30 desember, 2003

Gamlárskvöld.

Ég hef oft sagt að þetta sé mitt uppáhaldskvöld ársins. Púðurreykurinn, hávaðin og ljósadýrðin hafa alltaf heillað mig.

Það myndast líka skemmtileg stemming alltaf í kringum þetta. Ég fæ alltaf einhverja gleðitilfinningu á þessum tíma.

En nú verð ég að játa að mig hlakkar ekkert til áramóta. Ég eiginlega veit ekki af hverju.

Þetta er einhvern vegin tómt í dag.

29 desember, 2003

Jólin

Ég tók upp á því að veikjast svona rétt fyrir jól. Var með einhverja drullu í hálsi og nefi. Er búin að snýta út úr mér svona 28 lítra af hori. Nennti auðvitað ekki að vera veikur svo að ég tók mig til og fékk mér sólhatt og c-vítamín, íbúfen og hálstöflur á fullu. Ég var svona lala starfshæfur um jólin og er núna orðin voða hress, en ekki alveg orðin heill þar sem ég snýtti mér í morgun hressilega og horið slettist upp á nef. Öruglega svona hálfur sentílítri. Eitt snýt og bréfið var gegnsósa af hori.

En anívei....

Ég fékk jólagjafir.

Peysu og vekjaraklukku frá Gamla settinu, Geisladisk og bók frá Vargnum, Dvd frá Bróa, nærbuxur, sokka og konfekt frá LSJ, handklæði frá Ömmy Jenný og afa Inga. Svona hefðbundið jól. Þakka auðvitað kærlega fyrir alla jólagjafirnar (þú líka Leifur... takk fyrir drekann).

Síðan er maður orðin feitu af öllu ketinu sem maður hefur borða, ef við tölum nú ekki um konfektið, nammið, gosið osfrv. Ég fékk þennan risastóra konfekt kassa frá vinnunni í jólagjöf og hann er nú í herberginu mínu óopnaður... og ég hræðist hann. Sé fyrir mér um hálft kíló af þessu eðal konfekti. Með mismunandi fyllingum, karamellu, jarðaberja, keim af banana, núggat.... mmm..... en ég er búin að klára einn konfekt kassa (þann sem ég fékk frá LSJ) og er að háma þetta í mig í vinnunni. Hef á tilfinningunni að þetta sé of mikið. En þetta er bara svo gott.... ætla ekki að opna kassann strax!

18 desember, 2003

Lífið

Það er ótrúlegt hvað það tekur á sig skrýtnar myndir.

Ég er ekki búin að gifta mig og eignast börn, eitthvað sem ég bjóst við að myndi gerast. Ekki það að ég hafi verið að leita að því eða neitt þannig. Ég ímyndaði aldrei mér að ég myndi giftast í kirkju eða neitt þannig. En ég sá alveg fyrir mér að ég væri búin að eignast mína eigin fjölskyldu áður en ég yrði 25 ára.

En ég er einn í dag. Síðan þegar ég lít til baka og þá sé ég að ég hafði einhvern draum um hjónaband. Hugsaði um hvernig þetta myndi verða þegar ég væri komin með fjölskyldu en ekki hvernig ég myndi ná henni.

Það er eins og með margt annað. Bíll og hús... hafði ekki leitt neina hugsun um hvernig ég myndi ná þeim.. en hafði hugsað mér að ég myndi eignast þetta.

En í dag þá er þetta ekkert kallandi, heillar mig ekkert. Ég væri alveg til í að eiga mína eigin íbúð, en mig langar ekkert í fjárhagsskuldbindingarnar.

Ég spyr mig oft hvort að ég sé fastur í einhverju Pétur Pan tímabili, að ég vilji ekki fullorðnast, og eflaust er það rétt.

En lífið hefur bara leitt mig á aðrar brautir, brautir sem ég sjálfur hef valið að ganga ;), ég er að vinna við eitthvað sem mér datt aldrei hug að ég myndi vinna við, er í stjórn félags þar sem ég var ekki að fíla klíkuna þegar ég var að byrja í þeim samtökum.

Er síðan komin með vinnu, verð að vinna í tilsjónarsambýli... heimili eða eitthvað, Þannig að það er margt að gerast í mínu lífi.

16 desember, 2003

Að bjarga lífi.

Var á rölti í vinnunni. Sá hvar hún barðist fyrir lífi sínu í vatninu. Stökk til, rennbleytti sjálfan mig og dró hana upp úr. Talaði huggunarorð við hana meðan hún var að þorna, var blaut og hrakin.

Henni tókst vel til við að þurrka sig og eftir smá tíma fór hún aftur að fljúga um.

Ég bjargaði lífi í dag. Kannski finnst sumum ómerkilegt að bjarga lífi flugu. En þetta er einstök lífvera. Engin fluga í heiminum mun vera með nákvæmlegu sömu DNA. Líf hennar er kannski fábrotið en hvað er mitt að dæma það?

Er ekki allt líf stórkostlegt og jafnvel hægt að nota orðið "heilagt" um lífið? Auðvitað er erfitt að bjarga öllu lífi sem er í kringum okkur. En er ekki hægt að reyna? Gera það sem við getum til þess að halda lífinu lifandi? Í staðinn fyrir að berja í áttina að flugunni þá dáðst að henni og hennar hæfni?

15 desember, 2003

Bíó!
Cabin fever. Fór á hana á fimmtudaginn síðasta, hann Siggi hólm var svo yndislegur að bjóða mér á hana. Nokkuð skemmtileg mynd. Síðan var leikstjórinn með tölu um myndina og það var þræl gaman að hlusta á strákinn. Mæli hrikalega mikið með myndinni.

Ég held líka að þessi mynd mun hafa einhver áhrif á mig í framtíðinni.... hmm...

Örlög??

Undarlegar tilviljanir, margar saman. Er það tilviljun?

Ég lenti í svoleiðis um helgina.

Var í L-12 búðinni að láta mér leiðast þar sem það var gjörsamlega ekkert að gerast í búðinni. Það ganga síðan tveir menn inní búðina, annar heldur á jaka. Hann spyr (eins og margir aðrir) hvort að við tökum á móti notuðum fötum. Ég segi já og tek á móti þessum frekar ágæta jakka. Hann segir að hinn hafi keypt sér nýjan og vildi gefa þennan. Ég horfi á hinn einstaklingin og hann segir "I have got a new one" og strýkur yfir glænýjan 66° norður jakka. íslendingurinn segir síðan eitthvað sem á að vera fyndið en ég horfi á þennan útlending og spái hver þetta sé. Þeir kveðja síðan og labba út. Ég stend kyrr og held á jakkanum sem er talsvert rakur og velti fyrir hver þetta hafi verið....

Þetta var Eli Roth. Rísandi stjarna... og ég held á jakkanum hans... væri nú flott að versla hann sjálfur eða jafnvel hengja hann upp með eiginhandaráritun. En neeeeiiiii.... ég fattaði ekki hver þetta væri og nú stend ég uppi með jakka sem er ágætur.

Er síðan næstu klukkutímana að blóta sjálfum mér fyrir að hafa ekki fengið eiginhandaráritun. Loka búllunni snemma... og fer heim, mér var boðið að fara á Grease í borgarleikhúsinu. Fjölsmiðjan í Kópavogi var að fara og buðu einhverjum leiðbeinendum með... þar á meðal mér. Mér fannst hálf fáranlegt að hafa einhverja sjálfboðaliða með þessu fólki úr fjölsmiðjunni... en segir maður nei við Grease.. hmmm... oftast, já... ég veit eiginlega ekki af hverju ég sagði já.... En anívei.

Ég settist á aftasta bekk og beið eftir að leiksýningin byrjaði og sjá... Eli Roth gengur inn. Ég byrja strax að telja í mig kjark til þess að biðja um eiginhandaráritun. Er síðan hálfa sýninguna með hugann annars staðar. Er með fiðrildi í maganum og svitna eins og ég veit ekki hvað. Hléið kemur og ég er að læðst í kringum hann eins og geðbilaður stalker. Sé hvar hann er að spjalla við einhverja Íslendinga, eitthvað þotulið... þannig að ég beið, var næstum búin að hætta við... en sá þar sem kom aðsvífandi bjargvættur, ljóshærð og brjóstgóð. Fór að spjalla við hann á fullu. Ég stökk þá að með penna og blað og fékk áritun! Spjallaði við hann í smá stund og hlustaði á spjall hans við stúlkuna. Virtist vera mjög eðlilegur og fínn gaur.

Ég horfði síðan á afganginum á sýningunni í gleðivímu... uppgvötaði síðan að ég hafði ekkert til þess að tengja árituna við jakkann.... en ég var tiltörulega rólegur yfir því.... treysti almættinu.

Og hvað... í mogganum var mynd af Eli Roth í hinum ágæta jakka.

Tilviljun eða örlög?

12 desember, 2003

ARRRGGGHHHHHHH!!!

Ég held að ég viti núna hvernig gelgju líði. Mér líður eins og lítilli gelgju sem er verið að reyna útiloka frá vinahópnum. Verið að fara á bakvið hana til þess að sjá hvort menn velji mig eða hópinn. Einhver hópamyndun í gangi...

Verð hrikalega pirraður útaf því. Urrr....

Hvað gengur að fólki?

11 desember, 2003

I am going slightly mad!

Draumur í nótt.... ég var að fara leigja og fann mér flotta góða kjallaraíbúð. Þessi kjallara íbúð var falleg og góð og mig langaði í hana. Eini gallin á henni var að það hún var í stóru húsi og ég þurfti að fara í gegnum forstofuna hjá heimilisfólkinu til þess að komast að íbúðinni minni (eins og er í íbúðinni hjá Varginum).

En mér líkaði vel við fólkið sem átti húsið og það líkaði vel við mig. Þetta var fimm manna fjölskylda. Allir voru svona tiltörulega venjulegir en það var ein stúlka þarna.... daddarra...

Hún var 19 ára og var að klára menntaskólann. Var svona "late bloomer", hafði verið ógeðslega barnaleg en hafði blómstrað í þessa fallegu kvenveru. Ég tók strax eftir því að hún gaf mér auga ef hún hitti mig í forstofunni. Við fórum eitthvað að daðra... ekkert alvarlega (þar sem ég kann ekkert að daðra... ekki einu sinni í draumi).

Einn dag þá er ég eitthvað bjástra í íbúðinni minni þegar hún bankar upp á. Biður mig um að koma upp og hjálpa sér aðeins. Ég fer upp með henni og það eru engir foreldra heima. Við förum eitthvað að kela og erum komin í svaka aktjón, týna spjarirnar af og við að nudda og sleikja. Virkilega hot draumur... er kannski að fara í blautan!

En auðvitað koma foreldrarnir heim. Við erum í herberginu hennar. Hún stekkur fram, vefur handklæði um sig og fer eitthvað að stalla fyrir foreldrunum. Ég reyni að fela mig í einhverju skoti, nakin, heyri eitthvað rifrildi frami og heyri það að stelpan fer að gráta, inn koma foreldrarnir... ég er svona hálf falin. Þetta er svona atriði í bíómynd þar sem vondu kallarnir þurfa bara að taka eitt skref í viðbót og þá sést aðalsöguhetjan.. í bíómyndum þá stíga aldrei vondu kallarnir fram.. en hvað gerist hér....

Jú foreldrarnir stíga fram. Horfa á mig með reiði svip þar sem ég stend hálf bogin í felum... nakinn.... nú ég bregst við eins og allir hefðu gert

"fyrirgefið" stíg síðan fram og næ í nærbrækurnar mínar, klæði mig í þær og fer síðan í íbúðina mína. Stuttu seinna koma foreldrarnir og segja að ég er góður leigjandi og þau vilja ekki missa mig en ég má ekki sofa hjá dóttur þeirra.

What is wrong with this picture?????
Lofræða

Það er sjaldan sem maður les eitthvað sem hreyfir við manni. Oft þá les maður texta, sögur, ljóð án þess að einhverjar tilfinningar vakni upp hjá manni. Maður les textann með kannski skemmtanagildi í huga eða kíkja á boðskapinn hans. Hann er áhugaverður oft... en það vaknar ekkert upp.

En stundum gerist það að maður les texta og það vakna upp tilfinningar. Ef það gerist almennilega þá vaknar tilfinningasúpa sem maður á erfitt með að ná utan um. Grátur, hlátur skiptast á að koma, hugsanir þjóta fram og til baka og maður veltir fyrir sér textanum fram og til baka.

Það gerðist í sumar þegar ég las Life of Pi e. Yann Martel og í gær gerðist það líka þegar ég las bloggið hans Togga Pop. Hef lesið hann í smá tíma og hef alltaf gaman að þriðjudagssögunum hans. Sögur af honum sjálfum þar sem maður fær þvílíkan kjánahroll (eða bjánahroll) yfir öllum þessum kjánagangi hjá honum.

Í gær settist ég niður og byrjaði að lesa og þá koma allt annar hljóð upp úr honum. Þetta er skyldulesning á allan máta. Textinn er vel skrifaður, hann nær til mans, veitir manni innsýn inní tilfinningar og maður á auðvelt með að ímynda sér atburðina. Sér sjálfan sig inní þessu, textinn dregur mann inní þann hugarheim. Síðan er boðskapurinn eitthvað sem á erindi í umræðuna.

Textinn er hér.

Skyldulesning!

08 desember, 2003

Um val

Okkar líf snýst um val. Við erum alltaf að velja stefnu sem við viljum að lífið okkar á að taka.

Það er ósköp einfalt. Allt í okkar lífi er í kringum þetta val. Það er ekki hægt að fela sig bakvið "þetta er bara svona" eða "örlögin tóku í taumana". Heldur við völdum stefnu þessa.

Að keyra upp eða niður laugaveginn. Það er val. Ef við veljum það að keyra upp laugaveginn þá tökum við þeim afleiðingum. Þetta getur þú sett á allt. Spurning hvort að það sé hægt að setja fólk með geðsjúkdóma....hmm... en anívei.

Ef við veljum það að taka að okkur verkefni á vegum Rauða Krossins þá er það okkar val. Þótt að eina ástæðan fyrir því að við völdum það að taka að okkur þetta verkefni sé skyldurækni þá er þetta samt okkar val.

En stundum er erfitt að fást við þetta val. Stundum er það mjög erfitt að vera undir því. Við erum öll mannleg og höfum öll okkar veiku punkta og stundum tökum við of mikið að okkur. Þá veljum við það samt. Þá erum við að velja það. Veljum kannski að gera sumi hluti illa. Lítið við því að gera.

En auðvitað má maður kvarta yfir því :Þ

En síðan má ekki gleyma því að við höfum örlög og allt í kringum okkur er fyrirframákveðið. Jú við höfum ákvörðunarvald en það er samt fyrirfram ákveðið hvað við veljum. En það þýðir ekki neitt fyrir okkur þar sem við erum bara peð á stóru taflborði veruleikans.

Fór líka og horfði á Two Towers extended á laugardaginn og skrópaði á föstudeginum í hnefaleika. Valdi það alveg sjálfur.

04 desember, 2003

Þreyta

Ég er orðin langþreyttur.

Allir virkir dagar eru uppteknir. Á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum fer ég í hnefaleika og svitna eins og svín. Skrepp svo og fæ mér eitthvað að borða. Síðan heng ég oft með honum GEB eða fer að spila.

Á þriðjudögum og fimmtudögum fer ég svo að vinna mína aukavinnu. Já þessi ferð þarna í haust kostar víst eitthvað og maður þarf víst að borga sínar skuldir, svo maður verður ekki viðskiptavinur sjálfs síns. Þannig að ég fer og hringi í fólk og segi því frá tilboðum á vegum símans. Voðalega heilalaust eitthvað en ég fæ pening og kemst á MSN á meðan.

En ég nenni þessu ekki mikið lengur.

Mig dreymdi að ég væri veikur í nótt. Ég dreymdi að ég myndi lenda í slysi og væri á spítala. Það segir manni margt.

ég vil taka eina kvöldstund og slappa af. Fara í bíó.... taka því rólega.

Sé samt ekki hvenær ég á að hafa tíma fyrir það.

02 desember, 2003

Goðin mín

Hafa ekki allir einhverja til að líta upp til? Ég hef þrjá aðila sem ég lít upp til og dái. Ég hef mun fleiri sem ég lít upp til en þessir einstaklingar eru svona aðilar sem hafa haft áhrif á mig á annan máta. Þar sem hátíð sem er haldin til heiðurs eins þeirra verður haldin á næstunni þá ætla ég aðeins að fjalla um þessa þrjá aðila.

Þetta eru Jesús frá Nasaret, Ernesto "Che" Guevara og Mahatma Ghandi.

Það er tvennt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir voru allir byltingasinnar og voru tilbúnir að láta lífið fyrir málstaðinn. Málstaður þeirra var mjög ólíkur og allir notuðu þeir mismunandi aðferðir við að koma málstaðnum á framfæri.

En þeir trúðu á hann svo sterkt að það virtist enginn efi vera hjá þeim. Kannski kom efi einhvern tíman upp en þar sem þetta eru hálfgerðar goðsagnarverur þá er ekki fjallað mikið um það.

En það er það sem heillar. Þessi óbilandi trú á málstað sem fer yfir öll mörk. Að trúa á eitthvað svo sterkt að þú ert tilbúin að stíga niður af stalli lífsins fyrir hann.

Ég hef aldrei haft neinn svona málstað og það er mjög ólíklegt að í svona fyrtu samfélagi eins og ég lifi í að ég muni hafa hann. En ég get samt dáð aðra fyrir það.

Málstaðurinn er ekki það sem ég dái, heldur hegðun og hugsun þessara manna. Þeir voru allir stórkostlegir, hver á sinn hátt.

28 nóvember, 2003

Fordómar á móti BNA.

Eins og flestir lesendur vita þá er ég með helling af fordómum gagnvart BNA. En tvo síðustu daga hef ég brotið einn niður.

Hve oft höfum við talað um hve fáranlegt Bandarískt réttarkerfi, vitnað í hin ýmsu dæmi, um innbrotsþjófinn sem meiddi sig við innbrot og kærði svo húseigendur, við konuna sem setti "Cruise control" í gang og fór að hugsa um barnið, kærði síðan bílfyrirtækið fyrir að útskýra ekki nóg dótið, konuna sem brenndi sig á kaffibolla frá McDonald og fékk fúlgur fjár ofl. ofl.

En ég kynnti mér þetta, fór á Snobes og athugaði þetta.

Flestar sögurnar eru algert bull frá upphafi til enda, nema sagan umkonuna sem brenndi sig á kaffibollanum.

Þriðja stigs bruni á lærum og mjöðmum og McDonalds vissi að þetta gæti farið svona. Þeir áttu skilið að fá á sig þessa lögsókn.

Þannig að dómskerfið þeirra er ekki svona slæmt eins og við heyrum oft um.

27 nóvember, 2003

Komin heim.

Í gær var ákveðið að skella sér á góðan matsölustað. Þegar þar var komið fór ég í það að panta mér ostrur, froskalappir, fashana og snigla.

Fashaninn var ekkert sérstakur, ostrurnar voru hálf bragðlausar en froskalappirnar og sniglarnir voru æði! Fá mér svoleiðis attur!

Í dag skrapp ég á Tinna safnið og fannst það gaman. Safnið var soldið gamalt og hefði mátt vera sett skemmtilegra upp. En það var marg áhugavert þarna og þótt að allt hafi staðið á frönsku þá bjargaði ég mér og náði innihaldinu.

Síðan var farið í neðanjarðarlest og reynt að bjarga sér heim.... til hvers að nota kort þegar maður hefur hyggjuvitið.... en eftir smá hringavitleysu þá endaði ég á hótelinu á góðum tíma. Farið í taxa.. flugvél... bið... flugvél....

Gott að vera komin heim.

25 nóvember, 2003

Brussel 2.hluti

Eftir skrifin i gaer for eg a hotelid, settist nidur fekk mer bjor og las. Allir toludur fronsku i kringum mig og eg er hardakvedin ad thad tungumal mun eg mastera!

En sidan kom hopurinn og vid forum i matarbod hja einni konu sem vinnur i Islenska sendirradinu. Thad var bodid upp a fordrykk sidan var borid fram geitarostur sem var vafinn inni beikon... vaaaaa... hvad thad var gott... audvitad var bodid upp a raudvin med.... sidan var einhver lambakjotspottrettur med baunaspirum og beikoni. Bodid upp a meira raudvin. Sidan kom kokur og konfekt.. eitthvad vodalega mikid belgiskt snobb. En med tvi kom meira raudvin. Sidan kom koniakid... en eg akvad ad halda mig vid raudvinid. Lenti a spjalli vid helv.. skemmtilega konu sem eg komst ad hun vaeri eldri en mamma min og oll hennar born voru eldri en eg.

Sidan var okkur hent ut um midnaetti og tha skellti madur ser heim a hotel. Eg gerdi einhverja skandala... en thad var nokkrir sem skridu heim um 5 leytid og einn adeins seinna, hitti einhverja domu ... fylgdi ekki sogunni hvad hafdi gerst.

Sidan vaknadi eg og var ageatlega hress en vaknadi adeins of seint og thad thurfti ad reka a eftir mer.

Sidan var madur a fyrirlestrum til klukkan fjogur... for svo eftir thad i bokabudir og keypti fjorar baekur... verd ad fara haetta thessu bokavandraedum.

En eg bid ad heilsa og kem heim a fronid a morgun... Arni, thu saekir mig er thad ekki?

24 nóvember, 2003

Brussel

Thridji dagur. For snemma af stad a Laugardeginum eftir ad hafa verid ad spila fram eftir kvoldi. Hvar er thetta med mig og ferdalog, afhverju get eg ekki bara farid snemma af sofa?

En vaknadi thegar pabbi hringdi i mig og hann var bidandi fyrir utan. Eg rauk upp, var sem betur fer buin ad pakka, og klaeddi mig og var komin ut a thremur minotum, sem er personulegt met.

Sidan var farid i rutu og tekkad sig inn. Thar hitti eg folkid sem eg atti ad vera med, komst ad tvi ad eg var langyngstur... sem er nu ekkert slaemt utaf fyrir sig.

Vid stoppudum i London i 6 tima og skruppum i baeinn, thar sem eg fann bokabud og versladi mer 3 baekur (nu hef eg plas i toskunni minni).

Sidan var tekid lest a flugvollin og hun audvitad tafdist. Komum i flugvelina a sama tima og hun atti ad leggja af stad... sem betur fer var flugvelin buin ad tefjast (ekki utaf okkur).

Brussel er fin borg, mjog vestraen, med mikid af glerhysum. Eyddi sunnudeginum i ad labba um borgina og skoda. Fann 2 bokabudir og keypti mer 7 baekur, samtals... eda voru thaer atta... hmmm.... Fekk mer belgiska voflu og svo um kvoldid tha forum vid a veitingastad og bordudum humar, blaskel og snigla... frabaer matur. Eg fylgdi fordaemi einnar vinkonu minnar og fekk mer tvo eftirretti (einn var mjog litill... telst eiginlega ekki med).

I dag vaknadi eg snemma, fannst mer allavega, for i sturtu og svo nidur... thar bidu allir othreyjufullir eftir mer... thad voru nu heilar 5 minotur thangad til ad vid attum ad fara af stad... stressad folk.

En sidan er eg buin ad vera allan dag a fyrirlestrum um ESB, EFTA, EES, WTF, ofl. Innsyn inni heim sem eg thekki ekki neitt. En er reynslunni rikari. I kvold er svo einhver vidhafnarmaltid hja einhverri raduneytisgellu. Aetti ad vera gaman.

Jaeja laet thetta neaja i bili.

Kvedja fra Bruxelles

21 nóvember, 2003

Sivar hinn fordómafulli

Ég lét fordómana mína hlaupa með mig í gönur í dag.

Ég var að ræða við einstakling í síma og var að kvarta við hann um 3 persónuna. Að mínu áliti hafði 3 persónan hegðað sér óeðlilega gagnvart viðskiptavini og vildi koma þeim kvörtunum á framfæri.

Ég og þessi einstaklingur ræddum í góðu tómi um þetta mál og komumst að þokkalegri niðurstöðu, að viðskiptavinurinn hafði misskilið ákveðna hluti. En ég var á þeirri skoðun að 3 persónan hefði getað hegðað sér betur. Hann hefði átt að taka tíma, spyrja nánar út í hlutinn osfrv. Í staðinn fór hann bara eftir lagabókstafnum og var ekkert að útskýra eitt eða neitt fyrir manneskjunni. Á meðan hinn aðilinn var á þeirri skoðun að 3 persónan hefði hegðað sér fullkomlega.

Ég spyr hvort að mér leyfist að vera ósámmala og hann svarar mjög frunntalega og segir að hann eigi ekkert við mig að tala ef ég sé að saka hann um að skrökva. Ég reyni að koma fram mótmælum en hann skellir á mig.

Dagurinn er alveg ónýtur.... en hvað gerðist... afhverju bragst hann svona við. Hvað gerði ég vitlaust?

Og þá vaknaði það. Ég hef aldrei hitt eða talað við 3 persónuna, heyrt um hana og þær sögur eru miður fallegar, enga þjónustulund, dónalegur osfrv. Síðan þegar ég var að tala við einstaklinginn þá lét ég það í ljós að það færi þetta orðspor af honum. Hinn fór í vörn og verndaði sinn starfskraft (skiljanlega). Brást síðan reiður við.

Ef ég hefði ekki verið með þessa fordóma þá hefði ég kannski ekki látið þennan almannaróm koma í ljós. Samtalið hefði mjög líklega farið allt öðruvísi.

En eftir að hafa hugsað þetta þá er ég komin á þá skoðun að allir fordómar eru slæmir. Maður á aldrei hugsa/segja eða láta í ljós nokkuð neikvætt um 3 persónuna. Leyfa hverjum einum að dæma fyrir sjálfan sig.

Ætli þetta hafi verið skilaboð frá almættinu?
ARRRRGGGHHHH

Morgunblaðið bls.12 í fólkinu (aukablað).

Eftirfarandi texti birtist:

Kæri Blogger.com....
http://sivar.blogspot.com
"Sivar auglýsir eftir maka. Kvenkyns, á að vera til staðar þegar þörf er á henni, geta stundað fjörlegt kynlíf, á að vera tilbúin að horfa á eftir Sivari út í löndum, á að eiga betra rúm en ég á (sem er nú ekki erfitt), leyfri mér að að spila hvenær sem er, á ekki að vera með neitt vesen" 19. nóvember 15:54.


Talandi um vandræðilegheit.
Tuð

"X hf. Góðan Dag"
"Góðan dag, ég heiti jónína og ég hringi vegna þess að móðir mín fékk bréf frá ykkur, en ég bara skil ekki afhverju hún fékk það"
"Ekkert mál, ég get aðstoðað. Hvað er vandamálið"
"Vandamálið er XXXX"
"Já það er nú auðleyst.. ég þarf bara hringja í Tryggingastofnun og athuga svolítið"
"Já en ég bara skil ekki hvernig þetta getur gerst, hún móðir mín er veik og fer sjaldan úr húsi.. bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla"
"Já ég skil hvað þú átt við en ég þarf bara hringja eitt símtal og svo hringi ég í ....
"En hvernig getur þetta gerst með aldraða konu"

"Hey!!!! Þetta er ekkert vandamál og þú þarft ekki að tala svona helvíti mikið um þetta kelling. Þegiðu bara og leyfðu mér að gera mína vinnu í friði og svo hef ég samband við þig! Þá færð þú þær upplýsingar sem þú þarft og getur hringt í einhvern annan og truflað hann! Hvað er þetta með ykkur gömlu kellingar þið gerið ekkert nema röfla út í eitt. HVAÐ Í ANDSKOTANUM ER AÐ YKKUR?"

"hún kemst ekki út úr húsi og fer ekkert. Hún opnar ekki BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BL AL BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA og gerðu svo þetta"
"ekkert mál, hringi eftir smá, vertu blessuð"

Seinna

"X hf. Góðan daginn"
"Blessaður, er maður að nafni Petur Jónsson að vinna þarna?"
"Já hann er að vinna hér"
"Hver er titillinn hans?"
"hmm... ég er bara ekki viss"
"Er hann nokkuð sölu og markaðsstjóri?"
"já það gæti verið, bíddu ég er hérna með deildarskipulagið... hmmm.... já hérna er þetta. Hann er titlaður sem Deildarstjóri þjónustu og þróunardeildar"
"Ég get þá kallað hann sölu og markaðstjóra?"

"Hvað meinaru fíflið þitt? Ertu heyrnarlaus? Heyrðiru ekki Deildarstjóri Þjónstu og þróunardeildar? Hvernig geturu í andskotanum haldið áfram að kalla hann sölu og markaðstjór þega hann er allt annað? Og síðan spyrðu mig hvort að þú getur kallað hann þetta! Hvað er að heima hjá þér? NEI þú getur ekki kallað hann SÖLU OG MARKAÐSTJÓRA, hann er DEILDARSTJÓRI ÞJÓNUSTU OG ÞRÓUNARDEILDAR! Andskotin hafið það."

"Öhh.... hann er eiginlega titlaður sem Deildarstjóri þjónustusviðs"
"Jæja... allt í lagi bless"
"öhhh.... bless bless."

19 nóvember, 2003

Brussel

Já ég er að fara til Brussel. Fer á laugardaginn og kem aftur á miðvikudaginn. Ég er að fara til að kynnast UFE (ungt fólk í evrópu).

8 manna hópur fer frá Íslandi, allt einstaklingar sem eru með einhver ungmennamál á sinni könnu. Ég fer fyrir hönd Rauða Krossins.

Gaman að því ;)
Sivar auglýsir eftir maka.

Kvenkyns, á að vera til staðar þegar þörf er á henni, geta stundað fjörlegt kynlíf, á að vera tilbúin að horfa á eftir Sivari út í löndum, á að eiga betra rúm en ég á (sem er nú ekki erfitt), leyfir mér að spila hvenær sem er, á ekki að vera með neitt vesen.

Eða þannig.

Nei í alvöru þá er ég ekki að leita eftir maka en stundum sakna ég þess að hafa ekki neinn hliðin á mér þegar ég fer að sofa, þegar ég horfi á video, að geta ekki rætt um bækurnar sem ég er að lesa osfrv. *sniff, Sniff*

Ég hef líka lítinn tíma til þess að sinna því. Allir virkir dagar eru uppteknir í vinnu eða í boxi. Um helgar er roleplay og svoleiðis hlutir.

Já hmm......

18 nóvember, 2003

Makaþörf


Þetta orð sem er hérna fyrir ofan á eftir að vera mikið í umræðunni eftir nokkur ár. Það eiga fræðimenn eftir að ræða um þetta orð og hvað það merkir. Ég hef nú ekki heyrt um það áður svo að hér kem ég fyrst með þetta (ef einhver veit betur þá getur hann sá sami haft samband og kvartað).

Hvað er þetta? Þetta er þörfin til þess að finna sér maka. Þörfin fyrir það að maður sé hluti af einhverri heild, þörfin sem kemur upp þegar maður kemur heim og vill að einhver taki á móti sér, þörfin fyrir það að hjúfra sig upp að einhverjum áður en maður fer að sofa, þörfin fyrir að hafa einhvern til þess að skiptast á gleði og sorg, þörfin fyrir að einhver sé til staðar þegar manni lýður illa, þörfin fyrir að ala upp börn og þörfin fyrir kynlíf.

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi en þetta gefur ykkur góða mynd af því hvað makaþörf er.

Ég held að allir hafi þessa þörf en það er hægt að fullnægja henni með ýmsum leiðum. Það er hægt að fá sér gæludýr, bólfélaga, kíkja á djammið og finna sér kjöt, ofl.

En þessi þörf er bara fullnægð með aðila sem er tilbúin að skuldbinda sig. Ég er ekkert að tala þá um að einstkalingarnir giftast og búa saman alla eilífð heldur eru saman í nokkurn tíma. Það er ekki spurning að með því að gera það þá færðu mun meira úr sambandi en ef það sé í stuttan tíma.

Þýðir þetta að Sivar sé á höttunum á eftir maka? Ég er nú ekki orðin það desperate, en það koma stundum tímar þar sem ég sakna þess að hafa ekki maka.

(ætlaði að skrifa meira... en ég það kom soldið upp á... ég er að fara til brussels! Víííííííííiíi... sjit mar... ég titra af geðshræringi... úúúú...)

14 nóvember, 2003

Vinskapur

Þegar ég var yngri þá voru vinir mínir leikfélagar. Ég skemmti mér vel með þeim og það var það eina sem skipti máli. Þegar ég var aðeins eldri þá voru það spilafélagarnir sem voru 1,2,3. Í framhaldsskóla þá voru það félagarnir sem maður gat talað við og sagt allt. Þeir komu með ráð og hugrenningar sem manni fannst vera hjálpleg.

Vinskapur er margþættur, það er oft hent frösum eins og "vinir eiga að skilja mann" " þeir eiga að vera til staðar þegar maður þarf á þeim að halda" "það er eitthvað sem heitir kunningi og annað sem heitir vinur, tvennt ólíkt" o.fl. o.fl.

Á seinni árum þá er ég búin að komast að því að vinátta er brothættari en maður býst við. Ein mistök, eitt rangt orð þá er vinskapurinn deyjandi. Það tekur oft vinskap langan tíma til að deyja en maður finnur það. Hvernig maður er hættur að treysta einstaklingnum, hvað maður hittir hann sjaldan og hvað maður er fjarlægur honum.

Stundum horfi ég í kringum mig og mér finnst ég vera umkringdur fólki sem skilur mig ekki, áttar sig ekki á mér og virðist ekki vilja gera það í þokkabót. Þá er ég einmanna, veit ekki hvernig ég á að bregðast við þessu og fyllist vonleysistilfinningu. Ég horfi þá á fólkið sem ég kalla vini mína og sé þá týnast til útlanda, þroskast í aðra átt og maður sér fram á það að missa tengslin við það.

En oft þá er ég umkringdur góðu fólki, fólki sem virðir mig og treystir mér. Fólki sem ég elska, virði og treysti. Þá er ég bjartsýnn, því ég veit að það mun standa með mér í gegnum vandræði og vesen. Ég veit líka að þetta ég á eftir að þekkja þetta fólk allt mitt líf.

Svo að þessi póstur er til heiðurs vina minna!

Þakka ykkur fyrir því án ykkar væri nú lífið dauflegra

Var þetta nokkuð of corný? Ég var sko spá að setja "Þakka ykkur fyrir því án ykkar væri nú lífið dauflegra" en fannst það soldið skotið yfir markið.

12 nóvember, 2003

Uppljóstrun um Sivar

Núna kemur ein uppljóstrun um mig, stórt leyndarmál sem ég hef borið með mér í langan tíma.

Ég er viss um það að ef ég hefði fæðst sem kvenmaður þá hefði ég verið alger fatafrík.

Já ótrúlegt en satt. Ég fíla að spá í föt, ekki sem hönnuður eða neitt þannig heldur bara hvernig mismunandi föt klæðir fólk mismunandi.

En ég fíla ekkert sérstaklega karlmannsföt, mér finnst litirnir leiðinlegir, sniðin ófrumleg og næstum því öll karlmannsföt eins. Á meðan kvenmannsföt hafa gríðarlegt frelsi með liti, efni og snið. Þeir sem voru með mér í framhaldsskóla muna kannski eftir því að ég var að gera tilraunir með því að kaupa hin og þessi föt, átti svarta silkiskyrtu sem ég keypti í London, keypti mér fríki diskólita bol (sem er alger vibbi) og verslaði mér einhvern tíman svo bláa LSD skyrtu sem ég gekk í dögunum saman. Var að prófa hitt og þetta.

En í dag þá er ég hættur þessu. Það er ekkert gaman að spá í karlmannsfötum, þau eru flest öll alveg eins. Síðan þegar litblindan mín kom upp þá fór alveg sjálfstraustið í því að velja einhver fríki föt. Nú er ég bara klæddur í frekar grá og litlaus föt, kaupi mér oftast mjög lík föt og tek litlar áhættur, en ég fíla fötin sem ég geng í og er oftast sáttur við klæðaburðin á mér.

En ég öfunda kvenmenn af þeirra möguleikum.

10 nóvember, 2003

Ég er hneta!

Djöfull getur maður verið heimskur stundum. Alveg ótrúlegt hvað maður hlustar ekki á viðvararnir vina sinna og notar sjaldan sína almenna skynsemi. Það sem almættið leggur á herðar mínar.

Dagurinn í gær byrjaði ósköp sakleysislega. Labbaði frá Árbænum til íbúða foreldra minna til þess að sækja gjöf sem var long "overdue" og líta við á gamla settið. Auðvitað voru þau ekki heima en ég skrapp til LSJ og var þar í smá stund. Síðan sótti GEB mig og við skelltum okkur í bíó, á hina þriðju mynd í Matrix þríleiknum.

Síðan fórum við vinirnir heim til mín (vargsins) og spjölluðum um heima og geima. Ég sparkaði svo honum út um miðnætti og kíkti aðeins í tölvuna. Msn-aðist smá en var ekki í stuði svo ég lagði tölvuna frá mér.

Ég var þreyttur og syfjaður... ég vissi að það var langur dagur framundan. En hvað geri ég... ég teygi mig í bók! Bók sem var búin að liggja á náttborðinu í smá tíma. Bók sem hann Óli og Geb voru báðir búnir að lesa. Bók sem hann Geb sagði að hann hafði lesið á tveimur dögum (og hann sem aldrei les). Það var lítill rödd sem hvíslaði því að mér að ég ætti bara að sofa. Ekki kíkja bókina.. hún gæti beðið. En ég var svo fullur sjálfstraust og hroka að ég lyfti bókinni upp um hálf eitt leytið og byrjaði að lesa.

Lagði hana frá mér um fjögur og bylti mér í korter... tók svo aftur upp bókina og vissi það að það það var engin leið til baka. Var búin um hálf sex.

Vaknaði við það að deildarstjórinn hringdi í mig.

08 nóvember, 2003

The Giant Wars

26 mans hópur gekk frá stóra hópnum og héldu útí nóttina. Þeir voru allir léttir til fara, án bakpoka og ónauðsynja. Þetta var hópur sem vissi að það var ólíklegt að þau ættu afturkvænmt. Þar glitti á nokkur tár hjá sumum en flestir báru þeir harm sinn í hljóði og litu ekki til baka.

Enkiadu leiddi hópinn áfram. Ég vona að guðirnir hjálpi okkur í þessari för. Við getum ekki fórnað fleiri þorpsbúum. Okkur verður að takast að lama hann, særa löppina hans. Ég vona að líkami minn rotnar fljótt svo að ég geti fundið fyrir náð guðanna.

Sara þurrkaði tárin úr augun sínum. Velja á milli hans og þessa. Hvernig getur einhver sagt og meint þetta? Hún minntist síðustu nóttina sem þau áttu saman, hvað hann hafi verið blíður og hvaða orð hann hafði hvíslað inní eyrun hennar. Þau áttu sér framtíð hafði hann sagt, ríðandi hlið við hlið. En það er allt búið. En ég veit, og guðirnir eru mín vitni, aðþetta er eitthvað sem ég verð að gera.

William leit til baka á stóra hópinn. Hann fann hvernig barkakýlið lyftist upp og niður. Óðs manns æði. Ekkert annað. Bara að hjálpa þeim með göldrum og svo fara. Hlaupa. Vona að hann myndi ekki ná sér. Ég hlýt að geta falið mig í myrkrinu. Það hljóta einhverjir að lifa þetta af. Einhverjir sem hann myndi frekar fara á eftir. Hann horfði á hópinn og hugsaði með sér á meðan hann labbaði hver myndi lifa þetta af, ef einhverjir myndu gera það.

Georg hugsaði með sér að honum fyndist það heldur leiðinlegt að geta ekki fengið eina kvöldstund með henni Söru áður en hann dræpist. Það væri helvíti leitt. Ég gæti kannski náð einum kossi áður en við förum í hann. Það væri helvíti gott.

2 klukkutímum og einhverjum mínútum seinna.

Enkiadu leit á risann þar sem hann stóð á hólnum. Blóðið lak úr honum á svo mörgum stöðum að hann gat varla talið þá. Fleiri tugi örva stóðu út úr andliti og háls hans. Þar sem vinstra augað hafði verið var nú bara gapandi tóft og úr hægra auganu lak glær vökvi, það var nokkuð augljóst að hann var blindur og kraftaverk guðanna myndi ekki bjarga sjóninni hans. En það ótrúlegasta var að hann stóð ennþá. Síðast verk Jonash var að reka spjóti í gegnum vinstra hnéð á honum og hægri löppin leit meira út eins og saxað hrátt kjötstykki heldur en löpp á lifandi, standandi veru.

Risinn lyfti upp hægri hendi og setti hana upp að enni. Hvað er hann að gera hugsaði Enkiadu með sér og áttai sig á þvi að hann var að heilsa að hermannasið. Risinn seig svo niður á annað hnéð og féll svo fram fyrir sig og lenti með miklum dynki á andlitið. Equi þakkaði guðunum fyrir þennan mikla sigur sem þeir höfðu fært þeim þessa nótt.

Bardaginn hafði verið blóðugur. Það safnaðist saman 18 manna hópur yfir risanum og glöddust yfir sigrinum.

Fundu síðan lík Georgs þar sem hann hafði getað hlaupið nokkur hundruð metra út i nóttina þrátt fyrir handamissinn en misst svo meðvitund og blætt út.

06 nóvember, 2003

Skapið mitt

Stundum held ég að ef Guð hefði skapað helvíti þá er jörðin og allt lífið hér það sköpunarverk. Stundum held ég að ég sé staddur í helvíti. Dimmt og drungalegur heimur þar sem þjáningar eru daglegt brauð. Þar sem siðmenninginn er bara blekking. Það sem ýttir okkur áfram sé sú staðreynd að það er kannski betra líf einhverstaðar framundan, en reyndin er sú að þetta mun ekkert batna... bara versna.

Hyldýpi vonleysis og dauða. Dauðinn er þá heillandi kostur. Ekki sjálfsmorð heldur að deyja, sofna, líða útaf, snöggt og fljótt. Að hverfa, hætta að hugsa, vona og þrá. Bara búið, endir. Að tómið eitt umlygi mig.

En það er samt sjaldan. Stundum er þetta lif eins og blessun. Kraftaverk sem væri hægt að horfa á og hugsa um til enda minna daga. Að hvert andartak komi með nýtt tækifæri, nýja von og nýja gleði. Þá langar mig að lifa í hundrað ár. Fylgjast með kraftaverki lífsins dafna, skapa sjálfur líf, upplifa allt sem hægt er að upplifa og nokkra hluti sem ekki hægt er að upplifa. Þá langar mig til þess að öskra af lífsins sálarkröftum TAKK og þakka þá sköpunarverkinu fyrir þetta tækifæri til þess að lifa.

En oftast er ég einhverstaðar á milli.

05 nóvember, 2003

Nýtt komment kerfi

Já hann Murphy kom í heimsókn, akkúrat þegar ég var búin að setja getraun í gang. Þetta er dæmigert fyrir almættið

En ég er búin að leysa það. Eftir smá vesen og vandræði þá setti ég nýtt og vonandi betra athugasemdarkerfi inní bloggið mitt.

Njótið vel.

04 nóvember, 2003

Djö.....

Virkar ekki komment kerfið!

Senda mér mail ef þið hafið svarið
Prójekt SIVAR massi

Já eftir nokkra vikna umhugsunarfrest var tekin stór ákvörðun. Það var ákveðið að dempa sér í djúpu laugina og uppskera eftir því.

Það var farið í gær og tekið þetta stóra stökk, minna mátti það nú ekki vera.

Nú er ég eins og gömul kona. Haltra útaf harðsperrum í vinstri rasskinn... já vinstri rasskinn.... ekkert voða gaman.

En hvað gerði Sivar? Fór hann til einkaþjálfara? Fór hann í sund? Fór hann að æfa skvass?

Það er komin getraun og það eru vegleg verðlaun í boði sem giskar á rétt! Svar óskast í athugasemdakerfið (ef það virkar).

En það má bæta því við að Sivar pungaði út lítið kraftaverk út úr almættinu í þessu. Já... honum tókst að draga GEB með sér í Pjójekt SIVAR massi.

En annars var allur gærdagurinn lagður undir þetta. Eftir að ég og GEB vorum búnir að svitna og púla þá var farið í það að leita sér að einhverju til að borða. Eftir smá umhugsun þá var ákvað GEB að skella okkur í kringluna..... já kringluna af öllum stöðum! Við föttuðum seint að það var búið að loka öllum matsölustöðum svo að við fórum í burtu en þá kom í ljós afhverju almættið hafði dregið okkur í kringluna. Það var til þess að við gætum leikið Karlmenni, eða riddarana á hvítu hestunum.

Við komum tveimur kvenmönnum til bjargar. Þær höfðu lent í þeirri þvílíkri neyð sem við einir gátum bjargað. Það hafði sprungið dekkið hjá þeim. Nú auðvitað aðstoðum við þeim með því að skipta um dekk... en þegar annað dekkið var komið á þá kom í ljós að varadekkið var líka lint.

En okkur tókst samt að vera hetjum með því að skutla þessum tveimur kvenmönnum í eitthvað geim sem þær voru á leiðinni á! Fékk meira segja toblerone í þakkarskyni.

En hvað er ég að gera til að koma mér í form? Svar óskast.
Gzur er beðin um að halda sér saman!

03 nóvember, 2003

Varð að láta þennan flakka
Helgin

Þessi helgi var troðin af atburðum. Ég flutti í íbúðina hennar vargs á meðan hún er í Evrópu hoppi. Það var óvissuferð á laugardaginn þar sem var gerð heiðarleg tilraun til þess að myrða mig. Síðan skellti ég mér í bíó með bróa á sunnudaginn, sem er hlutur sem hefur aldrei gerst að mig minnir.

En best að byrja á byrjuninni.

Ég er fluttur að heiman ( í þriðja skiptið ) ligga ligga lái.... bara í mánuð og fékk helling af húsreglum.
1. Verð að þrífa
2. Verð að vaska upp
3. Ekki fylla tölvuna af klámi
4. Ekki halda partí

Þannig að ef þið sjáið mig brjóta einhverjar reglur þá munið að láta ekki varginn vita!

Síðan var óvissuferðin.

Þetta var svo mikil óvissuferð að skemmtinefndin vissi ekkert hvert við vorum að fara og rútubílstjórinn var algerlega lost. En þetta reddaðist og við komumst á leiðarenda sem voru Indriðastaðir í Skorradal. Það var farið á fjórhjól. Ég var auðvitað svo góður að ég gerðist farþegi hjá deildarstjóranum yfir bókhaldsdeild.

Það er svo augljóst, þó að ég geti á engan hátt sannað mál mitt, að það var samsæri hjá bókhaldsdeildinni um að myrða mig. Ekki nóg með það að deildarstjórinn var alger glanni sem var að taka fram úr fólki, þótt að það var bannað, og tókst næstum því að velt hjólinu í tvígang. En þá tók ein starfsmaður bókhaldsdeildar sig til og keyrði aftan á okkur á fullri ferð og þá sá ég morðtilraunina. Deildarstjórinn tók þá snöggt í bensíngjöfina og við rukum af stað (eftir að það var búið að keyra á okkur), ég næstum því dottin af hjólinu en með snarræði þá tókst mér að ná góðu taki. En þá rauk deildarstjórinn niður brekku og endaði í einhverjum læk. Skjálfandi tókst mér að fara af hjólinu og já ég var heill á húfi. Ég komst lifandi, þennan dag, kannski verð ég ekki svo heppinn næst.

Deildarstjórinn brosti blíðlega og sagði að þetta hafi verið slys... yeah ræght. Mun fylgjast með tebollanum vel alla þessa viku!

Síðan var tekið upp flöskur af áfengum drykkjum og trallað fram eftir kvöldi.

Á sunnudaginn vaknaði ég furðuhress, enda orðin gamall og fór snemma í háttinn. Athugaði hvort að ég væri með alla útlimi og svo var. Síðan var skroppið í heimsókn til stóra bróðurins. Var spjallað lengi vel og sköpuð var persóna fyrir spunaspil sem tekið verður fyrir á næstunni.

Síðan var skelt sér í bíó á myndina "the Rundown" fín afþreyingarræma. En það merkilega er að ég man ekki eftir því hvort við höfum einhvern tíman farið í bíó tveir saman áður. Ánægjuleg tilbreyting.

31 október, 2003

Draumur

Bý úti á landi og öll mín fjölskylda er þar líka. Man ekki hvort að það var pabbi og mamma eða kona og börnin mín.

Það er einhverskonar herstöð nálægt þar sem ég bý en þetta er ekki Suðurnesið. Það er helling af vötnum og frekar heitt.

Ég er labbandi um og þegar ég sé flugvél fljúga yfir mig. Þetta var flugvél frá herstöðinni og er í einverri æfingu. Þetta er samt engin þota eða neitt þannig. Þetta líkist frekar svifflugvél með mótor... samt ekki...

Ég sé hvar flugvélin flýgur upp, virðist missa stjórn á flugvélinni og hrynur niður og brotlendur. Ég gríp skyndihjálparpakkann og hleyp út. Eftir smá tíma kemst ég að staðnum þar sem hún brotlenti... nú verður allt voða ruglað.. ég finn helling af blóði sem ég kemst síðan að því að þetta er málning sem hefur lekið úr stórum glerbrúsa sem brotnaði.

Það er reykur og flugvélin hefur sokkið í eitthvað vatn. Ég er vafrandi þarna um í smá tíma, ringlaður og örvæntingarfullur. Gefst síðan upp á endanum og fer í burtu. Tókst ekki að bjarga neinum.

Síðan þegar ég búin að labba smá þá kemur helling af fólki sem óskar mér til hamingju með björgunina og þetta hugrekki sem ég sýndi. Síðan var farið með mig á sjúkrahúsið þar sem konan sem ég bjargaði lá. Móðir konunnar faðmaði mig og grét fagnaðartárum. Síðan var ég látin setjast niður og allir voru í hring og töluðu um hvað ég væri mikil hetja.

En allan tíman var ég að hugsa um hvort að ég væri minnislaus. Það hlyti eiginlega vera.

Að vera hetja en muna ekki eftir því

29 október, 2003

Dauði Hellesar

Fyrir nokkru síðan sýndi hann Leifur mér bók, Sovereign Stone, flott spunaspilsbók með nýjum heim. Ég las hana og þessi heimur höfðaði eitthvað til mín. Galdrakerfið var nýstárlegt og heimurinn leit vel út (enda myndskreyttur af Larry Elmore). Kynþættirnir voru langt frá því að vera hefðbundnir, Álfar voru með svona samúræja fíling, Dvergar voru Mongólar - ríðandi á hestum um sléttur heimsins.

Ég ákvað að stjórna þessum heimi. Byrjaði á því að stjórna í gegnum netið, því hann Leifur gat ekki hangið á skerinu. En síðan þróaðist það útí hina hefðbundnu spilamennsku, með alla sitjandi í kringum borð.

Ég ákvað að hafa andrúmsloftið svona Grim´n gritty legt og láta aðalpersónurnar ganga inní málaliðahóp, hafa meiri hlutan af fólkinu í kringum þá óheiðarlegt, allt væri skítugt o.fl. Rændi andrúmsloftinu úr bókinni ?the Sheephearders Daugther? e. Elizabeth Moon.

Sagan hefur gengið mjög vel, fólk hefur skemmt sér og virðist fá tilfinningu fyrir heiminum og hvernig hann gengur fyrir sig.

Aðalsöguhetjurnar eru

William: Galdramaður, óreyndur drengur sem reynir að vera eldri en hann er. Hefur lent í hinum ýmsum vandamálum en leyst farsælega úr þeim hingað til. Æskuástin hans er Cordelia, en þau hafa fjarlægst mikið. Er hálf trúlofaður konu úr öðrum kynþætti sem hann bjargaði lífinu hjá.

Cordelia: Bogamaður. Ung stúlka sem var alinn upp sem veiðimaður. Þegar bænum sem hún bjó í var eytt og foreldrar hennar drepnir þá sór hún eið þess efnis að hún mundi hefna sín. Gekk í málaliða hóp og hefur sett allar aðrar áætlanir til hliðar. Hefur ekki verið við karlmann kennd og virðist ekki kæra sig um svoleiðis hluti. Hefur sannað hugrekki sitt á bardagavellinum.

Hellas: Ungur bóndasonur sem flúði ofríki og ofbeldi föður síns. Gekk í lið með málaliðahópnum og hefur náði mikilli færni í vopnaburði. Var gerður að Korporáli en það gekk illa hjá honum að ná stjórn yfir hópnum. Langar að verða atvinnuhermaður og ná langt í þeim efnum.

Þetta voru þessar þrjár aðalsöguhetjur. Það komu margar aukapersónur inní söguna en engin hafði fests við hópinn.

En þá kemur að aðalmálinu. Eins og fyrirsögnin gefur tilkynna þá er Hellas allur. Jafnvel þó að ég ætlaði að hafa þetta svona raunverulegt og blóðugt þá hefur engin aðalsögupersóna látið lífið. Ég er á þeirri skoðun að maður eigi að forðast það. En stundum er bara ekki hjá því komist.

Hérna kemur smá lýsing á atburðinum.

Hann skildi þetta ekki. Stewick og þessi kvensnift virtust kannast við hvort annað. Þeir voru óvinir. En samt skein gleði úr andliti þeirra beggja þegar þau sáu hvort annað. Hann vissi að hann hefði átt að neita þessari áæltun. Að fara með einhvern gamlan feitan kall út í sveit til þess að leita að einhverjum fornminjum. Jú að vísu hafði komið í ljós að þessi feiti kall var fær bardagamaður og hafði bjargað þeim á móti þessum vörðum og þau höfðu fundið fornminjarnar. En þegar allt virtist vera búið þá kom þessi kvensnift ásamt nokkrum af hennar kynþætti gerðu fyrirsát.

Stewick og kvensniftin voru í einvígi. William var að berjast við einhvern sem barðist með tveimur vopnum. Hann virtist ná að halda óvininum frá sér og greiða nokkur vel valin högg á móti.

Hann horfði á sinn óvin. Stór stæðilegur álfur sem hélt á löngu tveggja handa blaði. Þetta var óvinur sem dansaði í kringum hann, hljóp að honum hjó og stökk í burtu áður en hann gat áttað sig á því hvað hafði gerst. Hann vissi að ef þessi stökkvandi álfur mundi einhvern tíman stoppa að þá yrði hann snöggur að ná honum niður, en álfurinn vissi það líka svo að hann var ekkert að hægja neitt á sér.

Hann William bakkaði í áttina að honum, álfurinn sem hann hafði barist við var illa særður og hafði bakkað frá william. "Við verðum að komast að hestinum" sagði William.

Hellas vissi að þessir menn voru honum ofviða. Þótt að annar þeirra væri særður. Þeir voru of snöggir og voru ekki í vandræðum að sveifla sínum sverðum. Hann líka tók eftir því að hann Stewick var að tapa sínum bardaga. Kvensniftin dansaði í kringum hann og greiddi honum tvö högg hvert það sem hann náði. Álfurinn með stóra sverðið stökk í áttina að hinum álfinum og öskraði eitthvað á hann. Hinn brást við með því að setja sig í bardagstellingar og fór að nálgast þá félaga. William fór að kasta galdri og þá stökk tveggja sverða álfurinn niður, óttaðist virtist galdrana. En hinn fór að hringsóla þá. William notaði styrk jarðarinnar til að auka styrk Hellasar og sagði síðan "ég ætla að ná í hestinn" og hljóp af stað. Álfarnir notuðu tækifærið og fóru sitthvoru megin við Hellas. Tveggja sverða álfurinn var þrekaður og tókst ekki að ná inn fyrir varnir Hellas, en hinn hjó hann þungu höggu sem hefði klofið hann í tvennt ef honum hefði ekki tekist að setja skjöldin fyrir.

Hellas snéri sér að tveggja sverða álfinum., notaði sér þrekleysi hans og náði góðu höggi á vinstri handlegg. Álfurinn missti sverðið og riðaði til falls. Hellas sá að hann gæti lokið honum af, heyrði hann William kalla eitthvað en var of upptekin við að halda hinum álfinum frá til þess að taka eftir því. Hann stakk sverðinu í maga álfsins, hann dró það upp snöggt og rykkti því svo út. Álfurinn missti meðvitund á sársauka og hrundi niður.

Álfurinn með tveggja handa blaðið öskraði stríðsöskur og hjó til Hellas, hann var of seinn til að setja sköldin fyrir og fékk blaði í brjóstkassan, það opnaðist stórt sár og hann missti allt loft úr sér. Hann bakkaði tvö skref en álfurinn fylgdi á eftir, rauður af reiði.

William flýtti sér eins og hann gat. Hann hafði reynt að öskra til Hellash um að drepa ekki álfinn, því að þessi bardagi var ekki til dauða. Hann sparkaði aftur í hestinn til þess að fá hann hraðar en vissi í hjarta sínu að hann mundi koma of seint.

Álfurinn reisti blað sitt og bjó snöggt í háls Hellash sem kom engum vörnum við út af losti. Höfuðið féll af búknum og lendi með litum dynki við fæturna og líkami hans hrundi niður stuttu eftir.

Hann var grafin við litla athöfn, fjarri fjölskyldu sinni.

28 október, 2003

Uppáhalds!

Maður verður nú stundum að fjalla um slíkt (sérstaklega þegar manni dettur ekkert annað í hug).

Þegar ég fór að skilgreina uppáhalds þá kom auðvitað hugsanir eins og uppáhalds bíómyndir, bækur, sjónvarpsþættir... en ég ætla bæta nokkrum öðrum flokkum inn! En þetta ætti kannski að heita minnisverðast.... en hverjum er sama?

Kvikmyndir: L.a Confidental, Unbreakable, Matrix, Star Wars (gömlu), Willow, Braveheart, Gladiator, Aliens, Saving Private Ryan, The thin Red line, Fríða og Dýrið, Dances with wolves.

Bækur: Life of Pi (uppáhaldsbókin mín í dag), The Dragonlance Chronicles, Harry Potter bækurnar, ævisaga Che Guevara, Særingamaðurinn, Gorgías, High Fidelity, Hilmir Snýr heim.

Tónlist: U2, Mike Oldfield, Sting, Nick Cave,

Sjónvarpsþættir: The Muppet Show, Smallville, Star Trek:DS9.

Tölvuleikir: Star Craft, Battlefield 1942, Laser Squad.

Lönd: Slóvenía, Eistland, Rúmeníu

Klósett: Inn á rónabarnum í Sigishora (Rúmeníu)

Gistiheimili: Klefinn í Ljulbjlana, Slóveníu. Frost og Funi Hveragerði.

Staður: Þar sem ég er hverju sinni.

27 október, 2003

Draumfarir

Ég ætlaði að skrifa meira um kvenmenn... en það koma soldið upp á í nótt. Ég langaði að segja meira um það heldur en að tala um hitt kynið (það líka virðist ekkert vera rosaleg vinsælt).

Ég horfði á “Signs” rétt áður en ég fór að sofa í gærkvöldi. Þegar ég var búin að leggjast upp í rúm þá átti ég mjög erfitt að festa svefn. Ef ég sofnaði þá vaknaði ég stuttu seinna eftir einhvern sýrðan draum.

Draumarnir. Þeir voru þó nokkrir og allir mismunandi. Eftir hvert svefnrof breytist þema draumana. Stundum var þetta alger martröð en oft var þetta bara sýrður draumur.

Í einum draumnum var ég að rannsaka hverjir voru geimverur og hverjir ekki. Geimverurnar klæddust mannslíkömum sem þeir höfðu klónað. Þeir tóku ekki beint hlutverk einstaklinga í þessum heimi (eins og í invasion of the body snatchters) heldur bættu þeir bara sér við. Voru bara gangandi á milli manna í líkömum sem þeir áttu. Einhvers konar hamur. Ég var að rannsaka hverjir voru geimverur.. þegar ég var búin að komast að því hver var geimvera þá gerði ég ekki neitt. Ég bara tók mynd og lýsti einstaklingnum og fór að leita að næsta.

En í öðrum draum þá var ég búin að höstla stúlku og var að klæða hana úr fötunum og sá þá að hún var með typpi (hvað er þetta með mig og karlmannsgetnaðarlimi í draumum). Mér brá og þá sá stúlku að eitthvað var að, hún leit niður og sagði “þetta á ekki að vera hérna”. Þá fattaði ég að þetta var geimvera. Stökk á hana og fór að kyrkja hana. Geimveran fékk svona svip sem sagði “dóh!!! Ohhh well... gengur betur næst”.
En ég vaknaði þegar ég fann að barkarkýlið lét undan þrýstinga handa minna.

Lá upp í rúmi í smá tíma hugsandi um þenna draum. Var ekkert sérstaklega skemmt yfir honum.

Þannig hélt þetta áfram í alla nótt. Er að upplifa þreytu og hræðslu um mína eigin geðheilsu.

Heilræði: Ekki horfa á Signs rétt áður en maður fer að sofa!

24 október, 2003

Sjálfsvirðing kvenna

Ég skil ekki kvenfólk (og fer þá í röð 97% karlmanna). Ég tel mig vera skilningsríkan mann og get sett mig í spor fólks.

En nú er ég agndofa. Furðulegar verur þetta kvenfólk.

Ég hef heyrt marga segja að konur séu mjög ólíkar karlmanninum. Ég er þessu algerlega ósammála. Þær hafa eiginlega sömu hugsanir, þrár og bregðast mjög líkt við áreiti.

En það er eitt sem ég skil ekki. Hjálparleysið hjá þeim.

Ég var staddur í bíó um daginn og þar var svona kælir með helling af gosflöskum. Ein gosflaskan var hallandi að glerinu og ef einhver hefði opnað kælinn ógætilega þá hefði gosflaskan dottið niður. Ein stelpa ætlaði að opna kælinn, tók svo eftir þessu og sá hvað mundi gerast... en hvað gerir hún? Hún hnippir í næsta karlmann sem opnar kælinn og teygir sig inn og nær flöskunni.

Stelpa horfir á tölvuna sína og sér að eitthvað klikkar. “Sivar, geturðu komið og hjálpað mér” Maður stekkur af stað og veit ekkert hvað er að en eftir smá fikt þá er allt komið í lag.

WHAT THE FUCK!

Eru karlmenn eitthvað betri í það að bjarga gosflöskum? Eru karlmenn betri bílstjórar? Eru karlmenn betri í því að skrúfa skrúfur? Eru karlmenn betri í því að fikta?

Hvað er með þetta hjálparleysi? Ég veit að karlmenn eru búnir að kúga konuna í mörg hundruð ár og það tekur tíma fyrir að ná jafnrétti, en það væri gaman að sjá konurnar í kringum mig sína smá dug og þor. Ekki vera að biðja um hjálp þegar hún sjálf getur reddað sér.

23 október, 2003

Nýjir tímar

Maður upplifir sjálfan sig stundum á svo furðulegan máta. Stundum er maður konungur heimsins sem getur gert allt en stundum er maður bara smá peð á taflborði heimsins sem getur ekki haft áhrif á heiminn.

Undanfarið hef ég upplifað það að að ég sé peð, algerlega óhæfur að hafa áhrif á samfélagið í kringum mig.

Margur maðurinn hefur bent mér á það að ég skrifi og tala ekki góða íslensku. Það hefur verið sagt að ég sé með þágufallssýki, ég slett mikið og hreinlega latur vegna þess að ég reyni ekki að tala góða íslensku.

Það er svo sem í lagi. En síðan fékk ég góðar vísbendingar um það að fólk hættir að lesa bloggið mitt vegna lélegrar málfræðikunnáttu.

Þá fór ég að hugsa. Af hverju gerir fólk það? Þegar ég les annarra mann blogg eða annað efni á vefnum þá spái ég ekkert í því hvort að það sé rétt stafsetning eða málfræði. En það gæti verið vegna þess að ég sé ekki málfræðivillur og stafsetningavillur.

En það er fólk sem sér þetta og hættir að lesa bloggið mitt. Ég hafði alltaf ímyndað mér að það væri það sem ég skrifaði sem skipti máli, ekki hvort að það væri sett rangt upp. Eru þetta fordómar? Fordómar á móti fólki sem talar ekki góða íslensku? Þá er ekki lengur hlustað á þá, þeir hunsaðir og settir úti horn, útilokaðir?

En já... nú ætla ég brotna undir þrýstingi hjá fólki og gefast upp. Þið sigruðu, fólkið sem agnúist út í fólk sem nennir ekki að tala góða íslensku og sér engan tilgang í því. Ég ætla nú að spá hvað ég set niður á blað. Ég get engu lofað, ég get bara lesið yfir þetta sjálfur og látið fara yfir þetta með púka. En ég mun reyna. Allar athugasemdir um málfar og stafsetningu mega skilast til mín.

Þessi texti var í boði Vefpúka

22 október, 2003

Draumaástand

Ég er að ganga inní nýtt draumaphase. Þetta virðist gerast með reglulegur millibili hjá mér.

Í nótt dreymdi mig nokkuð góðan good fíling draum. En ég man hann ekki núna. Þessar aðferðir sem ég nota til þess að muna draumana tókst ekki í morgun. Fúlt.

En þegar ég vaknaði var ég í ágætu skapi. Var ekkert óhress eða neitt þannig.

Mér finnst draumar skemmtilegir. Ég hef gaman að tala um þá, upplifa þá og muna eftir þeim. Ég hef svona lúmst gaman að martröðum, þó að ég fíli ekki að vakna með þá tilfinningu að eitthvað slæmt mun koma fyrir mig ef ég held áfram að sofa eða einhver sé fyrir utan gluggan hjá mér að horfa inn.

Eru draumar bera einhverjir tilvikjunarkend rafboð í heilanum sem kemur af stað hugsunarferli sem er eðlilegt í svefni, flestir muna ekki eftir þessu ferli nema ef þeir eru vaktir á vissum stigum svefnsins. Eða eru þetta hugsanir um leynda þrár eða drauma sem maður er búin að halda í undirmeðvitundinni. Eða eru þetta sýnir um framtíðina sem eitthvað afl sem við höfum enga skilgreiningu á er að reyna sína okkur.

Ég hallast nú að fyrstu skýringunni, en hún er ekki eins spennandi.

21 október, 2003

Svefn

Ég svaf mjög illa í nótt. Vaknaði eitthvað í kringum 3 leytið og fór að hugsa um Rauða Krossinn, var andvaka að hugsa um hann í svona 2-3 tíma. Gat ekki sofnað yfir hugarblaðrinu í sjálfum mér.

Vaknaði við vekjaraklukkuna en slökti strax á henni (er síminn minn) fattaði hvað ég hafði gert og stillti vekjaraklukkuna aftur. En auðvitað stillti ég hana þannig að hún átti að vekja mig klukkan 5 næstu nótt. Vaknaði svo upp klukkan níu og rauk í vinnunna, seinn.

Núna sit ég hér hálf pirraður vegna þess að ég svaf lítið. Ég svaf lítið vegna þess að ég hélt fyrir mér vöku. Ég sjálfur! Endlausar vangaveltur um hina og þessa hluti.

Afhverju getur maður ekki stjórnað sínum eigin hugsunum... þetta með Sri Chinnoy hljómar bara vel.

20 október, 2003

Helgin

Ég vanalega skrifa ekki mikið um helgar aktifítí hjá mér en maður má nú breyta til!

Helgin byrjaði ágætlega, strax eftir vinnu hitti ég tvo vini mína og við ræddum um ýmis mál yfir kaffibolla (satt að segja var engin að drekka kafffi en það er bara svo óþjált að segja "ræddum um ýmis mál yfir te og kakóbolla og gosglasi"). Á meðan við vorum að spjalla saman þá var einn gaur í einhverjum vandræðum með bílinn sinn fyrir fram kaffihúsið og endaði það með því að hann fór út úr bílnum.. gleymdi að setja hann í handbremsu og missti bílinn ásamt kerru á bíl eins vinar míns sem sat með mér á kaffihúsinu. Bíllin hans skemdist eitthvað lítisháttar og maðurinn var elskulegur að láta vin minn fá símanúmer.

Eftir þessa hressandi kaffihúsaferð var ferðinni haldið til Vinnigael, þar sem söguhetjurnar voru að ferðast með spilltum kaupmanni. Höfðu verið leigðar til þess að vernda kaupmanninn frá stigamönnum. Ferðin sóttist seinlega og ýmsir atburðir gerðust. Menningar árekstrar voru tíðir, vissu ekki siði landana sem þeir voru að ferðast í gegnum, nokkrir lentu í fangelsi fyrir það eitt að reyna að fá konu til þess að sænga með sér. Komust að því að kaupmaðurinn væri mjög illur en gátu ekkert gert í þvi vegna þess að þeir voru með það starf að gæta hans. En það kom til þeirra kona sem sagði að væri á flótta frá yfirvöldum útaf því að hún væri að berjast við þrælasala. Þeir ákváðu að vernda þessa konu og hjálpa henni til þess að flýja.

Þegar þeir komust á áfangastað þá reyndi kaupmaðurinn að hneppa þá í þrælahald en konan sýndi sitt sanna andlit. Hún kallaði á þjóna sína, sem voru einhverjir frumstæðir ribbaldar og gangandi dauðir menn, sá hópur slátraði varðmönnum kaupmannsins. En þá voru söguhetjur okkar komnir í vandræði vegna þess að hópurinn sem hafði bjargað þeim var verri heldur en kaupmaðurinn og hans hyski. En þeim var leift að ganga burt frá þessum ógnum. Héldu heim, þreyttir bugaðir en klyfjaðir fjarsóði og gulli (blóðpeningar?).

Ég kvaddi söguhetjur vorra um sex leytið aðfaranótt laugardags. Fór heim og sofnaði. Vaknaði til þess að fara á vakt í L-12 búðinni, gekk það ágætlega. Fór svo um kvöldið á bjórkvöld hjá Padeiu.

Ég ákvað að mæta seint, langaði ekki að vera fyrstur þar sem ég er gamli kallin í hópnum og kíki á bjórkvöld með þeim af gömlum vana. Ég mætti seint... en var fyrstur. Það var nokkuð fámennt en fín hópur var þar á ferð. Ég drakk bjór, fékk mér nokkur skot og dansaði.

En það er ekki gaman að fara á djammið, ekki nóg með sígarettureykurinn fer hriklega í mig og tónlistin var leiðinleg. Það sem var verst voru stelpurnar. Já þessi stöðugapressa um að reyna við fólk, reyna að ná kontakti osfrv. er alveg að fara mig. Ég nenni því ekki lengur.

Síðan á sunnudaginn fór ég í bíó á Stórmynd Grísla, sem var nokkuð skemmtileg mynd, fílaði hana í ræmur. Tók tvær frænkur mínar með og ég held að ég hafi skemmt mér betur. Síðan um dormaði ég upp í rúmmi þangað til um kvöldið og fór þá í leikhús á "Puntila Bóndi og matti vinnumaður" helvítis leiðindi og ég fór út í hléi. Fannst þetta vera tímasóun. Fór bara beint í bíó á Intorable Cruelty, fína ræmu.

Þetta var barasta fín helgi

17 október, 2003

Kynlífsfantasíur

Já mín uppáhalds fantasía er þannig að ég er labbandi... neee... ég ætla nú ekki að segja ykkur frá fantasíunum mínum, pornodogs!

Aftur á móti þá var ég að lesa orðlaus um daginn og las þá grein um kynlífsfantasíur. Allir hafa þær (já ekki reyna að neita... við höfum þau öll.. nema LSJ af skiljanlegum ástæðum). En ég var að lesa blaðið og i blaðinu var fjallað um 4 vinsælustu fantasíur hjá konum og hjá körlum. Nú ætla ég aðeins að segja mitt álit á þessum kynlífsfantasíum, og draga hin sívinsæla Sivar inní þær umræður.

Fantasíur karla
1. Að vera með tveimur í einu Halló!!! Sko.. ég á erfitt með að vera með einni... hvað þá tveim. Það væri alveg ómögulegt að fullnægja þeim báðum nema ef þær mundu aðstoða við það. Já ég er sko ekki tveggja manna maki!
2. Að vera með bestu vinkonnunni Jahá... 2 vinsælasta fantasían er um svik og ógeðsleg heit. Need I say more?
3. Hanin í hænsnakofanum Að vera með helling af konum sem þjóna þér í einu og öllu. Hljómar ágætlega en ég mundi ekki fíla það. Maður mundi verða hrifin af einni og vilja vera með henni og þá mundu allar verða abbó og byrja að plotta um að rífa af mér eistun og eitthvað þvíumlíkt. Droppa þessu.
4. Að sofa hjá stórstjörnu já... það gæti virkað... en hef nú ekki fantaserað um það lengi. Er einhver stórstjarna sem er geggjuð flott... Holly Valance hún er nú flott, ja... svona... þetta bara virkar ekki.

Fantasíur kvenna
1. Kynlíf með ókunnugum úlala.. now we are talking.
2.Kynlíf á almannafæri já há... það er eitthvað sem virkar.
3. Gyðjan og þjónarnir hennar Alveg eins og Hanin i hæsnakofanum en nú væri ég í þeirri stöðu að vera abbó og plotta um að rífa undan... virkar ekki fyrir lillann.
4.Að vera með konu Já það er alltaf hluti af fantasíunum mínum.. en þar sem það er verið að tala um samkynhneigða stund þá bara.. því miður... það er ekki á "to do" listanum mínum.

Sem þýðir að engar af þessu vinsælu kynlífsfantasíum karla er vinsælt hjá Sivari.. en 2 af kvenna fantasíunum... jahá...Hvað segir það okkur?

Sivar Karlmaður?

14 október, 2003

Ræktin og hár undir höndum

Jæja. Project Sivar massi er að fara í gang. Hef nú farið tvisvar í ræktina... takið eftir ég sagði ræktina... fyrst fór ég að lyfta og tók þá efri líkamann.
Fór í bekpressu, tók 50 kg. Get hækkað mig í 55, jafnvel 60 ef einhver myndi spotta mig. Síðan í gær þá skellti ég mér í skvass og tók hann Óla í bakaríið. Fékk nú engar harðsperrur eftir það, en það var nú helv.. gaman.

En nú er ég að fara leggja í Project Sivar massi. Spurningin sem ég er að velta fyrir mér er hvernig á ég að fara að því? Á ég bara að mæta í leikfimi 3svar í viku og taka á því eða á ég að gera eitthvað annað.

Eins og hvað?
1. Fá mér einkaþjálfara, sem myndi taka mataræðið mitt í gegn.
2. Mæta oftar og fara þá í brennslu.. mæta kannski á morgnanna tvisvar í viku.
3. Fara í tíma.
4. Raka mig undir höndunum.

Já þetta síðasta er frekar merkilegt. Ég hef tekið eftir því að þessi gallhörðustu raka sig undir höndunum. Þannig að ef ég ætla skella mér í Project Sivar Massi þá væri það "eðlilegt" að raka sig undir höndunum. Nú það væri til þess að losna við þessa hryllilegu lykt (sem ég finn ekki) og til þess að þetta flækist ekki fyrir þegar maður er lyfta (halló!!! hvað eruð þið með langt hár þarna undir) og svo maður er ekki ósmekklegur þegar maður er í ermalausum bol (er hár undir höndunum ósmekklegt).

Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?

10 október, 2003

Heltekinn

Ég hef stundum komist í maníu hugsunargang. Þegar ég fékk abbó kastið hérna um árið og stundum þegar sögur eða ljóð herja á hugann minn. Þá fer ég að hugsa um þetta fram og til baka og get ekki losnað við það.

Nú er ég að fá versta maníu kast lífs míns (hingað til). Ég get ekki hætt að hugsa um þessa sögu... þessa hugmynd sem ég fékk að sögunni. Og hún er að fæðast. Tvær blaðsíður komnar út. Svona 5 eftir.

En þetta er svo sjúkt. Er búin að vera skrifa þetta í vinnunni í dag og þegar einhver gengur að skrifborðinu mínu þá er ég fljótur að skipta á wordskjalinu fyrir einhverju öðru. Veit ekki hvað fólk myndi hugsa ef það myndi sjá eitthvað af mínum skrifum.

Þessi saga er saga sem ég myndi aldrei sýna ömmu og varla pabba. Þetta svæsin saga... sjúk saga (finnst mér).

Það er ferlegt að geta ekki losnað við hugsanir sínar.. kannski ætti ég að heilsa upp á Sri-Chinnoy.

09 október, 2003

Snilli gáfa (smá öfund)

Nú ætla ég aðeins að tala meira um öfund. Ég fann gaur (bókstaflega) á huga.is sem er hreinn og tær snillingur!

Auðvitað öfunda ég þann mann.. hann hefur þrælskemmtilegan rithátt. Hérna eru pistlarnir hans. Þetta er ekki þægilegasta lesning en ef þér tekst að komast í gegnum eina grein og hefur gaman af henni þá ertu komin í tæri við snilligáfu.

Það er ekkert endilega það sem hann segir sem er frábært heldur er það hvernig hann segir það og það er oft eins og það sé bara bein lína á milli þess sem hann hugsar og það sem hann skrifar.

Ef þú fílar hann ekki þá getur lesið commentin sem koma alltaf á hann og verið sammála þeim.

Annars má segja að ég er komin með nýja hugmynd af sögu sem er öruglega ein sjúkasta sagan mín hingað til. (Mr. Skinner hvað....)

08 október, 2003

Afbrýðissemi og Öfundsýki

Ég er byrjaður að taka eftir þessum þáttum mun meira í fari mínu en ég gerði áður.

Ég stundum er alveg farast af öfundsýki.... afbrýðissemin virðist samt bara koma upp þegar maður er í sambandi við hitt kynið.

Ég öfunda fólk sem getur verið í sandölum. Fyrst var ég fúll þegar ég frétti það að ég þarf að punga út 5000 kr meira fyrir sandala heldur en fólk sem er með "venjulega" fætur, síðan fór ég að grínast með þetta. En um daginn þá uppgvötaði ég það að ég öfunda fólk af sandölunum sínum og þegar ég hefði verið að grínast með þetta þá var það bara til þess að eyða þessari öfund.

Í gær uppgvötaði ég það að ég var reiður út í fólk sem getur verið á MSN-messenger. Ég gat það fyrir nokkru en eftir að einhver svartur sauður hékk á þessu í sífellu í vinnunni þá var þetta tekið af öllum... kannski skiljanlega. En ég er samt fúll.. þegar maður fær fréttir af því að fólk er að spjalla saman, búa til áætlanir í sambandi við framtíðina, segja brandara, skiptast á fréttum osfrv, þá gleðst ég ekki yfir því heldur verð ég fúll. Finnst eins og það sé verið að skilja mig eftir útundan, ég fæ ekki að taka þátt af ásettu ráði.

Og ég öfunda fólk sem veit hvað það vill gera í framtíðinni, fólk sem er ástfangið og gift, fólk sem á börn, fólk sem er að fara til útlanda, fólk sem er í útlöndum, fólk sem fær meiri laun en ég, fólk sem á bíl, fólk sem á góða tölvu, fólk sem er trúað, fólk sem er ekki trúað, fólk sem hefur ekki lent í einelti, fólk sem á auðvelt með samskipti við annað fólk, fólk sem er fallegt, fólk sem er massað, fólk sem er alveg sama um útlit sitt, fólk sem þarf ekki að vinna, fólk sem fílar vinnuna sína í botn o.fl. ofl.

Afbrýðiseminn brýst samt út í meiri sjúkleika heldur en þetta. Það er bara hluti af mér og ég virðist vera að ná tökum á því....

En ég vil ekki þurfa að berjast við öfundsýki né afbrýðissemi. Þetta eru slæmir hlutir og eru bara með niðurrifsstarfsemi. Eitthvað sem ég vil losna við. Er það ekki sagt að fyrst skref á því að leysa vandamál sé að viðurkenna það

Ég heiti Sivar og ég er Öfundsjúkur

07 október, 2003

Herskáir umhverfisverndunarsinnar og annað

Ég var að flakka um vefinn í vinnunni og rakst þá á nokkrar áhugaverðar síður.
Elf Síða þar sem er fjallað um samtök sem nota herskáar aðferðir til þess að vernda náttúruna, þeir kveikja í nýbyggingum, eyðileggja bensínguslara bíla ofl.

Þetta er síða þar sem fjallað um hvernig á að búa til eldsprengjur. Sett upp í búning barnabókar.

Fleiri síður
No compromise
Animal liberation front

Áhugaverðar síður. Samtök fólks sem finnst vegið að dýralífi og náttúrunni og finnst hinar friðsamlegu aðferðir ekki virka. Fara í aðrar aðferðir. Þeir tala um hvaða aðferðir á að nota til þess að sleppa við ákærur og fangelsisvist og hvernig er skipulagning er höfð til þess að það sé ekki samstarf á milli þeirra.

Síðan ætla ég að benda á eina síðu... sem mér finnst nokkuð sérstök.

Hryðjuverk?

06 október, 2003

Lífið er of stutt!

Ég var að komast að þessari staðreynd fyrir nokkru. Lífið er alltof stutt!

Síðan ef maður ætlar að lengja líf sitt þá þarf maður að forðast sjólarljósið, drekka blóð og það er eitthvað vesen sem ég vil ekkert komast í.

Já lífið er of stutt! Ég hef svona 60 ár í viðbót. Á þessum 60 árum langar mig til þess að: (og þessi röð er ekki í mikilvægisröð)
1. Ferðast um allan heimin
2. Búa í Asíu, Ástralíu, Austur-Evrópu, Suður-Ameríku
3. Læra þó nokkur tungumál í viðbót, kunna spænsku, dönsku, Kínversku, Rússnesku og síðan eitthvað Austur-Evrópskt tungumál.
4. Eignast 2 börn (og barnsmóður)
5. Gefa út svona minnst 4 bækur (eina ljóða og smásagnasafn, eina fræðibók, eina öfluga skáldsögu og eina ævisögu)
6. Vinna sem sjálboðaliðiá einhverjum stað þar sem miklar hörmungar eru.
7. Vinna við einhverja vinnu sem mér finnst skemmtileg og vera mjög góður í henni.
8. Vinna sem deildarstjóri í leikskóla
9. Búa til heimasíðu (www.sivar.is)
10. Kaupa litla íbúða hérna á Íslandi (ekki með stóran garð!!!)
11. Fara í teygjustökk, fallhlífarstökk ofl.
12. Setjast í helgan stein svona 60 ára og vera rosalega mikið með barnabörnunum.
13. Spila roleplay á elliheimilinu.

Þessi 60 ár duga ekki!

02 október, 2003

Djamm og drykkja

Ég komst líka að því í ferðinni að ég er orðin gamall. Ég nenni ekki lengur að djamma, það var eitt kvöld þar sem var ákveðið að fara í bæinn í Ljublana og fara á einhverja klúbba. Mig langaði ekki að fara. Ég hugsaði um djamm... hávaði, drykkja, höslpælingarnar, sígarettufnykinn, dansinn og það heillaði mig ekki. Þannig var þetta líka í Eistlandi.

Þannig að ég varð eftir og sat á pöbbinum á hostelin og fékk mér tvo bjóra og hékk með einhverjum ferðalöngum.

En hvað er það við einstaka hluti sem ég fíla ekki
Hávaði: Að geta ekki talað við næsta mann án þess að öskra.
Drykkja: Að vera veikur daginn eftir og jafnvel nokkra daga.
Höslpælingar: Allt í lagi að horfa á flottar stelpur... en þegar maður blandar drykkju og greddu saman við þá fer maður að hugsa um hösl og það er bara að verða leiðinlegt.
Sígarettufnykinn: Að koma heim og lykta eins og gamall.... (arrrrggghh.. man ekki orðið... dótið sem maður drepur sígarettur í.. urrr... hata heila).
Dansinn: Troðningurinn.. að maður geti ekki dansað eins og maður vill án þess að einhver verður pirraður... að það er alltaf einhver sem vill fá meira plás en ég vill láta hann hafa.

Þannig að ég er orðin gamall.

29 september, 2003

Sjálfsmynd

Það er stundum ótrúlegt hvað sjálfsmynd mans getur verið skökk. Ég kynntist því í ferðinni minni. Atburður sem fáir tókur öruglega eftir en var svo merkilegt í mínum augum að ég er ekki ennþá að átti mig á þessu.

Ég var stattur á tónleikum Sidharta þegar vinkona Leifs sneri sér að mér og bað mig um að taka sig á háhest. Ég hváði og þá gaf hún það til kynna að ég væri stærstur og eitthvað sterkur.

Þetta gerði mig undrandi. Ég??? Ég alltaf horft á mig sem hálfgerðan væskil. Þegar ég var lítill var ég alltaf valin síðastur í fótboltaliðið, var ekki snöggur að hlaupa og var ekki góður í líkamlegur athöfnun. Síðan var sjálfsýmindin dregin í gegnum skít og svínari á gaggó árunum og hefur alltaf verið sú sama. Ég er væskill. Ég hef líka ekkert skammast mín fyrir það.... það hefur bara verið hluti af mér.

Síðan var þarna stúlka sem hafði aldrei hitt mig áður og fannst að ég væri nógu sterkur til þess að taka hana á háhest. Leit ekki á Leif (sem ég held að sé mun sterkari en ég) heldur á mig.

Það fannst mér mjög spes.... þannig að kannski þarf sjálfsímynd mín að breytast

Segir einn sem ætlar að kíkja á chokkóboli á eftir ;)

26 september, 2003

10. Kafli.
Reykjavík

Jæja. Þá er maður komin heim og búin að vera heima í nokkra daga. Þetta hefur verið ágæt heimkoma. Fór strax að vinna og það var ekki eins erfitt og ég bjóst við. Sitja bakvið skrifborð og ýminda sér Alpana.

En mig langar svo að fara til útlanda og er hræddur um að festast í einhverju daglegu lífi hérna heima. Fara í vinnu.. fara heim.. horfa á sjónvarp... osfrv. Mig langar ekki að festast í því... en hvernig get ekki gert það... er það ekki óhjákvæmilegt að festast í svoleiðis rútínu?

Fór á fund hjá Buslinu í gær og fannst hann allt of langur... en svona er þetta bara.. lítið hægt að gera í því...

þannig að með þessari færslu þá endar ferðalagið mitt.

Á næstu dögum mun ég skrifa aðeins um það sem ég lærði á þessari ferð, hvað ég komst að í sambandi við mig... ætla að reyna að horfa á þetta ferðalag í svona retróspekti (er það orð til???)

25 september, 2003

Varð að gefa ykkur þennan link

Hugsið um mig!
9.kafli
Urbino

Nú er ég eiginlega að svindla því að ég er þegar komin heim. En ég nennti ekki að blogga þar sem ég var þá ætla að ég aðeins að segja frá minni dvöl í Urbino.

Urbino er háskólabær nálægt Rimini, best varðveittasti miðaldarbær í Evrópu, fæðingarstaður Rafael og staður mikill listar og arkitekturs. Ég var ekkert að spá í því og eytti tímanum mínum í að labba um bæinn, skoða útsýnið, finna mér stað til þess að setjast niður og lesa bók (önnur bókinn í Wheel of time seríunni, fín bók.. skárri en sú fyrsta), og hanga með Bryndísi.

Þetta voru rólegir dagar, eyttir í rölt og afslöppun.

Síðan hélt ég heim. Tók rútu til Róm, lest á flugvöllin... komst svo að því að þetta var rangur flugvöllur og tók leigubíl á þann rétta, flug til London og svo flug heim.

21 september, 2003

8.kafli
Sidasti legurinn - Italiu

Eftir ad hafna jafnad sig a thessari othverrans veiki tha tokum vid felagarnir i sma spileri thar sem allt endadi illa, Faror Mordain fell i bardaganum og alles. Eg tok tvi frekar illa og var sar (minus i Kladdan fyrir mig) en eftir sma spjall tha fellust allir i fadma og toku gledi sina a ny. Eg held ad malid hafi verid ad eg hafi ekki gert mer grein fyrir tvi ad karakterinn minn er aukakarakter sem er buin ad falla i skuggan fyrir Anderin.

En ohh well...

eftir sma Svefn og gongutur um Prag tha var tekin stefnan i burtu fra Prag. Eg kvaddi felaga mina thar sem their hofdu tekid hofdinlega a moti mer og veitt mer felagskap og skemmtun. (Nogu gott Leifur :D )

Eg tok lest fra Prag til Pesaro i Italiu thar sem ruta flutti mig a leidarenda.. Urbino, haskolabaer. Thar aetla eg ad dvelja hja Bryndisi sidustu daga adur en eg fer heim. Ferdin tok um 17 tima og thad gekk bara vel. Svaf ekkert voda vel en svaf tho.

19 september, 2003

7. kafli
Operation Flushout

Að kvöldi 17. september réðust ókunnugir aðilar inní líkama Sivars með mexikönsku faratæki. Hermenn Sivars stukku til og var háð litlir bardagar í nokkurn tíma. Eftir smá tíma kom í ljós að hermennirnir réðu ekki við svona öfluga áras. Ákvað var þá að taka upp neyðaráætlunina "operation Flushout".

Aðgerðin hófst aðfaranótt 18. september og stóð yfir alla nóttina. Átökin voru gríðaleg, báðir útgangar voru notaðir og öllu var skolað út. Sivar missti einhvern svefn en ókunnugu aðilarnir fengu að fljúga út.

Sivar var mjög þreyttur og lá fyrir allan 18. september en var komin á fætur um kvöldið.

Ragnar félagi hans lenti í þessari áras líka og voru notaðar sömu aðferðir við að losa aðilana.
6. kafli
Siðasti dagurinn i Sloveníu

Eg vaknaði snemma og Babi (amman) tok a moti mér. Gaf mér að borða og spjallið eitthvað við mig. Gerði grín af Leif af því að hann svaf svo mikið.

Raggi kom stuttu seinna og borðaði með mér. Eftir matin var okkur boðið að fara í sveppatýnslu sem við þáðum, í þetta skiptið fann ég ekki neitt en Raggi var rosalega heppin og fann helling.

Síðan eftir smá göngu var farið og þá var hann Leifur komin á fætur, við fórum þá til bæjar sem heitir Bled og skoðuðum þar kastala. Nokkuð flottur, er á háum kletti rétt við vatn. Mjög myndrænn. Auðvitað frábært útsýni þaðan, staddur í ölpunum.

Síðan var Anja kvödd og við héldum heim á leið. Við keyrðum til Salzburg í Austuríki og fórum í gegnum Alpana, mæli með því. Í Salzburg stoppuðum við á mexíkönskum veitingastað og fengum okkur í goggin. Ég fékk mér frábæran kjulla. Síðan tók ég við akstrinum

Ég tel mig ekki vera góðan bílstjóra og var frekar óöruggur á leiðinni. En eftir smá tíma var maður byrjaður að keyra á 130-140 km hraða á hraðbrautinni. Þegar við nálguðumst landamærinn þá hætti hraðbrautinn og ég fekk að kynnast því hvernig er að keyra á þvílíkum sveitavegum í kolniðamyrkri. Leifur var soldið pirraður á því hvað ég var óöruggur, sem ég var, þannig að hann tók við þegar að landamærunum var komið.

Við komum síðan til Prag um hálf tvö leytið.

16 september, 2003

5.kafli
Gorenska i Sloveniu.

Vera staddur i Olpunum i sumarhusi. Fara med skidalyftu upp i 1800 m haed og fa utsyni yfir slovensku alpana. Hitta alvoru slovenska ommu sem eldar sveppasupu (ur sveppum sem hun tyndi sjalf), fa braud med reyktu, thurkudu svinakjoti, vakna um midja nott og sja ekki handa sinna skil, vakna snemma og taka utsynisgongutur og sja svo flott og otruleg fjoll ad thad halfa vaeri nog, fara svo i sveppatynslu og finna sjalfur nokkra aetisveppi.

Thetta er bara gargandi snilld!!!

13 september, 2003

4. Kafli
Slovenia

Uff..... Fjordi kaflin er eiginlega að enda. Við erum búinir að vera hérna í höfuðborg Sloveníu í 5-6 daga og sá tími hefur verið rosalegur. Alveg ótrúlegt að það skuli vera hægt að gera svona margt á stuttum tíma.

Það er ekki endilega hvað maður gerði sem skiptir máli. Heldur hvernig maður er búin að upplifa stemminguna hérna. Slóvenía er eitt það fallegasta land sem ég hef komið í. Stelpurnar hérna eru mjög flotar. Það er ótrúlega flott landslag hérna, blanda af fjöllum og skógum, höfuðborgin er ekki stór (330.000 manns) og auðvelt er að lappa í henni, Skjogjan (ekki rétt skrifað en ég er ekki með stafina...) hellana sem var eins og hálf tíma ganga í gegnum hann og það er eins og að lappa í ævintýri, kíktum á Pedjarma kastalann... virki sem var byggt í hellismuna, með 13 kílómetra langan helli á bakvið sig og er eitt það flottasta virki sem ég hef séð, svona virkilega öflugt virki, ég hef kynnst helling af fólki hérna á þessu hosteli, ástralar (Bret, Adam), nýja sjálandsbúar (Lissie, Analysa og bróður hennar), Svíar (Linn og Johannna), Englendinga (Tina, Mary, Charlie sem ég svaf hliðiná í hjónarúmi), Norðmenn (Thor), Portugala (man ekki, man ekki). Horft á fólk reykja gras og vefja.

Síðan má ekki gleyma Anju sem er Sloveninn sem Leifur þekkir, laganemi sem er í miðjum prófum en hefur hitt okkur tvisvar, hress og opinská stelpa.

Alveg ótrúlegt að maður skuli geta gert þetta allt á nokkrum dögum. Þetta er ekki búið því það er stefnt að fara á tónleika í kvöld. 25 þúsund mans. Það hljómar bara nokkuð vel... væri glaðari yfir þessu ef ég hefði farið fyrr að sofa... en ohh well.....

P.s Ég kláraði Life of Pi e. Yann Martel og það er alveg ótrúleg bók. Skilur mann eftir með svo margar spurningar og hugsanir að maður er hálf dáleiddur. Er eiginlega bara undraverð bók. Mæli með henni.

07 september, 2003

3.kafli
Prag

Nu er madur buin ad vera i Prag i nokkra daga og er buin ad komast ad thvi ad felgarar minir herna eru bara ronar. Their sofa til hadegis, horfa a Sjonvarpid og skutlast i mesta lagi i naestu bud til ad kaupa ser kjulla eda bjor.... samt var astandid svo slaemt thegar eg kom i heimsokna ad engin bjor var a svaedinu.

Eg audivtat breytti thessu og nu er eg buin ad draga tha i raektina, eda leikfimi eins og eg myndi orda thad, their eru nu kveinandi og kvartandi utaf hardsperrum. Er audivtad buin ad draga Ragga med mer i heillanga gongutura og lapperi. Hef ekki kikt mikid a einhverja turistastadi adalega vegna thess ad mer langar ekkert a tha. Sidan tokum vid gott spileri i gaer thar sem eg leyfdi strakunum, i einskaerri godmennsku minni, ad njota hina storkostlegu stjornunarhaefileika minna. Thar fengu tveir olikir adilar ad hittast, Mortes Shalost og Farnor fra Giantdowns, og their aevintyrudst adeins saman.

En nu verdur tekin stefnan a Sloveniu, nanar tiltekid til Illjubova... eda eitthvad alika, vid leggjum af stad a morgun a bil sem vid hofum leigt til theirrar ferdar. Litur ut fyrir ad verda horkuaevintyri.

en thad er rett thad sem var roflad um. Eg hef ruglast eitthvad a dogunum i fyrri hluta 3.kafla... eg vona ad engin verdi voda sar yfir tvi.

05 september, 2003

3.Kafli
Ferdalagid til Prag.

Eg var i Stokkholmi i 11 klst. Hitta thar Bryndisi og Palma, einn strak sem var i bjorgunarsveitinni. Vid skodudum adeins baeinn og forum svo a Vasa safnid.

Thetta samt er mjog serstakt ad tvi leytir ad thad er eiginlega byggt um ein hlut. Skip fra 17.old sem sokk i jomfruarferdinni sinni og var sidan bjargad um tha midja tuttugustu. Skipid sjalft er til synis og sidan ymislegt tengt thvi. Mognud sjon sem eg maeli med ad allir sjai. Er ekki haegt ad lysa upplifunninni med ordum...

Vid fegnum okkur sidan ad borda a Pizza hut en pizzan kom soldid seint thannig ad hun Bryndis fekk bara eina sneid. Hun for ad hitta vin sinn. Eg gat aftur a moti slappad af i sma stund og bordad vel. Eg og Palmi spjolludum i sma stund en sidan spurdi konan a naesta bordi hvada tungumal vid vorum ad tala og vid forum ad spjalla vid hana. Timin leid og adur en eg vissi af tha voru 10 min i lestina mina. Eg audvitad stokk af stad og nadi lestinni. Thessi lest var a milli Stokholmar og Tralleborg, eg vissi ad eg thurfti ad skipta um lest i Malmo en eg spadi ekki mikid i thad. Nogur timi a milli lesta og alles.

Thegar til Malmo tha fattadadi eg thad ad eg thurfti ad taka rutu fra Malmo til Tralleborg. Lestar stodinn i Malmo er nokkud stor og med mikid af utgangum... fair toludu ensku og thad var bent a mjog mismunandi stadi. Thegar eg var ordin frekar stressadur tha hitti eg midaldra konu sem benti mer a rettu stodina. Hun var soldi spol fra og thegar eg kom i rutuna tha lidu 3 min thangad til ad hun lagdi af stad.

I tralleborg var frekar audvelt ad finna ferjuna. Einhverjir saenskir ponkarar bentu mer aleidis. Ferjan var hraebilleg en thetta var lika svona akraborg, var ekkert midad vid ferjuna sem eg var i a milli Finnlands og Svithodar. Eg var ekki med neina kaettu svo ad eg fann fianan stad a einhverju golfi og vigdi svefnpokan hennar Lindu og svaf bara agaetlega. Eg lenti i Rostock og var a hofninni. Sa "fallegt" kjarnorkuver og fattadi thad ad eg var ekki nalaegt lestarstodinni sem eg thurfti ad vera a. Eftir sma vesen tokst mer ad finna hana... hafdi lika finan tima. For og keypti mer lestarmida til Prag og lappadi um Rostock i Thyskalandi... falleg borg. Tok sidan lestina til Berlin og skipti thar um lest sem for til Prag. Kom um kvoldmatar leytid til Ragga.

I hnostkurn var ferdalagid svona

Midvikudagur
Ferja a milli Turku Finnland til Stokholms Svithod.
Byrjadi a About a Boy e. Nick Hornby
Fimmtudagur
Lappa um Stokholm
Setjast a kaffihus, lesa og Klara bokina
Kaupa The artic incident e. Ed Coifler
Taka lest til Tralleborg.
Byrja a Artic Incident... klaradi hana.
Keypti mer High Fidelity e. Nick Hornby
Fann ferju a milli Tralleborg, Svidhod og Rostock, Thyskaland.
Byrjadi a High Fidelity i ferjunni.
For med Ferjunni
Fostudagur
Lenti i Rostock, vandraedi ad finna lest
Keypti mida til Prag. Lappa um Rostock
For til Berlin, klaradi High Fidelity
Kom til Berlin
Keypti mer Life of PI e. Yann Martel
For med lest fra Berlin til Prag.
Byrjadi a Life of Pi.
Kom til Prag klukkan 19.

03 september, 2003

2.kafli
Innlit til Rouma i Finnlandi

Eg skrap fra Parnu thar sem eg var staddur og tok Ruti til Tallin. Thad er svolitid serstakt med Eistland ad ferdalog med rutum thar eru odyrar og mjog godar. Thessi ferd sem eg for i tok einn og halfan tima og kostadi ekki mikid, eins og margt annad i Eistlandi, en thad merkilegra er ad thad voru rutuferdir a milli thessa tveggja stada a halftima fresti allan daginn og thad a sunnudegi.

I rutunni for Stulka ad spjalla vid mig, mjog saet og gedthekkur kvennmadur. Evelyn het hun og hafdi einu sinn komid til Islands med utanrikisraduneyti Eistlands, hitti meira ad segja Hann Haldor okkar. Fannst allt vodalega dyrt (no wonder). Eftir sma spjall komst eg ad tvi ad thetta var bara halfgerdur celeb. Hun var yfirmadur PR deildar annars staersta banka i eistlandi og hafdi leikid i nokkrum biomyndum. En audvitad endadi thad spjall eins og allt annad og vid kvoddumst og forum i sitthvora attina.

Thegar eg var komin til Tallin var audvelt ad henda ser i naestu ferju sem var a leidinni til Finnlands. Thad var 2 tima sigling og sidan tok lestarferd til Turku, 3 timar. Sidan Pikkadi Tiina mig upp og vid keyrdum til Rouma sem er um klukkutima akstur fra Turku. Rouma var svona daemigerd venjuleg vestraen borg. Mcdonalds, 26 thusund ibuar osfrv. En midborgin er mjog serstok, hun minnti mig soldid a Chesky-Krumlov (man ekkert hvernig thad er skrifad), sem er litid midaldra thorp i Tekklandi. Thetta ver eins og thorp inni Thorpi. Helling af gomlum vel med fornum trehusum, hlodnum vegjum og storum gordum. Thad lika koma i ljos ad thetta litla thorp er verndad af Unseco. En thad var engin turistahopar thar ad berjast um plasid.

Var gaman ad hitta Tiinu, skrap med henni og vinkonu hennar ut a lifid a manudeginum, eins og gefur ad skilja tha var lifid ekki oflugt a manudegi og vid enduthum a Kareoke bar thar sem vinokann song morg log... a Finnsku.

Nu er adalkafli ferdarinnar ad hefjast. Eg er ad ferdast til Prag. Fer Fra svidhod klukkan ellefu i kvold med ferju fra Tralleborg og til Rostock og thadan tek eg lest til Prag.

Bid ad heilsa!

31 ágúst, 2003

1.kafli
A ferd um Eistland med Ice-SAR

Jaeja nu er eg buin ad ferdast i um viku. Thetta er i fyrsta skiptid sem eg kemst a netid og eg hef ekki mikin tima til thess ad tala. En allvega tha hef eg verid ad ferdast med Austurland-Rustabjorgun.

Frabaer hopur af folki. Med theim er eg buin ad gera margt. Sumt hefur ekki verid fyrir minn smekk en annad hef eg skemmt mer mjog vel i.

Eg hef
- farid i fjogurra tima kajak ferd nidur a. Ferdasti med honum Nikka og vid stodum okkur bara nokkud vel.
- for i gonguferd um skog, einhverskonar aevintyraferd thar sem vid thurftum ad vada drullu og klifra yfir tradrumba.
- For upp i 40 m haan turn sem var notadur af sovetmonnum til thess ad merkja stadsetningar hvar sprengjur lentu.
- skodad heilmarkt i Eistlandi, kastala, hella, kirkjur, sofn, slokkvibila, o.fl, o.fl.

En nu er komid gott. Eg hef akvedid ad skreppa til Finnlands og heilsa upp a Tiinu, stelpu sem eg kynnist ut i Nordur Irlandi 1999. Fer med ferju fra Tallin til Helsinki. Sidan tharf eg bara ad redda mer yfir til Tekklands eftir thad!

En skrifa meira seinna.

21 ágúst, 2003

Evrópa

Ég er á leiðinni þangað. Ég fer þangað eftir tvo daga.... ekki á morgun heldur hinn!

Á þessum síðum mun ég reyna að fanga stemminguna eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Reyna að segja ykkur frá því sem er að gerast.

En annars er voðalega lítið að frétta. Er algerlega hugmyndasnauður, hugsa bara um ferðalög, stelpu, flutninga, skóla, vinnu, lífið, dauða ofl. Bara þetta venjulega.

13 ágúst, 2003

Fordómar... eða hvað?

Ég lít á mig sem tiltörulega fordómalausann einstakling. En eins og allir vita þá eru allir með fordóma. En mikilvæga spurningin er sú hvort að þeir fordómar hafi áhrif á hvernig þú hegðar þér gagnvart öðru fólki og hvort að maður sé tilbúin að skoða sína fordóma og jafnvel breyta þeim eða eyða.

Ég var staddur í strætó í dag og sá þar nokkuð frægan mann. Þetta var aðili sem kom fram í myndinni Hlemmur og lísti því yfir að hann mundi vilja finna sér konu af asískum uppruna og svo stuttu seinna lísti hann því yfir að hann studdi Nasisma.

Ég sá hann í strætó og með honum í för var ung kona af asískum uppruna og þau voru með barnavagn með sér, með ungabarni. Ég sá ekki hvort að þetta var kærastan hans eða bara vinkona hans. En auðvitað fór hugsarninar mínar í gang...

"ætli hann sé búin að ná sér í eina?" "Er hann strax búin að eignast barn?" "ætli hann hafi keypt hana?" "Hvað er hún að spá í að vera með svona gömlum kalli" osfrv.

Þetta eru auðvitað púra fordómar. Ég veit ekkert um þennan mann og hvað þá þessa konu. Þau gætu alveg verið ástfanginn upp fyrir haus. Alveg kynnst á "eðlilegan" máta. En hvernig fór hann að þessu? Fór hann til Tælands og náði sér í hana þar? Var einhver póstlisti sem hann fór í? Er einhver sérstakur einkamáladálkur sem hann kíkti í eða hún?

Það er hægt að horfa á þetta sem einhverskonar þrældóm. Þær eru að leita að betra lífi og finna það hér á Íslandi. Hér er hærri laun, betra líf, fleiri möguleikar og eina sem þær þurfa að gera er að gifta sig og vera gift í sjö ár (held ég) og svo skilja við kallinn. Sjö ár og síðan geta þær valið þær sem þær vilja. Geta fengið fjölskylduna sína hingað. En sjö ár, og mér leyfist að efast um að þær skilja við hann ef hann beitir hana andlega eða líkamlegu ofbeldi.

Það væri nú gaman ef einhver mundi kanna þessi mál til hlýtar... svo þessir fordómar fengu að hverfa.

11 ágúst, 2003

Draumar

Nú ætla ég að byrja að hugsa alvarlega um að byrja að taka aftur pillurnar mínar. Þetta gengur ekki lengur!

Í nótt þá slóg ég mig út í viðbjóði og ógeðslegheitum. Ég fékk smá martröð í nótt, sem gerist svona stundum og stundum.

Í þessum draumi var ég ekki gerandi, ég skaut ekki neinn, eða var að horfa á einhvern vera pyntan til dauða... ekki neitt svoleiðis. Í þetta skiptið var ég fórnarlamb. Svona dæmigerð martröð.

Hún fjallaði um að hópur af fólki var búið að hneppa annað fólk í hálfgert fangelsi (ég var einn af þeim í fangelsinu). Síðan voru settar alls konar gildrur fyrir fólkið til þess að fjarlæga það (svona eins og í myndinni the Cube). Þetta var samt ólíkt þar sem fólkið var inní húsi. Síðan var reynt að stía okkur í sundur og stundum var einhver drepin og stundum bara hvarf einstaklingurinn.

Allir virtust hafa einhvern sérhæfileika sem átti að hjálpa hópnum, einn var rosalega góður í græjum osfrv. Ég var oftast maðurinn sem öskraði og hjúkraði þeim sem voru að deyja.

Þetta var svona dæmigerð martröð fyrir utan að einn maður sem var í "vonda" liðinu. Hann reyndi að ná fólki lifandi og gera allskonar viðbjóðslega hluti við það og síðan skilaði hann fólkinu aftur. Þessi maður var hunsaður af hinu vonda fólkinu sem notaði oftast fínlega aðferðir við að hræða fólkið. Svo að hann var einhvers konar einfari meðal hópsins. Algert rándýr. Þar sem það er möguleiki að börn lesi þetta þá ætla ég ekki að fara í nein smáatriðið í hvað hann gerði.

En ég vaknaði í miklu svitakófi þegar við vorum bara fimm eftir og inn í herbergi þar sem bara ein hurð var í. Fyrir ofan hurðina var gluggi og þar var spegill svo að ég sá hver var fyrir utan hurðina. Tvö voru að gera eitthvað í sambandi við tölvur og eftirlitskerfi á meðan ég beið með hinum tveim (sem höfðu lent í maninum og voru hvorki fær um að tala nér hreyfa sig) og horði á hurðina. Síðan sá ég hann koma að hurðinni og hann leit upp í spegilinn, var með hornspangargleraugu, stutt brúnt hár, svona meðalmaður. hann glotti og ég byrjaði að öskra á hina og hann henti inn um gluggan sprengju með svefn gasi.

Síðasta sem ég sá áður en ég "sofnaði" (vaknaði) var að hann var kominn inn í herbergið.

Vaknaði með andfælum og var í einn tíma að róa mig niður til þess að sofna aftur.

08 ágúst, 2003

Bíó

Ég skellti mér á nokkuð góða mynd í gær. Pirates of the carribiean: Curse of the black pearl.... ætlaði að skrifa meira.. en nennti því ekki.

07 ágúst, 2003

Hernaður

Spáið í því.... stærsti iðnaður sem er í gagni í heiminum í dag er hergagnaiðnaður, mestum peningunum er eytt í hernað. Við lifum ennþá á 21. öld og samt er hent mörg hundruð miljörðum í að þróa, betrumbæta, og kaupa vopn og verjur. Ótrúlegt!

Afhverju ætli það sé?

Þurfum við á þessu að halda? Þurfa jarðarbúar á her að halda?

Það virðast sumir halda og nefna að án hers þá erum við varnalaus. Varnarlaus gangvart hverjum? Okkur sjálfum! Við erum með her til þess að verja okkur gegn okkur sjálfum! Sjit mar. En sú bilun.

Jarðarbúar eru ótrúlega frumstæðir. En maður skilur þetta svo sem, ekki vill maður vera tekin í görn vegna þess að maður vildi ekki verja sig. Ekki getum við treyst Kína, þeir mundu öruglega valta yfir okkur alveg eins og þeir gerðu við Tíbet, ef við mundum vera varnarlaus.

Já með vopnum og ofbeldi þá nær einhver tökum á öðru.

En síðan er stundum nefnt að mesta þróunarskrefin hafi gerst í styrjöldum. Það er alveg rétt. Ef einhver ógnar öryggi þínu þá geriru allt til þess að verjast. Það er líf okkar að veði. Auðvitað verjumst við! Ef barnið okkar er með sjúkdóm þá reynum við að finna lækni sem getur læknað hann, eða jafnvel fundið lækningu sjálf (eins og sumir hafa gert), ef snjóflóð fellur á bæ þá reynum við að koma í veg fyrir að það komi fyrir aftur, einhver bilaður kall kemur með nokkur þúsund skriðdreka inní land þá stökkvum við til og finnum eitthvað sem stoppar hann.

Osfrv. Þróunin gerðist kannski hraðar útaf þessum átökum... en var það þess virði?