski hægt að kenna okkur að það sem við gerum getur valdið sársauka!

Grátum í kvöld!

09 desember, 2002

Helgi er búin!

Já Helgi vinur minn er búin að ganga hringinn, hann mun ganga annan hring eftir um 5 daga. Hann hefur gengið þennan hring svo lengi sem ég man eftir mér. Fyrst tók maður ekkert eftir honum. Hann bara gekk þegar hann gekk. Hafði engin áhrif á mans líf. En svo byrjaði ábyrgðin að lenda á manni og maður tók eftir að Helgi tók ábyrgðina af manni. Alltaf reglulega gat maður aftur verið barn og hætt að hafa áhyggjur af þessari ábyrgð. Meira að segja tók Helgi lengri hring og hélt á byrðinni fyrir mann í einn dag, jafnvel tvo daga lengur en venjulega. En það gerist sjaldan.

Í seinni tíð virðist hann koma oftar og fara hringinn hraðar. Maður er ekki eins ánægður með þennan hring sem Helgi tekur vegna þess að hann er of stuttur. Aðeins lengur biður maður... bara aðeins. En Helgi fer bara sinn hring og spyr ekki kóng né prest. Ég held að ástæðan fyrir þessu er hún Elli gamla. Hún viðrðist stytta dagana og mánuðina er að búa til sokka úr þessum dögum og maður veit að stundum hættir hún á miðjum sokk og byrjar á öðrum. Já hún Elli. Margir óttast hana vegna þess eiginmanns hennar Hr.D. En það er hluti af þessum hring. Hringum sem Helgi gengur í og þessum sokk sem Ellin er að spinna. Já Hr. D ákveður stundum að sokkkurinn sem Elli er að smíða sé of langur og ákveður að stytta hann.

En Helgi er búin að ganga hringinn. Við getum hlakkað til næsta hrings hjá honum.

06 desember, 2002

Catcher in the Rye e. J.D. Salinger

Kannast einhver við hana? Ég er allavega að lesa þá bók. Keypti mér hana þegar ég var út í chicago. Hef lengi langað að lesa þá bók. Er núna búin með helmingin af bókinni og ritstíllin minnir mig svo lítið á Mikael Torfason. Sagan gerist öll í kollinum á aðalpersónunni. Maður fylgir sögupersónunni í gegnum hugrenningar hennar og sér hið daglega líf í gegnum augu hans. Persónan í bókinn er 18 maður sem er nýbúið að sparka út úr skólanum sínum. Hann vill ekki segja foreldrunum frá því strax svo hann stingur af til New York, er síðan hangandi á pöbbum, farandi á bíó, reyna að fá sér vændiskonu, hringir í gamla félaga osfrv.

Er ekki að vekja stórkostlega áhugan hjá mér en ég er að lemja mig í gegnum hana. En afhverju er ég að skrifa um hana hér? Það var ekki í þeim tilgangi að láta ykkur vita um hvað þessi bók fjallar heldur afhverju ég er að lesa hana. Ég er ekki að lesa þessa bók vegna þess hve mikið menningarlegt gildi hún hefur eða neitt svoleiðis. Heldur er ég að lesa hana vegna bíómyndar. Já bíómyndar... og ekki einu sinni góðrar bíómyndar. Í myndinni "Conspiracy Theory" kemur bókinn fram. Karakterinn sem hann Mel Gibson leikur kaupir bókina og það er talað um það að aðrir frægir morðingar hafi allar átt þessa bók (öruglega tómt bull). Þess vegna langaði mig að lesa þessa bók. Úfff... tómur hégómi!

Jæja... ég ætla samt að klára hana!

04 desember, 2002

Svefn

Ég veit að ég ætlaði að tala meira um áfengi. En það verður bara að bíða eftir betri tíma.

Nú ætla ég að tala um svefn. Ég á nefnilega stundum erfitt með svefn. Mig dreymir það mikið að ég vakna rosalega þreyttur! Afhverju dreymir mig svona?

Mig hefur dreymt morð (Sivarlappar inní fyrv. skólann minn og ríf upp haglabyssu og fer að freta á liðið), vísindaskáldskap (Sivar í geimnum að berjast við geimverur og Dóra), víkingasögur (Sivar að fara með víkingaskipi, sem búbbi... ekki víkingur og horfir á morð og annað), Að kenna (Sivar fer út á land og kennir krökkum), draugadót (Sivar verður logandi hræddur þegar eitthvað draugalegt gerist og þá vaknar ég).

Síðan má ekki gleyma þessu allskonar bulli sem maður svona man varla eftir. Draumarnir mínir hafa stundum verið innblástur í smásögur og ljóð sem ég hef búið til og jafnvel ævintýri sem ég hef stjórnað.

Mig dreymir mesta bullið þegar ég sef mikið og þá man ég eftir draumunum mínum. Ég er búin að komast að því afhverju það gerist! Ég lærði það í almennu sálfræðinni. Þetta hefur eitthvað með REM svefnin að gera. Rem svefn er draumasvefninn og Rem tímabilið eykst eftir því sem maður sefur meira. Þannig að draumarnir mínir eru ekki neitt svona dulrænir hæfileikar eða neitt svoleiðis, mig dreymir ekki framtíðina eða neitt svoleiðis. Ef ég mundi gera það þá ættu margir vina minna að forðast mig sem eftir er (Dóri, ég lamdi hann með járnröri þegar hann varð orðin geimzombie. SirGzur, ég miðaði á hann haglabyssu... en skaut hann ekki... skaut einstaklingin sem var á bak við hann. Urk, Slæst við hann út af biluðum bíl. Muffin, hendi honum út úr geimskipi þegar mig grunaði að hann væri geimzombie. Ofl ofl.... )

En auðvitað fæ ég Deja Vú eins og allir aðrir. Sú tilfinning finnst mér mjög skemmtileg. En ég veit ekkert um hvort hún sé eitthvað merkileg... og er eiginlega sama hvort sem er.

02 desember, 2002

Áfengi!

Já ég fékk mér að drekka á laugardaginn. Skemmti mér konunglega, fór í partí, dansaði til klukkan 6. Drakk um kippu af bjór og fékk sopa af slóvenskum landa (í refsiskyni fyrir að klúðra drykkjuleik). En ég hætti að drekka um 1 leytið og dansaði eins og villtur væri. Fékk mér að borða og alles. En samt!

Samt varð ég þunnur. Ég meira að segja svitnaði og svitnaði. Þetta var ferlegt. Og þega maður lendir í þessu þá veltir maður fyrir sér... afhverju? Afhverju er ég að drekka? Afhverju drekkur fólk almennt? Ég er byrjaður að vera alltaf veikur daginn eftir að ég hef drukkið. Verð hrykalega þunnur. Er það þess virði? Er þess virði að drekka?

Þegar ég var yngri (ætlaði að segja ungur... en þar sem ég er ennþá ungur....) þá hafði ég þá skoðun á áfengi að fólk drykki vegna þess að það er feimið. Og þegar maður drekkur þá dettur ýmsar hömlur í burtu og maður getur hegðað sér á óheflaðan máta. Gat talað við stelpur o.s.frv. Í dag veit ég að áfengi hefur áhrif á líkamann þannig að maður verður með minni hömlur á hegðun. En núna er ég fullorðin maður og ég get alvega talað við kvennmenn án þess að roðna og þótt að ég sé illa drukkin þá er ég ekkert að reyna mikið við kvennmenn. Þannig að afhverju?

Damned if I know... En ég ætla samt að reyna að komast að því... á morgun.... þar sem ég er ennþá hálfþunnur núna!